AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Qupperneq 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Qupperneq 48
 samanstanda af fjölmörgum þáttum, bæði innan ólíkra forma og meðal byggingarefnanna sjálfra. En þessar staðbundnu formgerðir gefa umhverfinu gildi og segja um leið til um menningarstig viðkomandi. Byggingarnar að Gallaratese í úthverfi Mílanóborgar eru dæmi um byggingarframkvæmdir á fyrri hluta 7. áratugarins sem snerust um eiginleika „borgarinnar". Það að skipuleggja samfélag sem endurvekti minn- ingarnar. Arkitektinn Carlo Aymonino hafði yfirumsjón með verkinu og byggði stórar íbúðarbyggingar, eða blokkir, sem hann skeytti saman. Hann fékk síðan Aldo Rossi til þess að hanna aðra íbúðarbyggingu, eða blokk. Saman mynda þær eina heild. Þær þrjár byggingar sem Aymonino hefur hannað breiðast út í formi blævangs sem á sinn endapunkt í tröppum. Þannig mynda þær hálfhring og minnast formgerðar hringleikhúss. Með þessari skipan gerir Aymonino ráð fyrir tveimur svæðum, eðatorgum, sem gætu nýstsem leiksvæði og/eða staðir til þess að eiga samskipti við aðra. Með því getur heimilisfólkið haft gætur á börnum að leik. En svæðin hafa ekki það drif eða kraft sem laðar fólk að þeim.svo sem leiktæki fyrir börnin eða kaffistað fyrir fullorðna (verslanir og önnur þægindi eru staðsett sem hluti að heildarskipulaginu). Þar af leiðandi eru samskiptamöguleikar torveldari. í þessu verkefni var Aymonino að athuga eðli form- anna og samsetningu þeirra. Þegar gengið er um byggingarnar er minnst marþra tegunda og form gerða úr borginni. Þær samanstanda af ógrynni smá atriða sem augað skynjar sem frumgerðir húsgerð- ar: gangar, göng, opin svæði, einfaldar gluggaum- gjörðir og fjölbreytileiki í hæðamismun, svo nokkuð sé nefnt. Stigar og þrep vísa leiðina um hina ýmsu ganga án þess þó að gefa til kynna hvert leiðin liggur. Leitað er á mið hins óþekkta sem er þó jafnframt hið þekkta. Byggingin sem Rossi hannaði tengist heildarmynd- inni sem Aymonino leitaði eftir. Blokkin er aflöng og hvítmáluð. Formgerð hennar er mjög einföld - þ.e. form langs gangs. „Gangurinn" er í eðli slnu ein af frumgerðum húsagerða. Hér hefur Rossi tekið formið úr samhengi við aðrar formgerðir og þannig látið eitt form vera einráðandi. En við það breytast áhrif þess. Það gefur ekki af sér þá frjóvgun sem á sér stað þegar mismunandi formgerðir mætast. Að því leytinu til er virkni kirkjugarðsins í Modena meira sannfær- andi þar sem Rossi hefur látið mismunadi formgerðir mætast - ferning, keilu og þríhyrning sem öll falla undir mismunandi notkun meðal þeirra framliðnu. Þegar gengið er í gegnum súlnagöngin á jarðhæðinni til þess að komast upp í íbúðirnar fyllist maður þrúg- andi, óskilgreindri tilfinningu, því ekki er hægt að sjá eða skynja hvað tekur við eftir næstu súlu. Það sem helst kemur í hugann eru draumkenndar myndir eftir Giorgio de Chirico þar sem einfarar berast um stræti 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.