AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 11
G E S T U R Ó L A F S S O N Þegar litið er til sögulegrar þróunar sveitarfélaga, borga og jafnvel heilla þjóðlanda kemur oft í Ijós að þeir sem þar hafa ráðið ferð hafa verið næsta blindir á þá þróunarmöguleika sem buðust hverju sinni. Að vísu getur hér líka verið um að ræða flókin áhrif ytri þátta, svo sem veðurfarsbreytingar og almenna tækniþróun sem breyta búsetuskilyrðum og möguleikum manna, en miklu skiptir þó ávallt að vera vakandi fyrir þeim vindum sem blása hverju sinni og færa sér þá í nyt. Þetta er þó hægara sagt en gert enda er skipulag þéttbýlis, ef vel á að vera, með því flóknara sem menn taka sér fyrir hendur. Alltof oft eru menn líka of uppteknir við daglegt amstur, „afgreiðslumál“ og deiliverkefni til þess að gera sér grein fyrir heildrænu samhengi þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað. Menn hreinlega sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Byggðaþróun á höfuðborgarsvæðinu á þessari öld hefur verið mjög hröð, en fáir hafa gert sér fulla grein fyrir því hve aðstaða og möguleikar einstakra sveitarfélaga á svæðinu hafa breyst mikið á þess- um tíma. Fyrir rösklega hálfri öld gat varla að líta nokkurt þéttbýli í Kópavogi. Kópavogur varð sjálf- stætt sveitarfélag um áramótin 1947/-48, og þá voru íbúar einungis 1,163. Nú er Kópavogur ann- að stærsta sveitarfélag hér á landi með tæplega 20,000 íbúa og enn í hröðum vexti. Hér hefur Kópavogur notið staðsetningar sinnar, milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en það hefur ekki síður vegið þungt að forráðamenn bæjarins hafa komið auga á þá möguleika sem bæjarfélagið hafði og verið ótrauðir við að nýta þá. Þegar Skip- ulagsstofa höfuðborgarsvæðisins tók til starfa, árið 1980, var líka lögð áhersla á að ein mikilvægasta samgöngubót á svæðinu væri að leggja Reykja- nesbraut sem fyrst frá Mjóddinni í Reykjavík suður til Hafnarfjarðar. Þessi framkvæmd, sem reyndar hefði átt að vera komin til framkvæmda a.m.k.10 árum fyrr, gerði þá öru þróun mögulega sem nú hefur átt sér stað á þessu svæði. Fullvíst má telja að á næstu árum og áratugum muni líka verða umtalsverð þróun á þessu svæði, en hver sem hún verður má telja nokkuð víst að þar geti Kópavogur gegnt mikilvægu hlutverki. Hér koma ýmsir þróunarmöguleikar til greina. Að undanförnu hefur t.d. verið bent á möguleika á umfangsmikilli þróun byggðar meðfram ströndinni til norðurs; byggð á uppfyllingu við Örfirisey og aukna byggðaþróun milli Hafnarfjarðar og Kefla- víkur. Þessa möguleika er tvímælalaust æskilegt er að bera saman, vega og meta, áður en afdrifa- ríkar ákvarðanir eru teknar um næstu framtíð þessa svæðis. En það er heldur ekki nóg að einblína bara á höfuðborgarsvæðið. í Evrópu, og reyndar um allan heim, eru stöðugt að eiga sér stað breytingar sem geta haft umtalsverð áhrif á það sem við erum að gera hér, en opna okkur jafnframt sífellt nýja möguleika. Á næstu áratugum mun það ekki síður skipta sköpum fyrir okkur hversu vel við fylgjumst með þessari þróun og hvort til forystu velst dug- mikið fólk sem ber gæfu til að færa sér hana í nyt. 9

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.