AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 27
Undirrituðum er ókunnugt um hvort að baki
liggi hagkvæmisútreikningar eða ekki. Þá
er að finna önnur dæmi þar sem steinuð
hús eru klædd með steindum plötum og
jafnaðarmerki sett á milli. Hérlendis er hefð
fyrir tvenns konar klæðningu eða veðurhlíf-
um utanhúss, annars vegar bárujárn á
timburhús og hins vegar múrhúðun með
ýmsum tilbrigðum.
Sú klæðningaralda sem nú ríður yfir er án
reynslu og rannsókna þar sem íslensk hefð
hefur verið að einangra hús að innan. Með
flutningi einangrunar á ytri byrði húsa verða
til ýmis hönnunaratriði sem leysa þarf á
nýjan hátt. Má þar nefna frágang hita- og
hreinlætislagna sem áður lágu í einangrun
er síðar var múrhúðuð eða klædd af og fengu göt
gegnum burðarvirki þar ákveðna hljóðeinangrun.
Sama á við um glugga sem gjarnan eru settir í á eftir
þegar hús er klætt að utan.
Það er alkunna að fúi sótti helst að gömlu timbur-
húsunum undir glugga. Á sama hátt eru deililausnir
við glugga á klæddu hús erfiðar úrlausnar og má
reikna með að sagan endurtaki sig og bæði einangr-
un og burðargrind verði hætt við skemmdum.sé ekki
vandað til frágangs við glugga. Eins og áður segir
er svo til engin reynsla fengin á þær klæðningar sem
nú eru helst í tísku, því má sþyrja:
■ Hver er ending á burðargrind úr timbri undir
plötuklæðningum?
■ Hver er útloftunarþörf slíkra klæðninga?
■ Hvert er veðrunarþol og litfesta í íslenskri veðráttu?
■ Hvernig eldast og hrörna festingar?
■ Hvernig er samleitni efnis þegar kemur að ótíma-
bærri endurnýjun vegna tjóna?
■ Hver má ætla að verði mismunur milli nýrra og
gamalla aðferða á stofnkosnaði og viðhaldskostnaði?
Þá má einnig spyrja: Ætla fslendingar að víkja sér
undan eðlilegu viðhaldi á steinsteyptum húsum og
klæða þau öll utan um leið og byggingarhefðum er
breytt með því að flytja einangrun á ytra byrði út-
veggja?
Undirritaður telur að löngu tímabært sé að fram fari
ítarleg rannsókn á gæðum steinsteypu á íslandi frá
upphafi, þátt járnalagaí steypuskemmdum.gildi múr-
húðunar sem veðurhlífar, samband einangrunar og
steypuskemmda, byggingartímaog aðhlúun steypu
ásamt ýmsum fleiri þáttum.
Niðurstaða slíkra alhliða rannsókna ásamt saman-
burði á kostnaði gæti orðið grundvöllur að breyttri
byggingarhefð í landinu og komið í stað þeirra
tilrauna sem nú er víða unnið að, jafnframt því sem
lagður yrði grunnur að „viðgerðarhefð" á steinsteypt-
um húsum á sama hátt og „viðgerðarhefð" er að
verða til á bárujárnsklæddum timburhúsum. ■
25