AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 36
PETUR H. ARMANNSSON ARKITEKT
TENGIBYGGING VIÐ ÁSMUNDARSAFN
arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson
Asmundur Sveinsson myndhöggvari
hófst handa viö byggingu fyrsta hluta
ibúðarhúss og vinnustofu sinnar við
Sigtún í Reykjavík árið 1941. Hann hafði
nokkrum árum áður reist hús það á horni Freyjugötu
og Mímisvegar, sem nú er betur þekkt sem Ásmund-
arsalur.Húsið sem Ásmundur reisti við Sigtún var tví-
lyft með kjallarajbúðin var á aðalhæðinni en lítil vinnu-
stofa undir steyptri hvelfingu þar fyrir ofan. Þetta
sérkennilega hús var byggt af litlum efnum og vann
listamaðurinn sjálfur hörðum höndum að byggingu
þess. Bjó hann m.a. til vindmyllu til að hræra steyp-
una í veggi og þakhvelfingu hússins. í formhugmynd
þess gætir áhrifa frá hefðbundinni húsagerð Grikk-
lands og Arabalandanna, sem Ásmundur sá sem
fyrirmynd að því hvernig byggja mætti í hrjóstrugu
og skóglausu landslagi líkt og er hér. Árið 1946 reisti
Ásmundur Sveinsson viðbótarbyggingu með nýrri
vinnustofu framan við húsið, við þá hlið þess sem
sneri að götunni. Viðbyggingin var samansett úr
tveimur pýramídamynduðum formum sem skipað var
niður sitt hvorum megin við nýjan aðalinngang hús-
sins. Uppdrátt að viðbyggingunni gerði Jónas Sól-
mundsson í náinni samvinnu við listamanninn, en
hann hafði einnig gert byggingarnefndarteikningu
af eldri hluta hússins. Á árunum 1954 til 1959 var
reist stjálfstæð, sveigmynduð bygging undir verk
Ásmundar á lóðinni sunnan við íbúðarhúsið, sem
kölluð er skemman. Útlits- og burðarþolsteikningar
af byggingunni gerði Einar Sveinsson, arkitekt og
húsameistari Reykjavíkurbæjar, á grundvelli leirlík-
ans, sem Ásmundur hafði mótað.
Eftir andlát Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara
árið I982 var ákveðið að breyta íbúðarhúsinu og
hvelfingunni í sýningarrými. í því sambandi kom fram
sú hugmynd að gera tengibyggingu milli íbúðarhús-
sins og skemmunnar, þannig að innangengt væri milli
allra hluta safnsins. í fyrstu tillögum var einungis gert
ráð fyrir óupphituðum gangi milli bygginganna en
eftir því sem hugmyndin þróaðist komust menn á þá
skoðun að betra væri að reisa varanlega byggingu
sem kæmi sem viðbót við sýningarsali safnsins.
Markmið höfundar var að skapa tengibyggingunni
hógvært yfirbragð utan frá séð þannig að hún raskaði
sem minnst þeirri sérstæðu heildarmynd er einkenndi
byggingar Ásmundar. í stað þess að fela viðbygg-