AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 67

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 67
SIGÞRÚÐUR PÁLSDÓTTIR, ARKITEKT G i' október s.l. var Nýjasta undrabarnið í arkitekt- úrheiminum formlega tekið í notkun. Við skyggnumst nánar inn í tilkomu þessarar sérstöku safnbyggingar sem er á Norður- Spáni. í borginni Bilbao í Baskahéraðinu á Norður-Spáni hefur nýlega risið ein merkileg- asta bygging 20. aldarinnar, en hún hýsir útibú Guggenheimsafnsins í New York. Höfundur byggingarinnar er hinn 69 ára gamli arkitekt Frank O. Gehry, sem búsettur er í Santa Monica í Kaliforníu og hefur hann vakið heimsathygli fyrir sköpunarverk sitt. Engin bygging hefur fengið álíka alþjóðlega umfjöllun síðan Sydney Óperu- húsið var reist á sjöunda áratugnum. AÐDRAGANDINN Um nokkurt skeið höfðu borgaryfirvöld Bilbao- borgar haft áhyggjur af því hversu illa gengi að laða ferðamenn til Baskahéraðsins, sem fram að þessu hafði aðallega verið miðstöð iðnaðar, versl- unar og siglinga. Eftir nokkrar vangaveltur varð niðurstaðan sú að það eina sem gæti bjargað héraðinu væri menning. Áður en hægt væri að hyggja að aukinni ferðamenningu þurfti þó að enduendurbæta samgöngur og samhæfa hafn- arstarfsemina við helstu umferðaræðar þjóðvega- og lestarkerfis. Bilbao á að baki 500 ára sögufer- il og er fjórða stærsta borg Spánar með 2.1 milljón íbúa. 64 HEILDARSKIPULAGIÐ VAR í ÞREMUR LIÐUM: 1) Að Ijúka framkvæmdum á stækkun hafnar- svæðis og útivistarsvæðis borgarinnar. 2) Að endurbæta samgönguleiðir. Var verk- fræðingurinn Norman Foster fenginn til þess að hanna neðanjarðar- og umferðarmiðstöð miðbæj- arkjarnans. Flugvallarsvæðið var í höndum Santi- ago Caltivera og lestar- og strætisvagnakerfið sem hinn látni James Stirling hannaði í upphafi er nú í umsjón Michaels Wilford. 3) Að byggja skrifstofuhúsnæði upp á rúmlega eina milljón rúmfet, verslunar- og íbúðarhúsnæði, sem arkitektinn Cecar Pelli teiknar, ráðstefnu - og tónlistarhöll sem hönnuð er af Frederico Soriano/ Dolores svo og umrætt safn fyrir nútímalist. Áætl- að er að öllum þessum framkvæmdum verði lokið fyrir árið 2000. FRANK O. GEHRY Gehry er kenndur við byggingarstefnu áttunda áratugarins, „deconstruction”, en auðkenni hennar er sveigjanleiki rýmisins með abstrakt sprenging- um á umgjörð kassalögmálsins. Hann hefur verið athafnasamur á sínum starfsferli. Frank er fæddur árið 1929 í Toronto og skírður Frankie Owen Goldberg. Foreldrar Gehrys, sem voru af gyðingaættum, ráku smásöluheildverslun í litlum kanadískum gullnámubæ sem heitir Timmins. Honum var mikið strítt í smábænum, ýmist kallaður fiskfésið eða fiskhausinn með reglulegum líkamlegum árásum frá jafnöldrum sínum. Gehry segir að besti vinur sinn hafi verið amma sín og að þau hafi leikið sér saman á gólfinu við að byggja borgir úr viðarkubbum. Síðar á ævinni, þegar hann var að gera upp við sig hvað hann skyldi taka sér fyrir hendur á lífsleiðinni, mundi hann eftir leikjunum í arkitektúr með ömrnu,, og það gaf mér hugmyndina að það er líka hægt að vera fullorðinn og leika sér“. Eftir að hafa lokið námi frá Harvard's School of Design of Architecture starfaði Gehry á stórri viðurkenndri arkitektastofu, Victor Cruen Associ- ates í Los Angeles. Þremur árum síðar, árið 1962, stofnaði Gehry sína eigin stofu í L.A. Það var góður tími og góð staðsetning fyrir ungan arkitekt. Ólíkt öðrum stórborgarsvæðum var nóg af opnum landsvæðum sem buðu upp á mikla möguleika til byggingarframkvæmda. Gehry hannaði margar smáskrifstofur, verslanir, íbúðarbyggingar, ein- býlishús, verslanakeðjur og skipulagði útivistar- svæði og lystigarða. Einnig hannaði Gehry hús- gögn til fjöldaframleiðslu úr léttum ódýrum límvið við góðar undirtektir. Síðari árin hefur hann gert meira að því að gera stærri og einkennameiri hús- gögn sem seljast í sérverslunum fyrir hátt verð. Árið 1975 giftist Gehry seinni eiginkonu sinni Bertu og festu þau kaup á yfirlátslausu bárujárnklæddu bjálkahúsi við hversdagslega íbúðargötu í Santa Monica. Húsið yfirbyggði hann að hluta með gleri og leyfði útiveggjum að verða að inniveggjum og fleiri óhefðbundar skapandi útfærslur. Þetta hús kom honum reyndar alþjóðlega á bók sem „decon- strucivista” og varð vendipunktur að framhaldi sköpunarfrelsis Gehrys í hönnun bygginga. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.