AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 29
EGILL MÁR GUÐMUNDSSON, ARKITEKT HJARTA KOPAVOGS IÐJAN,. Þeim sem leið eiga um Smárahvammsland í Kópavogi dylst ekki að þar á sér nú stað gríðarleg upp- bygging. Hún hefur átt sér stað á skömmum tíma og sýnir að Kópavogsbær hefur skipulagt fram- tíðarbyggð á réttum stað og tíma. Miðsvæði hins nýja hverfis er á mótum Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Þar er nú að rísa mikið at- hafnasvæði, sem er staðsett í miðju höfuðborg- arsvæðisins og nærliggjandi bæjarfélaga, og verður án efa mesta verslunar- og þjónustuhverfi í Kópavogi. Hverfið verður einnig mikilvægur hlekkur í verslun og þjónustu á öllu höfuðborgar- svæðinu vegna legu sinnar. Eigendur Smáratorgs 26 sýndu mikla framsýni með áformum um byggingu verslunarmiðstöðvarinnar við Smáratorg á þess- um stað sem er landfræðilega mjög vel staðsettur. SKÝR MARKMIÐ Markmið eigenda Smáratorgs voru skýr. Byggja átti áberandi verslunarmiðstöð þar sem færu sam- an nýjustu hugmyndirfyrirsvokallaðan „retail mar- ket“ sem þýða má sem stórmarkað á ís- lensku. í þeirri hugmynd liggur að flestar verslanirnar eru stórverslanir með góðri aðkomu auk minni ver- slana og þjónustu fyrir smærri fyrirtæki. Smáratorg ehf. hugðist byggja 10.000 - 12.000 m2 húsnæði og leigja út rými þess fyrir verslun og þjónustu. Ákveðið var að leiguverð yrði að vera hóflegt og möguleikar á misstórum rýmum til stað- ar. Því varð byggingin að vera sveigjanleg í notk- un og hagkvæm í byggingu. Stórmarkaðshugmyndin byggist á tiltölulega ein- faldri byggingu með lítilli sameign og mun lægra fermetraverði á útleigurýmum en gengur og gerist í hefðbundnum verslunarmiðstöðvum. Byggingar- tími yrði stuttur og nauðsynlegt að geta aðlagað bygginguna þörfum leigjenda, jafnvel á meðan á byggingu hússins stæði. Verslunarmiðstöðin yrði að hafa mikið aðdráttarafl og næg bílastæði. Fyrir okkur arkitekta hússins var verkefnið krefjandi og spennandi tækifæri til þess að taka þátt í upp- byggingu Smáratorgs. HUGMYNDIN Meginhugmynd byggingarinnar er einföld og tengist nýjustu hugmyndum um stórmarkaði af þessari stærð. Húsið er L - laga form sem snýr á móti helstu aðalumferðaræðum, Reykjanesbraut og Fífuhvammsvegi. Það snýr einnig á móti sólu. Meginaðkoma viðskiptavina er öðrum megin og blasa allir inngangar og merkingar við þeim. Þó er annar inngangur að Dalvegi vegna þess að mikil íbúðar- og þjónustu- uppbygging á sér stað við þá götu. Megin- aðkoma fyrir vörur og þjónustu er aðskilin frá aðkomu viðskiptavina. Inngangar í stórmark- aðina eru allir að utan- verðu og einn aðalinn- gangur í minni verslu- nar- og þjónustuein- ingar miðsvæðis í byggingunni. Inngangar tengjast allir saman und- ir opnu glerskyggni og snúa að sameiginlegu aðkomutorgi. Torgið er ætlað fyrir útstillingar, úti- markaði og skemmtilegar uppákomur á góðviðris- dögum. Lögð var áhersla á að hús og umhverfi byði velkomna þá vegfarendur sem heimsækja Smáratorg. 27 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.