AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 68
1984-91 reis Chiat/Day skrifstofubyggingin á Main Street í Venice, Kaliforníu meö óreglulegri röö af hallandi burðarsúlum úr múrsteinum og margra metra hárri eftirlíkingu af sjónauka. Áriö 1989 hannaði hann bátalíkneskisbygginguna fyrir Vitra húsgagna- og safnverksmiöjuna Weil Am Rhein safniö í Þýskalandi. Af öörum litríkum byggingum Gehrys má nefna EMR bygginguna og skrifstofu- byggingu fyrir hollenskt tryggingafélag staösett í Prag sem gengur undir heitinu „Fred og Ginger” eins og fræga dansparið. Einnig Weisman lista- safniö, bandaríska sendiráðið í París og ekki síst umtalaða Walt Disney tónlistarhöllin í Los Angeles, heimabækistöö Fíllharmoníusveitar borgarinnar. GUGGENHEIMSAFNIÐ f einni helstu menningarstöð veraldarinnar, New York, er Guggenheim R. Solomon safniö staðsett meö aðalsetur sitt, Fifth Avenue þar sem boga- laga turnbygging bandaríska arkitektsins Franks Lloyd Wright nýtur sín sem eðalmerki „Modern- ismans” fyrr á öldinni. Undanfarin ár hafa stjórn- endur safnsins velt því fyrir sér aö opna einskonar útibú þess í Evrópu. Eftir nokkurn tíma tókust samningar meö þeim og yfirvöldum Bilbaoborgar um aö sérstök bygging yröi reist undir útibú safnsins. Sveitarsjóður Baskahéraðsins skyldi fjármagna bygginguna, en gert var ráð fyrir fjár- magni til þess aö hefja borgina upp úr því drungalega iðnaðaryfirbragði sem á henni haföi hvílt. SAMKEPPNIN Undir vasklegri stjórn Thomas Krens, fram- kvæmdarstjóra Guggenheimsafnsins í New York og héraðsstjórnar Baskahéraösins og spánska listfrömuöarins Carmen Giménez var samkeppni um hönnun safnbyggingarinnar sett í gang. í júní 1991 var aðeins þremur þekktum arkitektum boöin þátttaka í samkeppni um hönnun nýlista- safnsins, þeim Coop Himmenblau, Arata Isoaki og Frank O. Gehry. Allir fengu þeir 3 vikur til þess aö ferðast til Bilbao og leggja fram tillögur. Eftir þessa stuttu samkeppni var Gehry falið verkefniö. Stjórn Baskahéraðsins haföi upphaflega ákveöiö aö safniö yröi staðsett í stórri 19. aldar byggingu í miöbænum. En Gehry fékk stjórnina til þess aö 66

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.