AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 22
honum hafa borist miklar og dýrmætar listaverka- gjafir frá ýmsum listamönnum, erfingjum þeirra og öörum eigendum góöra listaverka. Má í þessu sambandi nefna höggmynda- og málverkasafn Geröar Helgadóttur, sem erfingjar listakonunnar gáfu bænum, um 1400 verk, og safn listaverka eftir listahjónin Barböru og Magnús Árnason, sem erfingjar þeirra gáfu bænum, alls um 300 verk. Öllum þessum listaverkum hefur nú veriö komið fyrir í hinu glæsilega Listasafni Kópavogs - Geröarsafni, sem opnað var í apríl 1994 og er nú rekið af Kópavogsbæ án ríkisstyrkja. Meö tilkomu safnsins tók lista- og menningarlífiö í bænum mik- inn fjörkipp, ef svo má aö oröi komast. Fyrir utan fjölda myndlistasýninga, innlendra og erlendra listamanna, hefur safnið einnig haldiö sýningar á eigin verkum og einnig í samvinnu viö aöra. Þá hafa aðrar listgreinar fengiö aðstöðu í safninu. Má þar nefna ritlistarhópinn, sem er hópur skálda og rithöfunda úr Kópavogi sem kemur saman í kaffi- stofu safnsins á fimmtudögum og les úr verkum sínum og annarra. Svo sannarlega lofsvert fram- tak, sem fólk ætti ekki aö láta fram hjá sér fara. Þá má ekki gleyma tónleikunum í safninu, en allt frá opnun safnsins hefur fjöldi tónleika veriö haldinn í safninu. Eru tónleikar þessir orönir |\/]q þQi" nefflQ lit- fastur liður og nær eingöngu kostaðir af |is+arhópinn, sem er bænum. Fyrir utan þessa tonleika hafa \ , bæjaryfirvöld stutt myndarlega við tónlistar- hopur SKQldO Og kynningu í grunnskólum bæjarins, sem allt ríthÖfundO Úr frá haustinu 1993 hefur veriö fastur liður 4 «ÓDOVOQÍ Sem sinnum á vetri í öllum skólum bæjarins. . ^ , Þessar kynningar hafa mælst sérstaklega keiTlUr SOnDOn I kOttl- vel fyrir og bæjaryfirvöld því taliö sjálfsagt aö StofU SOfnSÍnS Q styrkja þær á alla lund. Nú hillir undir bygg- fimmtudÖgum Og ingu sérstaks tónlistarhúss hér í Kópavogi, fyrsta og eina sinnar tegundar hér á landi. Verður tónlistarhúsiö, ásamt húsnæöi fyrir Og OnnarrO. Tónlistarskóla Kópavogs, væntanlega til- búiö í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Þessar byggingar eru fyrri hluti Menningarmiðstöðvar Kópavogs sem rísa á á vesturbakka gjárinnar viö Listasafniö. í seinni hlutanum er ætlaö aö koma fyrir starfsemi bókasafns og náttúrufræðistofu. Starfsemi Bókasafns Kópavogs, einnar elstu stofnunar bæjarins, hefur verið mjög blómleg á undanförnum árum og í ört vaxandi bæjarfélagi fer aö veröa tímabært aö stækka safnið. Fyrir utan almenna útlánastarfsemi safnsins hafa stjórnend- ur safnsins staöiö fyrir ýmsum uppákomum í safn- inu, s.s. bókmenntakynningum, upplestrum, tónlist og barnasamkomum. Talið er aö um 120.000 gest- ir komi í safnið árlega, en forráöamenn safnsins telja aö rúmlega þriöjungur bæjarbúa nýti sér þjónustu þess og að þeim fari fjölgandi. Náttúrufræöistofa Kópavogs er enn ein menning- arstofnunin í Kópavogi sem rekin er af bænum án ríkisstyrkja, ólíkt flestum öörum náttúrugripasöfn- um í landinu. í þessu safni er aö finna á sjöunda þúsund gripi úr jurta- og dýraríkinu. Fyrirferðarmest er lindýrasafn Jóns Bogasonar, sem bærinn keypti fyrir nokkrum árum. í því safni er aö finna nær allar tegundir af íslenskum sam- lokum og sniglum, auk fjölda erlendra tegunda. Þá eru í safninu 4 fiskabúr meö ýmsu lifandi úr lífríki sjávar og ferskvatns. Þá er einnig ýmislegt annaö til sýnis í safninu, þar á meðal selir, refir, minkar og fiskar. Auk rannsókna og skráningar einstakra gripa, sem berast safninu, tekur Náttúrufræði- stofan þátt í rannsóknarverkefnum í samstarfi viö aörar stofnanir og einstaklinga. Stærsta verkefniö er yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna og er verk- efninu stýrt af Náttúrufræðistofunni og styrkt af Rannsóknaráöi ríkisins. Um 2000 gestir komu í Náttúrufræöistofu Kópavogs á síðasta ári og voru þaö aðallega skólabörn úr Kópavogi og ekki síður úr nálægum sveitarfélögum. Ýmiss konar önnur lista- og menningarstarfsemi fer fram í bænum. Er þá átt við hópa og einstaklinga sem reka sjálfstæöa starf- semi, þótt Kópavogsbær styöji viö bakið á þeim meö ýmsu móti. Skal þá fyrst nefna Tón- listarskóla Kópavogs sem starfað hefur til fjölda ára meö miklum blóma og Myndlistarskóla Kópavogs sem rekur mikla og góöa starfsemi í bænum. Þess má geta hér aö skólinn verður 10 ára á þessu ári. Báöir þessir skólar eru styrktir umtalsvert af bæjarfélaginu. Þá má ekki gleyma áhugamannafélögum, s.s. Leik- félagi Kópavogs og Samkór Kópavogs, sem hvort á sinn hátt hefur starfaö vel í bænum meö góöum stuðningi frá bæjarfélaginu. Ef litiö er á það fjár- magn sem lagt hefur veriö til menningarmála í Kópavogi undanfarin ár, þá voru lagðar rúmar 65 milljónir í þennan málaflokk áriö 1996 og í ár er gert ráö fyrir rúmum 102 milljónum í málaflokkinn. les úr verkum sínum 20

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.