AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 13
leggja grundvöllinn aö lifandl bæjarfélagi. Síðustu áratugi, þegar Reykjavík leiddi í byggingafram- kvæmdum á höfuöborgarsvæöinu, má segja aö byggö hafi byggst upp eftir austur-vesturöxli í borginni með Miklubrautina sem meginás. Núnaer þetta aö breytast þannig aö uppbyggingaröxullinn liggur í noröur-suöur, meö Reykjanesbrautina sem meginás og tengir saman sveitarfélögin allt frá Hafnarfirði, Garöabæ, Kópavog, Reykjavík og Mosfellsbæ. Miöja vegu á þessum nýja öxli er ein- mitt Kópavogsdalurinn þar sem öll gróskan hefur verið og er að myndast þar öflug þungamiöja höfuöborgarsvæöisins. Þessi norður/suður öxull mun enn frekar styrkjast meö tilkomu Sunda- brautar í Reykjavík og áframhaldandi tenginga síöar allt upp í Kollafjörð. Gera má ráö fyrir aö þungamiðja verslunar á þessum öxli veröi í Kópavogsdal og teygi sig allt í Mjódd í Breiðholti. Til suöurs er Garðabær og síöan Hafnarfjörður og þar má ætla aö iðnaðarfyrirtæki, stór og smá, hasli sér völl. í kringum þessa nýju miöju í Kópavogs- dalnum til austurs hafa risiö íbúðahverfi hvert af ööru: Smárahverfi, Lindahverfi og nú Salahverfi og síöan mun byggðin halda áfram upp meöfram Breiðholtinu og síöan niöur aö Elliðavatni. Fátt bendir til þess aö Kópavogur muni missa þaö frumkvæði í nýbyggingum sem bærinn hefur náð. Nóg er af vel staðsettu landssvæöi til bygginga upp allan Leirdalinn til austurs og síðan niöur á framtíöarbyggingarsvæöi Kópavogs viö Elliöavatn. Það er helst aö Garðabær eigi landssvæöi sem getur keppt viö Kópavogssvæöin, t.d. meö svæö- inu sunnan í Hnoðraholti og einnig mjög áhuga- veröar lóöir fyrir atvinnurekstur í Molduhrauni. Reykjavík er hins vegar komin í þá aðstööu aö þau svæöi sem borgin hefur eru yfirleitt í útjarðri höfuö- borgarsvæðisins og umferöarlega afskipt a.m.k. þar til Sundabrautin veröur aö veruleika. Framtíðarbyggingarsvæöi Kópavogs liggja inn af núverandi byggingarsvæði í Leirdal, þar sem Sala- hverfi er aö rísa, og ná niður aö Elliðavatni. Raunar má segja að uppbygging þessara svæöa sé þegar hafin því nokkur ár eru síðan fariö var aö þétta gamla sumarbústaöabyggö á svæöinu með varanlegum húsum og nú er útlit fyrir aö sú mikla uppbyggingarbylgja sem risiö hefur í Kópavogi muni færast aö náttúruperlunni Elliöavatni á næstu árum. Þetta svæði er einstaklega skemmtilegt og allfrábrugöiö öörum byggingarsvæöum sem í boöi hafa verið því í staö þess að liggja viö sjó mun byggðin rísa í hálfmána í suður- og vesturhlíðum Elliöavatns meö útsýn yfir vatniö og upp í Heið- Loftmyndir Vatnsenda.. Ljósm.Guðmundur ingólfsson. mörk. Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa gjarnan nefnt svæöiö „Sveit í Bæ“ og þarf lítiö aö útskýra þaö frekar, en ef vel tekst til verður þarna all- sérstæö byggð nátengd náttúrunni meö mikla útivistarmöguleika í sambandi við Elliðavatn og stutt í Heiðmörkina. 1 1

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.