AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 44
HALLDÓRA BRAGADÓTTIR, ARKITEKT
ÞROTTARSVÆÐIÐ
Skipulagssvæðið er alls um 2,1 ha og
liggur í jaðri íbúðarbyggðar. Það er
skilgreint sem íbúðarsvæði skv. núgild-
andi Aðalskipulagi Reykjavíkur, en var
áður svæði íþróttafélagsins Þróttar.
Gengið var frá samningum Reykjavík-
urborgar og íþróttafélagsins Þróttar um flutning í
Laugardal, þar sem það hefur fengið aðstöðu.
í september 1997 var unnin forsögn að deiliskipu-
lagi Þróttarsvæðis á Borgarskipulagi Reykjavíkur.
í forsögninni kemur m.a. fram að þar sem svæðið
afmarkast af fastmótaðri byggð, sé mikilvægt að
stuðla að byggðarmynstri sem viðheldur sérkenn-
um aðliggjandi byggðar og undirstrikar einkenni
landslags í borginni. Ennfremur að stuðlað skuli
að góðri byggingarlist í hvívetna, hvort sem um
hefðbundnar eða nýjar húsagerðir sé að ræða.
Einnig kemur þar fram að gera skuli ráð fyrir leik-
velli og sparkvelli og að núverandi tennisvellir
verði áfram næstu fimm ár. Að lokinni gerð for-
sagnar fól Borgarskipulag KANON ARKITEKTUM
ehf. að gera deiliskipulag að Þróttarsvæði.
ÞRÓTTARSVÆÐIÐ - GREINARGERÐ
Skipulagssvæðið og umhverfi þess:
Skipulagssvæðið er í borgarhluta 4 skv. hverfa-
skipulagi. Það afmarkast af Holtavegi að norðan,
framtíðarlegu Sæbrautar að austan, Sæviðarsundi
að vestan og íbúðarbyggð við Njörvasund að
sunnan. Land skipulagssvæðisins er nánast halla-