AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 31
DAEWOO
Nýtt umboð hjá Bílabúð Benna
Daewoo lanos, nubira og
LEGANZA eru nýir fjölskyldubílar - nýtísku
bílar, hannaðir frá grunni hjá Daewoo,
byggðir á nýjustu tækni og þrautreyndir
á prófunarbrautum. Sérstök áhersla hefur
verið lögð á öryggi og slysavörn, þægindi og
hagkvæmni í rekstri.
LANOS er 5 manna bíll með áberandi útlit og sérstakan
stíl. Lanos er breiðari að innan, stöðugri í akstri og betur
hljóðdeyfður en gengur og gerist.
NUBIRA er stór og glæsilegur 5 manna bíll. Efnismikil
innrétting, stórt farangurs- og flutningsrými, einstök
hljóðeinangrun og sterk bygging einkennir þennan bíl.
Staðal- og öryggisbúnaður yrði of löng upptalning í þessari
grein en umframöryggi er m.a. fólgið í rammgerðari
byggingu en gengur og gerist en það finnst m.a. á
gríðarlegum snerilstyrk bílsins í akstri. Hann er fáanlegur
í station útfærslu, með skotti eða hlera.
LEGANZA er flaggskip Daewoo, hraðskreiður og afar
traustbyggður fólksbíll með sportlega aksturseiginleika
stórra bíla. Þessi lúxusbíll er þróaður hjá hönnunarmiðstöð
Daewoo í Munchen, m.a. eftir þýskum kröfum um
aksturseiginleika. Leganza er einn öruggasti bíll sem völ
er á í þessum stærðarflokki.
ÖRYGGI og vönduð smíði einkenna
alla þessa bíla sem eru feti framar
en margir keppinautar. Má nefna að
vélarnar í Daewoo standast
bandarískar kröfur frá 1997 um álagsþol og endingu.
Prófun sem jafngildir 160.000 km. samfelldum
hnökralausum akstri, ásamt þolprófi þar sem vélarnar
eru keyrðar á hámarkssnúningi í 10 klukkutíma. Það
er meðal annars ástæðan fyrir því að Bílabúð Benna
býður bílana með þriggja ára ábyrgð. Starfsmenn
þjónustudeildar Bílabúðar Benna eru sérþjálfaðir hjá
tæknideild Daewoo Motor Co. og varahluta, eftirlits-
og viðhaldsþjónusta hefur verið skipulögð um land allt.