AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Síða 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Síða 37
BARUJARNSKLÆTT EINBYLISHUS Sú hefð okkar íslendinga að klæða hús með bárujárni, er afleiðing og svar við okkar umhleypingasama veðurfari. Sú staðreynd að langflest þök eru klædd bárujárni enn í dag er vitni um tröllatrú á þetta mjög svo hagkvæma efni. En að um þróuní notkun og möguleikum bárujárnsins hafi verið að ræða er tæpast hægt að fullyrða. Það er einkum á tímum „trapitsu-plötunnar“á áttunda áratugnum að klæðn- ing þunglamalegra þakkanta með málmi tók að þróast á nokkuð þýsk/íslenskan máta. Enn í dag er ótrúleg þröngsýni og fordómar ráðandi þegar talið berst aó bárujárni sem utanhússklæðn- ingu á nýgbyggingar. Mörgum finnst þetta passa á gömlum húsum, en ekki nógu fínt, jafnvel púkó á nýbyggingum. Ég er einn þeirra sem eru heillaðir af efninu, nánastóháð því í hvað það er notað.Það varð því ofan á sem útveggjaklæðning, þegar við hjóna- kornin byggðum okkur einbýlishús. í því tilfelli valdi ég að skoða gamlar hefðir og endurtúlka þær í tilraun minni að þróa notkun bárujárnsins. Ég valdi svartan lit á járnið á meginhluta hússins. Með hvítum gluggum gefur slíkt tilvitnun í gömlu tjörguðu timburhúsin og fer mjög vel í því opna landi sem húsið stendur á. Form sem tala máli dagsins í dag, bogið þak og veggbútur auk hallandi útskots, eru klædd ómáluðu bárujárni með aluzinkhúð og fá við það málmlitaða tilvitnun í nútímann. Til að fá mótsögn við tímann og nýtt óhefðbundið yfirbragð valdi ég að láta bárurnar á veggjunum liggja lárétt. Andstætt hefðbundnum frágangi við glugga eru áfellur úr blikki og sem allra minnstar og lítt sýnilegar. Gluggagötin eru eins og að einungis hafi verið klippt gat á járnið fyrir glugganum. Til að fá enn eina andstæðu við frágang fyrri tíma eru áfellur á hornum einnig gerðar mjög nettar. Kúlu- kjölur er settur undir járnið til þess að hinar mjúku línur bárujárnsins nánast haldi áfram fyrir hornið. Þannig er það tilfinning mín að með því að forðast miklar og íburðarmiklar tréáfellur við glugga, á horn- um og þakköntum fær bárujárnið sterkara og þýð- ingarmeira hlutverk en algengast er í notkun þess. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.