AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 73
Litmynd af miðbæ Reykjavíkur, tekin úr 500 metra hæð 17. ágúst 1994. © LMI
\rHrfa ; * ■ «**• -V. L." _
'WM
LOFTMYNDIR
Notkun loftmynda er líklega mun meiri
meðal almennings á íslandi en þekkist í ná -
grannalöndunum. Ástæðurnar má að ein -
hverju leyti rekja til þess hve lítið er til af kortum
í stórum mælikvarða utan þéttbýlis. Landmælingar Islands,
sem taka loftmyndir af íslandi og geyma loftmyndasafn
landsins, hafa á undanförnum árum byggt upp öfluga þjón-
ustu á þessu sviði.
Loftmyndir eru ein meginundirstaða nútímakortagerðar.
Þótt upphaflegur tilgangur með tökunni tengist yfirleitt ein-
hvers konar kortavinnslu, rannsóknum eða undirbúningi
framkvæmda er heimildagildi myndanna oft ómetanlegt
þegar til lengri tíma er litið, þar sem með loftmyndum er
hægt að bera saman þær breytingar sem verða á yfirborði
lands.
Allt frá því að farið var að stunda flug í loftbelgjum á seinni
hluta síðustu aldar, var farið að taka myndir úr lofti af yfir-
borði jarðarinnar, en Ijósmyndatæknin hafði komið fram á
fyrri hluta 19. aldar. Með tilkomu fyrstu flugvélanna í byrjun
þessarar aldar opnaðist ný leið til að mynda yfirborð lands
á skipulegan hátt. Snemma fór að skilja á milli tveggja flokka
mynda úr lofti, annars vegar venjulegra Ijósmynda og hins
vegar loftmynda sem ætlaðar voru til kortagerðar af
yfirborði jarðar. Fljótt sást hve mikið hagræði var að notkun
myndanna í hernaði og við kortagerð, en nútímakortagerð
byggist enn á svipuðum grunnaðferðum og þróaðar voru
á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar.
Loftmyndir eru notaðar með niðurstöðum landmælinga við
kortagerð. Hér á landi hefur ein stofnun það verkefni að
taka og varðveita loftmyndir, en algengt er erlendis að frum-
filmur séu geymdar hjá fleiri en einum aðila í hverju landi
og takmarkaður aðgangur að myndum til almennra nota.
Það er því mikill kostur fyrir notendur að geta gengið að
heildarsafni mynda af öllu landinu á einum stað.
LOFTMYNDATAKA
Búnaður til töku, varðveislu og vinnslu loftmynda er mun
stærri og dýrari en almennt þekkist í Ijósmyndun. Við loft-
myndatöku eru notaðar sérstakar stórar myndavélar sem
festar eru við botn sérútbúinnar flugvélar. Flughæð við loft-
myndatöku hér á landi getur verið frá 500 metrum til 10 km
eftir þörfum notenda hverju sinni.
Landmælingar íslands hafa frá 1950 tekið loftmyndir á
hverju ári vegna kortagerðar. Loftmyndavél stofnunarinnar
ersvissnesk, af gerðinni Wild RC10, keyptárið 1977. Stofn-
unin hóf sumarið 1994 samstarf við sænsku landmælinga-
71