AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 15
Nýleg Ijósmynd af Iðnó, ■"í' «Ga3diá.5»*s£ Nýlunda er einnig að gerð sé svo tæknilegafullkomin viðbygging við ófullkomið aldamótabárujárnshús. Viðbyggingin við Iðnó er óneitanlega tæknilega full- komin. Höfundur hennar kann greinilega til hlítar að nota nútímagler. Hann kann allar samsetningar og þéttingar. Hann kann að nota réttu glergerðina með rétta endurkastinu og réttu útgeisluninni. Enginn hefur enn haldið því fram opinberlega að viðbygg- ingin falli vel að húsinu. Engu að síðurféllst húsafrið- unarnefnd ríkisins á að leyfa viðbygginguna og verð- ur það að teljast markvert. Húsafriðunarnefnd stóð hins vegar í stríði við byggingarnefnd hússins um aðra þætti, sem í margra hugum kunna að vera smá- atriði hjá hinu.Húsafriðunarnefnd krafðist þess að gert yrði við upprunalega glugga Iðnó en bygging- arnefndin neitaði. Hún fór sínu fram og setti nýja glugga með tvöföldu gleri. Á meðan á þeirri þrætu stóð reis viðbyggingin með samþykki húsafriðunar- nefndar. Freistandi er að geta sér þess til að það sem arkitekt hússins hafi gengið til með þessari viðbyggingu sé einfaldlega að tjá kunnáttu sína á þessu sviði. Dýrt tjáningarform það. Mér virðist sem viðbyggingin við Iðnó hafi vísvitandi verið mótuð til að stinga eins rækilega í stúf við húsið og frekast er kostur. Viðbyggingunni virðist ætlað að vera djörf, glæsileg og ögrandi og það er hún. Nú mætti í fljótu bragði ætla að viðbygging af þessu tagi við sögulega merkilegt hús væri einsdæmi. Ekki væru efni til að endurtaka þennan leik og menn sæju jafnframt hið fáránlega í framkvæmdinni. Frétt sem birtist nýlega í Morgunblaðinu bendir þó til þess að svo sé ekki. Nefnd sem starfar á vegum Reykjavíkurborgar hefur nú gert tillögur að viðgerð og viðbyggingu við Geysishúsið. Reykjavíkurborg keypti Geysishúsið fyrir nokkrum misserum til þess að tryggja varðveislu þess, enda er það á mikilvæg- um stað og er mikilsvert hús fyrir miðbæinn. Geysis- húsið er hins vegar ekki friðað. Nefndin leggur til að Geysishúsið verði hið ytra fært í svipað horf og það var í um aldamótin. En jafnframt er lagt til að stór og nútímaleg glerbygging verði reist milli húsanna tveggja sem um ræðir. Ekkert hefur enn verið ákveðið um starfsemi í húsinu enda þótt ýmislegt hafi verið rætt í því efni. Engu að síður telur nefndin að „sú umfangsmikla starfsemi sem fram fer í húsunum, fær ekki þrifist nema til komi sú tengibygging, sem lögö er til í forsögn og frumtillögum arkitektsins." Arkitekt hússins hefur margoft sýnt það að hann er snjall hönnuður og efalítið verður viðbyggingin glæsi- leg ef hún verður reist. Vert er hins vegar að spyrja aftur: Er ekki fullkomin ástæða til þess að bíða með hana þar til Ijóst er hvort hennar er þörf eða ekki? Er ekki tilganginum náð með því að gera við Geysis- húsið og koma því í notkun? Einföld tillaga: Höfum það hugfast að þegar húsin okkar eru fullbyggð er þátttaka þeirra í menningar- samfélaginu rétt að hefjast og hún getur staðið öld- um saman. Byggingarferill hússins er þá rétt að hefj- ast. Þegar viðfangsefni okkar eru viðbygging skul- um við gæta að því að samhengið milli húsrýmis- þarfar og viðbyggingar sé fyrir hendi. Viðbyggingar sem fyrst og fremst eru sprottnar af tjáningarþörf, hversu kunnáttusamlega sem þær eru gerðar, er erf- itt að réttlæta. Höfum það líka í huga, að enda þótt ögrandi byggingarlist kunni að eiga rétt á sér við einhverjar aðstæður, þá ber að öðru jöfnu að hlífa friðuðum húsum við henni. ■ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.