AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 23

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 23
Fjárfesting í menningarmálum á þessu ári verður 36,5 millj. og munar þar mest um framlag vegna byggingar fyrri hluta Menningarmiðstöðvarinnar, þ.e. til tónlistarhúss og tónlistarskóla. Bæjarstjórn hefur allt frá árinu 1990 lagt á það kapp að byggja upp aðstöðu fyrir menningarstarfsemi í bænum. Fyrst var lokið við Gerðarsafn. Hafist var handa við þá byggingu 1986 og 1987 en síðan var engin hreyfing fyrr en 1992 að bæjarstjórn hófst handa við að Ijúka byggingu safnsins. Henni var síðan lokið vorið 1994. Kostnaður við safnið var þá orðinn 250 millj. kr. í haust var síðan hafist handa við Menningarmiðstöðina og eru væntingar um að hægt verði að Ijúka henni að fullu á næstu 4-5 árum. í framhaldi af því er líklegt að hægt verði að koma upp útibúi fyrir bókasafn í austurhluta bæjarins enda eykst byggð hraðfara og nauðsyn á að hægt verði að fá þjónustu af þessu tagi í nýjum hverfum bæjarins. Einnig er það keppikefli okkar að Náttúrufræðistofan í Kópavogi verði viðurkennd sem náttúrustofa fyrir Suðvesturland, þar sem hún hefur alla burði til að sinna slíku hlutverki og hefur reyndar á undanförnum árum sinnt miklum rann- sóknum samfara því að vera hefðbundið náttúru- gripasafn með mikla starfsemi. ■ ECLAS - RÁÐSTEFNA í VÍN Opin svæði í þéttbýli og borgarsvæði. Evrópska borgin sem vettvangur fyrir kennslu og rannsóknir í landslagsarkitektúr. Dagana 17. - 20. september nk. verður haldin ráðstefna í Vínarborg í Austurríki á vegum ECLAS (European Conference of Land- scape Architecture Schools). Þema ráðstefnunnar er: Opin svæði í þéttbýli og borgarsvæði. ECLAS er samstarf háskóla í Evrópu á sviði landslags- arkitektúrs. Þeir sem að ráðstefnunni standa eru: I Landslagsarkitektadeild Tækniháskólans í Vín, I Deildir fyrir landslagsarkitektúr, landslagshönn- un og landslagsskipulag við Landbúnaðarháskól- ann í Vín. Ráðstefnan er skipulögð í samvinnu við Vínar- borg. Vínarborg hýsir tvo háskóla á sviði lands- lagsarkitektúrs og hefur einnig upp á að bjóða fjöl- breytilegt landslag. Borgin hefur lengi haft opin svæði á sinni stefnuskrá. Vínarborg liggur á mörkum fyrrum Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu og bíður upp á möguleika á að fagmenn frá þess- um svæðum hittist. Skipuleggjendur munu fagna því að sem flestir þátttakendur frá allri Evrópu láti sjá sig á ráðstefnunni. Ráðstefnan 1998 verður fyrsta ECLAS-samkoman í Vín. En 1990 hófst undirbúningur að stofnun ECLAS og var sá undir- búningsfundur haldinn í Vín. Fyrir utan það að borgin eigi sögulega garða, opin svæði og Vínarskóginn er borgin ein af fáum borgum með sinn eigin þjóðgarð og landbúnaðar- svæði (t.d. með vínvið) innan borgarmarkanna. Á 7. og 8. áratug voru haldnar alþjóðlegar garð- yrkjusýningar sem leiddu af sér tvo nýja stóra garða. Á 9. og 10. áratug voru byggð opin svæði sem tengdust stórum framkvæmdum, Dónáreyja og Marchfeldskurðurinn. Síðan járntjaldið féll 1989 upplifir Vínarborg nýja bylgju í byggingu íbúðarhúsnæðis og nýrra skóla með tilheyrandi opnum svæðum. í upphafi aldarinnar var skipu- lagður grænn hringur í kringum borgina. Enn hefur honum ekki verið lokað en nú er unnið að því að loka græna hringnum. RÁÐSTEFNAN Ráðstefnan fer fram dagana 17. og 18. septem- ber með fyrirlestrum og umræðum. 19. og 20. september verða skoðunarferðir um Vínarborg og nágrenni sem tengjast þema ráðstefnunnar. Ráðstefnutungumálin verða enska og þýska. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á vef- síðunni: http://e261nt1.ac.at/eclas98/ ■ 21

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.