AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 32

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Blaðsíða 32
I isins að virka rétt saman, þ.e. einangrun, festingar, bending og múr. Ýmsir eiginleikar þessara þátta skipta því verulega meira máli heldur en í loftræstu klæðningunum og verður því hér á eftir fjallað lítillega um hvern þátt fyrir sig. UNDIRLAG múreinangrunarkerfis er mikilvægt þó ekki sé það talið með sem kerfishluti. Undirlag hérlendis eroftast steyptur veggur en einnig er hægt að nota múrein- angrunarkerfi á t.d. múraða hlaðna veggi og timbur- klædda burðargrind úr timbri eða stáli. Kröfur sem gerðar eru til undirlags er að það sé hreint (ef einangr- un er límd á vegg) og að það hafi nægjanlegt burðar- þol þannig að tryggt sé að líming einangrunarplatn- anna og festingar fái nægjanlegt hald. Rétt er að benda á að óæskilegt er að hefja uppsetningu múr- einangrunarkerfis á undirlag sem inniheldur mikinn raka. EINANGRUN er annaðhvort plasteinangrun (þanið polystyren) eða steinullareinangrun (einangrunargildi svipað). Helstu eiginleikar einangrunarinnar sem máli skipta fyrir múreinangrunarkerfi eru: skerþol, þrýstiþol og stífleiki (fjaðurstuðull). í múreinangrunarkerfum er því eðli- legra að greina á milli stífrar og eftirgefanlegrar ein- angrunar fremur en plast- og steinullareinangrunar. Brunaþol getur einnig haft áhrif á val einangrunar og ef notuð er plasteinangrun er yfirleitt gerð krafa um að hún sé tregtendranleg. Ef notuð er plast- einangrun er mikilvægt að nota staðið frauðplast, a.m.k. 8 vikna gamalt, þar sem þanin polystyren- einangrun rýrnar mest fyrstu 6-8 vikurnar eftir þenslu. Ef vatn kemst á bak við múreinangrunarkerfi drener- ar steinull sig betur en plasteinangrunin. Fylla þarf vel í samskeyti plasteinangrunarplatna áður en múrað er til að vatn nái ekki að safnast þar fyrir og valda frostskemmdum á kerfinu. í akrýlmúrkerfum næst sterkari binding milli plasts og múrs en milli steinullar og múrs. FESTINGAR - KRAFTYFIRFÆRSLUR í meginatriðum eru festingar kerfanna við vegg eftir- farandi: ■ Lím: Einangrun er límd á vegg og múr síðan límdur á einangrun. Gæta þarf vel að viðloðun við undirlag. Einum til tveimur dögum eftir að einangrun er límd á vegginn má draga undirmúr á hana. ■ Lím og dýflur (festinaglar, sjá mynd 4): Öruggasta og algengasta aðferðin. Einangrun er límd á vegg og einnig fest með dýflum. Álag sem múreinangrun- arkerfið verður fyrir er yfirfært í vegg með einangrun eða með einangruninni og dýflunum. ■ Dýflur: Einangrun er fest á vegg með dýflum. í sem- entsbundnum kerfum eru oftast notaðar dýflur með fjarlægðarklossa og festingu fyrir bendinet á dýflu- haus. Dýflurnar yfirfæra síðan álag sem múreinangr- unarkerfið verður fyrir yfir í vegginn. MÚRSKELIN EÐA MÚRKÁPAN er alltaf byggð upp í tveim lögum, annars vegar net- bentum undirmúr og hins vegar veðurþolnari yfirmúr. Bindiefni múrlögunar segir til um gerð kerfisins, þ.e. hvort það flokkast sem sements- eða akrýlbundið múreinangrunarkerfi. Bindiefni akrýl-múreinangrun- arkerfanna eru plastefni, stundum með sements- íblöndun, en sementsbundin múreinangrunarkerfi hafa sement, oft með plastþeytum sem bindiefni. Fylliefni í akrýl-múreinangrunarkerfum eru ýmist steinefni eða plastefni eða blanda af þessu tvennu. Fylliefni sementsbundnu múrkerfanna eru oftast steinefni. Ef bindiefni akrýlmúrsins er sementsbland- að þornar múrinn fyrr og er ekki eins viðkvæmur fyrir raka. Plastbindiefnið gerir það aftur að verkum að múrinn hefur meiri teygjanleika. Þornunartími múrs- ins er mjög breytilegur og getur verið einn dagur eða jafnvel vikur, háð veðurfari og eiginleikum múrs. Verulegur munur er á þykkt kerfanna, þ.e. akrýlbund- inna og sementsbundinna. Kerfi sem samanstendur af steinull og þykkum, sementsbundnum múr er oft- ast þungt og gróft, á meðan kerfi sem samanstendur af plasteinangrun og þunnum múr eru léttari og þá jafnframt oft viðkvæmari fyrir höggálagi. Algengustu þykktir þessara múreinangrunarkerfa eru gefnar upp í töflu 1 Akrý múr mm Sementsbundinn múr mm Undirmúr 1 V2-4 10-15 Yfirmúr 2-4 5-10 Heildarþykkt 4-8 20-25 Taflal: Algengustu þykktir múrkápu. (ATH! til eru þynnri sementsb. kerfi.) 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.