AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 46
Núverandi byggö viö Sæviðarsund. stuöla aö heilsteyptri götumynd og góöri aðlögun. Byggö fer hækkandi til austurs og er húsaröö í norðausturjaðri svæöisins hugsuö til skjólmynd- unar, bæöi gagnvart veöri og umferð. Mótun byggöar og lands miðar aö því aö mynda ramma um skýr, skjólsæl og sólrík ytri rými. Ennfremur aö íbúðir snúi sem best gagnvart sólaráttum og njóti góöra tengsla viö húsagarða. Lögö er áhersla á fjölbreytt og örugg sameiginleg útisvæöi í góöum tengslum við stígakerfi. Leitast er viö aö draga úr áhrifum umferöar frá Sæbraut og gatnamótum hennar viö Holtaveg og mynda umgjörö um opið svæöi til suövesturs meö landmótun í tengslum viö núverandi stúku. SKIPULAGIÐ: STUTT LÝSING Aökoma aö svæöinu er um Sæviöarsund og nýja húsagötu út frá Holtavegi. BYGGÐ Gert er ráö fyrir íbúðarhúsnæði í nýrri byggö. Ekki hefur verið tekin ákvöröun um notkun núverandi byggingar (Þróttheima), en hugmyndir eru uppi um aö nýta húsnæöið sem heilsugæslustöð. Lóö í norðvesturhorni svæöisins er hugsuð fyrir einnar hæöar sambýli fatlaðra, en þaö flokkast undir íbúðarhúsnæði.Onnur íbúöar- byggö skiptist í tvo hluta, röö einbýlis- og parhúsa út meö Sæviðarsundi og lága fjöl- býlishúsakeðju út meö norö- austurjaðri skipulagssvæöis- ins. Aökoma aö einbýlis- og parhúsum er um Sæviðar sund, en aö fjölbýlishúsi, sam- býli og núverandi byggingu um nýja húsagötu frá Holta- vegi. EINBÝLIS- OG PARHÚS Einnar hæöar einbýlishús og tveggja hæöa parhús mynda lága reglubundna húsaröö út meö Sæviðarsundi. í skilmál- um er lögö rík áhersla á gott heildaryfirbragö þessara húsa. Aðkoma að hverri einingu ein- býlis- og parhúss er um akstíg frá götu í anda núverandi fyrir- komulags lóöa handan göt- unnar viö Sæviöarsund. Bílskúrar eru slitnir frá íbúöarhúsum en mynda sambyggða heild við akstíga og afmarka ásamt íbúöarhúsum garðrými. Breidd akstíga leyfir tvístefnu, sem gefur góöa yfirsýn viö útakstur frá lóöum. Meö bílastæöum viö akstíga er ennfremur komiö í veg fyrir aukiö bílastæöaálag á götu (Sæviðar- sundi) í kjölfar nýrrar byggðar. FJÖLBÝLISHÚS Tveggja hæöa fjölbýlishúsakeðja afmarkar svæöiö til austurs og noröausturs. Aökoma að henni er um nýja húsagötu út frá Holtavegi. Fjölbýlishúsið myndar keöju úr níu smærri einingum tveggja íbúða, einni á hvorri hæö. Þetta gefur, ásamt grunnformi fjölbýlishússins, möguleika á fjölbreyti- legri ásýnd og stærðarhlutföllum í takt viö nálæga byggö. Gert skal ráö fyrir porti í gegnum hverja einingu á neðri hæö, viö stiga upp á pall efri hæö- ar. Þannig fá íbúar neöri og efri hæöar jafnt aðgen- gi aö garörými aö suðvestanverðu og íbúar efri hæöar fá sérinngang meö palli fyrir framan íbúö. í skjóli byggingar er gert ráö fyrir húsagaröi til suö- vesturs, sem liggur aö opnu leiksvæði í miöju hverfi. 44

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.