AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 35
VANDI SKOLA I ÞRENGSLUM Ariö 1843 eða 44 var útmæld lóö austan Lækjar, þar sem reisa skyldi Reykjavíkur lærða skóla og flytja þangað þann skóla, sem lengi hafði starfað á Bessa- stöðum, en þar áður á Hólavelli, vestan Lækjar. Sjálf- sagt hefur lóðin þótt rausnarleg, þarna utan og ofan við bæjarysinn, en sá meginannmarki var á nýtingu hennar, að skólahúsið var byggt sem næst upþ í efri mörkum lóðarinnar. Sveinbjörn Egilsson, fyrsti rektor lærða skólans, kvartaði yfir því við yfirvöld í Kaup- mannahöfn þegar árið 1849, að olbogarými við skól- ann væri alltof lítið, en ekkert var að gert, heldur ekki þegar Félagsbakaríið, rétt aftan við skólann, brann 1905. Þá fékk KFUM rústirnar til að byggja á yfir sig. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag fékk lóðina næst fyrir sunnan KFUM og aðrar lóðir voru fengnar einstak- lingum til afnota. Til samanburðar má geta þess, að þegar Gagn- fræðaskólinn á Akureyri var byggður fékk hann þegar í upphafi mjög rúmgóða lóð, en þegar hillatók undir, að hann yrði gerður að menntaskóla, bættu bæjaryfirvöld um betur og bættu svo ríflega við lóðina, að þar eru risnar tvær stórbyggingar og sú þriðja, og sýnu stærsta, í smíðum án þess að bæta hafi þurft einum fermetra við. Víkur nú sögunni aftur suður yfir fjöll. Árið 1850 var byggt fjós að baki skólans, enda þurftu menn helzt að halda sjálfir kýr í Reykjavík þess tíma, ef þeir vildu fá mjólk handa börnum. 1857 varsvo byggt leikfimi- hús, hið fyrsta sinnar tegundar í landinu, í beinni línu suð-vestur af fjósinu. (Það hús var rifið 1898 og annað byggt á sama stað.) Tíu árum síðar, 1867, var svo bókhlaðan reist, að mestu fyrir gjafafé Englend- ingsins Kelsalls, og hefur mönnum æ síðan verið ráð- gáta hver ástæða þeirrar gjafar var. Bjarni Johnsen getur sér þó til í skólaskýrslu, að Kelsall muni hafa hitt einhverja gamla nemendur skólans og hrifizt af menntun þeirra. Öll þessi hús standa að baki skólahússins og í línu við það. Framblettinn hefur aldrei verið hægt að nýta nema til gerðar snjókerl- inga. Ég býst við að flestir geti orðið sammála um að Menntaskólahúsið hefur nú í bráðum 150 ár sett sér- stakan virðuleikasvip á miðbæ Reykjavíkur, og ég geri ráð fyrir að flestir séu sammála um, að þar eigi áfram að stunda skólahald. Ég geri líka ráð fyrir að menn geti orðið sammála um, að sá húsakostur, sem þótti góður og rúmur fyrir 150 árum, fullnægi kannski ekki alveg þeim kröfum, sem gerðar eru til skólahús- næðis nú ádögum. Skólinn hefur t.d. engan sam- komusal, er hýst getur þann fjölda nemenda, sem nauðsynlegt er að hafa í nútímamenntaskóla til þess að geta boðið upp á þá fjölbreytni í námsvali, sem ráð er fyrir gert í lögum og reglugerðum, án þess að kostnaður rjúki uþþ úr öllu valcfi. Skólinn hefur verið tvísetinn í fjöldamörg ár og þótt tekizt hafi á allra síðustu árum að lagfæra það nokkuð, þarf enn nokkrar almennar kennslustofur í viðbót til þess að unnt verði að hafa alla nemendur í skóla á eðlilegum skólatíma. Skólinn þarf því nú viðbótarhúsnæði, um 1800 fermetra, þar sem mestu munar um íþróttasal, er nýta mætti líka sem samkomusal. Verðlaunasjóður Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar hefur nú um alllangt skeið reynt að koma á hugmyndasamkeppni um skipulag „Mennta- skólareitsins" en það hugtak er notað um allt svæðið milli Amtmannsstígs og Bókhlöðustígs, Lækjargötu og lóðanna við neðanvert Þingholtsstræti. Arkitekta- félag íslands hefur sýnt þessari hugmynd áhuga og velvilja og tilnefnt tvo ágæta félagsmenn sína í dóm- nefnd. En nú er komið babb í bátinn. Dómnefndin getur ekki komið frá sér forsögn um samkeppnina, vegna þess að borgaryfirvöld vilja helzt ekki leyfa nokkra breytinguiá þeim húsum, sem fyrir eru á svæðinu, þó að þau séu öll frá þessari öld, að undan- skildum gömlu skólahúsunum, sem engum dettur í hug að hrófla við. Ég verð að segja eins og mér býr í brjósti: Ólíkt hafast þeir að fyrir noróan og fyrir sunnan og ólíkt virðist hugarfarið í garð skólanna eftir landshlutum. ■ L GUÐNI GUÐMUNDSSON REKTOR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.