AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 21
með hefta að einhverju leyti sköpunargáfuna, eins og haldið hefur verið fram. En Ijóst má vera að ein- hvers konar skilmála verður að gera á þeim stöðum sem teljast hafa mikið menningarlegt varðveislugildi. Með þeim er ekki verið að heftasköpunargáfu, heldur benda hönnuðum á að hér skuli varlega með farið, til að koma I veg fyrir slys, sem hafa verið allt of mörg. Við sjáum allt í kringum okkur viðbyggingar og viðbætur á gömlum húsum þar sem augljóst er að viðkomandi hönnuður var alls kostar ómeðvitaður um það verkefni sem hann tók að sér. Á þetta við bæði verklega þáttinn, þ.e. efnisnotkun, samsetningar o. fl. og þá grundvallarhugsun sem þarf að temja sér þegar átt er við eldri húsakost. Má segja að sumt af því sem gert hefur verið jaðri við fáránleika. Ekki verður séð að hægt sé að búa til almenna reglu um það hvernig hanna skuii viðbyggingar, en hægt er að nota hin ýmsu stjórntæki skipulagsfræðinnar, svo sem nýtingarhlutfall, þakhalla og fleira í þessu skyni. Hönnuðir ættu ekki að hugsa um skilmála, sem kveða á um verndun húsa, götumynda eða svæða, sem heftun á hönnunarferli, heldur sem ögrandi við- fangsefni og áskorun. í þessu samhengi er rétt að taka fram, að viðbygging, eða sérhver viðbót við gamalt, þarf ekki alltaf að ætla að verði til lýta eða hafi truflandi áhrif á umhverfið. Allt eins líklegt er að það styrki það sem fyrir er, þannig að mat okkar og virðing á byggingararfinum verði meiri. Árbæjarsafn er minjasafn Reykjavíkur, og er borgar- minjavörðurforstöðumaður þess. í 36. gr. þjóðminja- laga frá 1989 er svohljóðandi málsgrein: Skylt er eigendum húsa, sem reist eru fyrir árið 1900, að tilkynna minjavörðum og húsafriðunarnefnd ríkisins með góðum fyrirvara ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa. Það ber sem sagt að leita umsagnar borgarminja- varðar ef ætlunin er að breyta húsi sem byggt er fyrir síðustu aldamót. Þar sem borgarminjavörður fer með minjavörslu í Reykjavík er sú umsögn eðli máls- ins samkvæmt íhaldssöm. Það er beinlínis skylda hans að sjá til þess að byggingararfurinn haldist að mestu óbreyttur, en þó innan eðlilegra marka; taki tillit til aðstæðna. Það er stefna Árbæjarsafns þegar eldri byggingar eru gerðar upp að þær séu færðar í upprunalegt horf. Þetta á sérstaklega við þau hús sem teljast hafa varð- veislugildi, en að sjálfsögðu er þetta regla sem hönn- uðir ættu að temja sér við eldri byggingar, þannig fá Leifsgata. Fullt tillit hefur verið tekið til forms hússins og efnis- notkunar við hönnun viðbyggingarinnar. Hér er gott dæmi um það hvernig viðbygging getur verið „barn síns tíma“ en engu að síður virt það sem fyrir er. Stýrimannastígur. Þetta er eitt fallegasta sjónarhorn (perspek- tíf) sem gert er af manna höndum í Reykjavík, og þótt víðar væri leitað. Þetta er tekið hér sem dæmi um umhverfi, þar sem fyllstu gát verður að hafa vegna allra viðbygginga. húsin sína eðlilegu ásjónu. Oft þegar eldri hús eru gerð upp er byggt við um leið. Þá ætti hugsunar- hátturinn að vera á þá leið að finna ekki nýtt form fyrir nýtt hlutverk heldur hvernig megi bæta gamla húsið þannig að það þjóni þeim tilgangi sem ætlast er til. Þar með er ekki sagt að viðbyggingin skuli þykjast vera gömul, heldur sé lögun hennar og efnis- notkun í samræmi við það sem byggt er við. Þannig er byggingaarfleifðin litin réttu Ijósi og unnið með hana samkvæmt hennar lögmálum. Það sama á við þessa hugleiðingu. ■ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.