AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 78

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 78
>' 30 z o- I > z |hönnunar Klappstóll, hönnuður: Sigurður Gústafsson önnunardagar voru haldnir 23. febrúar til 5. mars s.l. Undanfari Hönnunardaga er Hönnunardagar húsgagna og inn- réttinga sem haldinn hefur verið fimm sinnum á undanförnum árum. f þetta sinn var ákveðið að útvíkka viðfangsefnið og virkja fleiri greinar hönnunar. Efnt var til samstarfs Hönnunarmiðstöðvár og hönnunarfélaga og ákveðið var að efna til fimm sjálfstæðra sýninga. Ennfremur var ákveðið að fá til landsins nokkra valinkunna norræna fyrirlesara. Hönnunardagar hófust síðdegis fimmtudaginn 23. febrúar með hefðbundinni sýningu seljenda íslenskra húsgagna- og innréttinga. Alls voru sjö fyrirtæki með opið hús og skörtuðu sínu fegursta. Að kvöldi var móttaka í Sýningarsal Hafnarhússins og afhenti iðnaðarráðherra þar hönnunarverðlaun og setti jafnframt Hönnunardaga 1995. SÝNINGAR ( Hafnarhúsinu var sýning húsgagnahönnuða og framleiðenda. Þar vru 8 framleiðendur með sýnishorn 76 af framleiðslu á húsbúnaði, hönnuðum af íslenskum hönnuðum. Ennfremur voru 14 fremstu húsgagna- hönnuðir landsins þar með sín nýjustu verk. í Geysishúsi voru leirlistarmenn, textílhönnuðir og gullsmiðir með sameiginlega sýningu. Alls áttu um 30 manns verk á sýningunni. Á sýningunni var sýndur ýmiss áhugaverður íslenskur listiðnaður s.s. skartgripir, borðbúnaður, veggteppi og veggflísar. í Geysihúsi var leitast við að gefa góða mynd af ferskri og framsækinni hönnun innan þessara þriggja starfs- / listgreina. í gamla Morgunblaðshúsinu var Félag íslenskra > iðnhönnuða, með sýningu. Þessi yngsta grein hönn- unar hér á landi gerði þar grein fyrir hlutverki sínu og verksviði. í Iðnó voru landslagsarkitektar, arkitektar og svo- nefndar fataiðnir með sameiginlega sýningu. Iðnó er ekki ennþá full frágengið og völdu arkitektar þennan stað ekki síst vegna þeirrar umræðu sem breytingar á húsinu hafa valdið. í Kringlunni voru grafískir hönnuðir með veggmyndir. Sturla Már Jónsson fyrir Seríu nett skrifstofuhúsgögn.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.