AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 28
MANFREÐVIHJALMSSON ARKITEKT AÐALSTRÆTI 2 Húsið Aðalstræti 2 var byggt 1855 af Robert Tærgesen, kaupmanni. Húsið var tvílyft, klætt listasúð með gafl - sneiddu hellulögðu þaki. Fyrir ofan dyr og glugga var timburskraut. í tímans rás hefur húsið tekið miklum breytingum og er fátt eitt þar uppruna- legt. Geymsluhús, nú Vesturgata 1, var byggt I905. Milli Aðalstrætis 2 og Vesturgötu 1 var port eða garður, sem byggt hefur verið yfir í áföngum. Reykjavíkurborg keypti húsin 1992. FORSÖGN Um notkun húsanna hefur fjallað þartil kjörin nefnd. Hún hefur lagt til að húsin yrðu notuð fyrir sýningar á vegum Reykjavíkurborgar og fyrir Upplýsingamið- stöð ferðamála. TILLAGA Hugmynd um endurbyggingu og útlit húsanna er á byrjunarreit og því rétt að skoða meðfylgjandi tillögu í því Ijósi. Ætlunin er að færa húsin til upprunalegs VESTURGATA I útlits eða eins og þau voru á sínu „blómaskeiði". Aðalstræti 2 hefur verið með fegurstu húsum bæjar- ins. Áður en frekari tillögur verða gerðar þarf að skoða ástand húsanna betur og mæla þau upp. í tillögunni er gert ráð fyrir að fjarlægja núverandi tengibyggingu milli Aðalstrætis 2 og Vesturgötu 1. Til þess að mæta þeim óskum sem fram koma í forsögn, þarf að nýta sundið milli húsanna. Því þarf að reisa nýja tengi- byggingu. Tillagan gerir ráð fyrir léttri og gegnsærri glerbygg- ingu, þar sem húsin Aðalstræti 2 og Vesturgata 1 standa sjálfstæð sitt hvorum megin glerskálans. Út- veggir húsanna, einnig þeir sem snúa inn í tengi- bygginguna, verða klæddir í upprunalegri mynd. Glerskálinn tengir Vesturgötu og Fischersund, og er í raun yfirbyggt torg, sem gefur möguleika á ýmsum uppákomum. Hann gengur í gegnum tvær hæðir og liggur brú milli húsanna um miðjatengibyggingu sem auðveldar m.a. aðgengi fatlaðra. Starfsmaður við tillögugerð var Steinar Sigurðsson, arkitekt. ■ Tillaga að útliti Aðalstrætis 2. 26

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.