AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 62
SALVÖR JÓNSDÓTTIR SKIPULAGSFRÆÐINGUR MENGUNARBÆTUR „Hvaða flfl eiga sök á þessum Ijóta leik?“ (Hannes Sigfússon, Mengun, 1973) Þessi grein er um „Mengunarbótaregluna" (e: Polluter Pays Principle), en samkvæmt henni er mengunarvaldur bótaskyldur. Fjallað er um hvernig erlend yfirvöld hafa reynt að framfylgja reglunni. Að auki er fjallað um hvort hægt sé að meta umhverfi til fjár og siðfræðileg atriði viðvíkjandi mengunarbótareglunni. Að lokum er vikið að aðlögun reglunnar að stefnuskrá íslenskra stjórnvalda. UMHVERFISSTEFNA- MENGUNARBÓTAREGLAN Umhverfisstefna þykir vera ómissandi hluti af stefnu- skrá sérhverrar ríkisstjórnar enda er talið að umhverf- isröskun sé vaxandi vandamál. Innihald og fram- kvæmd umhverfisstefnu er síðan háð pólitísku and- rúmslofti, ríkjandi hagkerfi og uppbyggingu stjórn- kerfis hverju sinni. Á undanförnum árum hefur sjálfbær þróun víða verið höfð að leiðarljósi við mörkun umhverfisstefnu. Þetta kallar á allmiklar breytingar á högum fólks þar sem núverandi fólksfjölgun og ríkjandi efnahagsstefna stangast á við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Lengi vel var litið á náttúruauðlindir sem bæði óþrjót- andi og ókeypis. Þetta leiddi til ofnotkunar og síðar þess að lög og reglur hafa verið sett um nýtingu auðlinda. Því hefur hins vegar verið haldið fram að erfitt sé að halda mengun og umhverfisröskun í skefjum með lögum og reglum eingöngu. Sjálfbærri þróun verði því aðeins náð, að tæknilegar nýjungar og efnahagshvatar séu notuð samhliða lögum og reglum. Augljóslega er ekki einfalt að ná kjörnýtingu náttúruauðlinda en líklega er vænlegast að beita hagrænu, pólitískum og stjórnsýslulegum aðferðum til að ná því markmiði. Umhverfisstefna hefur mikil áhrif á landnotkun og staðarval. Þættir í umhverfisstefnu, svo sem skattar og staðlar, geta til dæmis breytt staðarvali iðn- eða þjónustufyrirtækja. Umhverfisstefna getur þannig gjörbreytt samkeppnisaðstöðu fyrirtækja jafnt á alþjóðlegum vettvangi sem í heimahéraði. Þess vegna er mikilvægt að bæði alþjóðlegir og svæðis- bundnir staðlar um umhverfismál séu settir og virtir og samvinna og samráð sé höfð í mótun þeirra. Umhverfisstefna tekur venjulega til þeirra óæskilegu þátta sem fylgja atvinnurekstri og framkvæmdum og þar kemur mengunarbótareglan til sögunnar. Reglan var upphaflega kynnt af OECD árið 1972 og síðan hefur hún hlotið töluverða athygli bæði austan Atlantshafs og vestan. Upphaflegur tilgangur meng- unarbótareglunnar var að hvetja til hagkvæmrar nýt- ingar auðlinda, ákvarða bótakostnað og draga úr mengun.Samkvæmt reglunni er gert ráð fyrir að bóta- kostnaðurinn muni annaðhvort hækka verð fram- leiðslunnar og sé þannig ýtt áfram til neytenda, eða að framleiðandi muni draga úr mengun með því að draga úr framleiðslu. Mengunarbótareglan hefur verið túlkuð á margvís- legan hátt en fáar ríkisstjórnir hafa í raun fylgt henni fast eftir. Þar að auki hefur verið dregið úr henni og hún sniðgengin á mörgum sviðum, svo sem víða í landbúnaði. í fljótu bragði virðist sem auðvelt ætti að vera að beita mengunarbótareglunni, t.d. þar sem þarf að hreinsa upp mengaðan jarðveg. Auðvelt er að afmarka þessi svæði og mengunarvaldurinn er venjulega þekktur. Samt sem áður hefur reynslan sýnt að ekki er alltaf auðvelt að draga mengunar- valdinn til ábyrgðar. í Bandaríkjunum voru svo kölluð „Superfund“-lög samþykkt árið 1980. Lögin fjalla m.a. um hreinsun mengaðs jarðvegs og ábyrgð mengunarvalds, og mengunarbótareglan er grund- vallarhugmyndin að baki laganna. Ekki hefur þó tek- ist betur til en svo að Bandaríkjastjórn eyðir u.þ.b.10 billjónum dala á ári hverju til að hreinsa upp meng- 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.