AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 71

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 71
Nærliggjandi er 350 sæta áhorfendastúka. Undir hæsta turni byggingarinnar í austri, sem snýr aö vatninu, eru kaffihús, safnbúð og skrifstofur, sem eru aðgengileg frá megintorgi borgarinnar. Þetta gefur möguleika á að vera með opnunartíma óháða opnunartímum listasafnsins. HLUTVERK SAFNSINS Þetta hof nútímalistar í Bilbao mun að mestu hafa á boðstólum evrópska og bandaríska nútímalist, og verða þá listaverkin fengin að láni frá Guggen- heimsafninu í New York. Thomas Krens segir að vöntun sé á stórum rýmum fyrir nútíma innsetning- arverk og margmiðlunarverk sem listamenn í dag hafa mestan áhuga á að sýna. Listamenn eins og Richard Serra, Francesco Clemente, Jenny Holtz- er og aðrir núlifandi listamenn munu njóta þess að fylla upp í bátalagað sýningarými sem er 450 fet á lengd og 80 fet á breidd (þó með engum sjáan- legum burðarstólpum). Rúmlega helmingur þeirra nítján sýningarýma sem safnið hefur er með hefð- bundinni lögun langhyrnings. Þeir salir sem eru með hallandi veggjum eru flestir með breytanlegu kerfi, þar sem hægt er að rétta upp veggi ef þörf krefur. UPPFYLLING TÍMANS Þhyllip Johnson, einn af stórhöfðingjum í arkitekt- úrheiminum,álítur Bilbaosafnið án efa „merkileg- ustu byggingu okkar tíma”. Arkitektinn Henry Gobb segir: „Jafnvel þó byggingin standi svona stórfenglega undir sjálfstæðu formi sínu er hún alls ekki svo krefjandi að það sjái ekki fyrir annars- konar þróun í byggingarlistinni. Þetta er heldur jákvæð tilraun sem tókst vel og svona eins og heimurinn ætti að vera: Athugum hvað hægt er að gera, gerum skissu og sjáum hvað gerist”. Minnisvarðarstefna arkitektúrsins er þar með að líða undir lok og vegir ruddir til framtíðar á vænt- anlega frjósömu samstarfi milli lista og vísinda. Ný öld er framundan og sveiflan er önnur í bygg- ingartækninni. Frank O. Gehry hefur sannað að byggingar geta verið sem rísandi blóm, fiskar og annarskonar fljótandi form sem samræmast umferðarflæði og fegurðarmati fólksins. Maðurinn er meistari tækninnar og það er á hans valdi að samræma þarfir mannsins í lífvænt en viðkvæmt umhverfi ájörðinni. (Birt meö leyfi © FMGB,Guggenheim Bilbao Museoa,Bilbao,1998. Ljósm.: Erika Barahona Ede. Öll réttindi áskilin. Eftirprentun bönn- uð). GLÆSILBGJ ÚíiVAL AFHEUm OG j íEh IUM. Ei IDAIAUSIR MÖGULEIKAR. Hyrjarhöfði 8 sími: 577 1700 S taðgreiðs luverð: 9.800 kr. m húsgögn i Armúla 44 • sími 553 2035 SANYLÞAKRENNUR Fást í flestum byggingavöruverslunum landsins. 4 AiFABORG ? KNARRARVOGI 4 • 8 568 6755 69

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.