AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 15
embættismannaviðmótið þar sem formið fer að
skipta meira máli en innihaldið.
Nokkur atriði hljóta að teljast mikilvæg fyrir Kópa-
vog til að halda því frumkvæði sem náðst hefur.
I 1. Tenging Fífuhvammsvegar inn á Arnarnesveg
í Leirdal ofanverðum og lagning þeirrar brautar
áfram inn á Breiðholtsbraut í vestanverðu Vatns-
endahverfi. Mjög mikilvægt er að þessi tenging
verði gerð sem fyrst því að hún er aðalumferðar-
æð að nýjum byggingarsvæðum upp af Leirdaln-
um og niður að Elliðavatni. Almennt áttar fólk sig
ekki á hve stutt þetta svæði er frá öðrum byggðum
í Kópavogi og Reykjavík en þetta er nánast „hand-
an við hólinn“ sem verið er að byggja á.
I 2. Tvöföldun Reykjanesbrautar til austurs.
Reykjanesbrautin er að verða ein almikilvægasta
umferðaræð á höfuðborgarsvæðinu, samtenging
allra sveitarfélagana og sá öxull sem þungamiðja
byggðaþróunar er að skipa sér um og mun halda
áfram í formi Sundabrautar yfir Elliðavoginn yfir í
Grafarvog og síðar yfir Geldinganes og upp í
Kollafjörð og verða aðalsamgönguæð höfuðborg-
arsvæðisins til norðurs. Áform eru uppi um að
hefja þessar framkvæmdir sem eru á vegum
Vegagerðarinnar, jafnframt því sem mislæg gatna-
mót verða gerð á mótum Reykjanesbrautar og
Breiðholtsbrautar. Mikilvægt er að hraða þessu
sem kostur er.
I 3. Að hraða skipulagsvinnu á byggð við Elliða-
vatn í landi Vatnsenda. í núverandi aðalskipulagi
sem gildir til 2012 og staðfest er 1990 er gert ráð
fyrir að land vestan Vatnsendalands nægi bænum
til bygginga á skipulagstímanum. Sú mikla breyt-
ing sem orðið hefur á málunum hin síðari ár hefur
hraðað þróuninni svo Ijóst er að stefnumörkun
Aðalskipulags um að Kópavogsdalurinn upp í
Leirdal nægi fyrir ný byggingarsvæði til ársins
2012 er löngu úrelt og engin ástæða er til að halda
að sér höndum lengur með Elliðavatn og
byggingarsvæðin þar, enda má ætla að bærinn sé
þegar farinn að huga að þessum málum ef marka
má fréttir af nýlegu eignarnámi á svæðinu þar sem
uppbygging er í raun hafin undir slagorðinu „Sveit
í Bæ“.
I 4. Áframhaldandi uppbygging Kópavogshafnar
sem mun verða allálitlegur kostur fyrir inn- og
útflutningsfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og nýr
valkostur á sviði sem Reykjavík og Hafnarfjörður
hafa verið einráð á.
I 5. Sameining bæjarhlutanna í Kópavogi sem
aðskildir eru af Hafnarfjarðarveginum þar sem
hann iiggur um Gjána og menningin ræður ríkjum
á vestari gjábakkanum með Tónlistarhúsið,
Gerðarsafn og Kópavogskirkju, meðan eystri gjá-
bakkinn er verslunarsvæðið sem gengur undir
nafninu Hamraborg. Ein áhugaverðasta hugmynd-
in sem komið hefur fram um að sameina þessa
tvo bæjarhluta meir en nemur þeim tveim brúm
sem nú gegna því hlutverki er að setja Hafnar-
fjarðarveginn í stokk sem myndi ná frá Nýbýlavegi
og niður í Kópavogsdalinn og síðan setja upp-
fyllingu ofan á stokkinn. Þarna fengist skemmti-
legt tækifæri fyrir menninguna og Mammon að
taka höndum saman um raunverulega bæjarmiðju
en það er hlutverk sem Hamraborgin svokallaða
ein og sér hefur aldrei valdið með sannfærandi
hætti. Bæjarhlutarnir tveir, austur- og vesturbær-
inn, myndu sameinast meðan Hafnarfjarðarveg-
urinn myndi lifa góðu lífi undir grænni torfu og ekki
valda neinu ónæði fyrir ofan.
Skógrækt er þáttur sem hefur verið mjög vel sinnt
í Kópavogi hin síðari ár og búið er að gróðursetja
í allt Hnoðraholtið, Rjúpnahæðina og Vatnsenda-
hlíð, svo innan nokkurra ára mun tötraleg ásýnd
þessara hæða víkja fyrir glæsilegri gróðurþekju. Til
samanburðar má vísa á eina af perlum Reykja-
víkur, Öskjuhlíðina.
Auðvitað er ýmislegt af smáatriðum sem betur má
fara í þeirri hröðu uppbyggingu sem átt hefur sér
stað og þá helst framkvæmdaröðin sem alitaf er
umdeilanleg innan einstakra hverfa. Umferðin
hefur líka sumsstaðar aukist töluvert hraðar en
þróunin í gatnakerfinu og væri þarft verk að taka
þann þátt til frekari skoðunar, t.d. varðandi
umferðarleiðir til hafnarsvæðisins og á verslunar-
svæði í Smárahverfi. Síðan má nefna að aðgengi
hönnuða og annarra að upplýsingum hjá Tækni-
deild bæjarins hefur ekki fylgt þróunninni eins og
best verður á kosið og væri þar hægt að taka til
fyrirmyndar hvernig þeim málum er háttað í
Reykjavík. Þó alltaf megi bæta einstök atriði dylst
engum hugur um að önnur sveitarfélög geta ýmis-
legt af Kópavogi lært. Það er ekki alltaf nóg að
farsælar ytri aðstæður einar á hverjum tíma leiði
til glæsilegrar uppbyggingar heldur þarf stórhugur,
þor og framsýni að vera fyrir hendi áður en upp-
byggingin getur farið af stað.
13