AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Side 79

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Side 79
Lífhvolfin átta eru mismunandi að stærð, það stærsta nær 200 metrum að lengd, 100 metra breidd og 55 metra hæð. (Mynd: Eden-Project). / The eíght life-domes are of different sizes, the iargest is 200m iong, lOOm wide and 55m tall. (Photo: The Eden-Project) um að hanna burðargrind sem væri nægilega há til þess að hýsa tré frá hitabeltissvæðunum og það breið að hún gæti búið plöntunum frá sólríku landslagi Miðjarðarhafs skjól. Hvolfþök byggð á skammlínum Vegna þess hve jarðvegurinn var óstöðugur og sárið eftir námu- gröftinn hvasst, lagði Grimshaw til að burðarvirki garðhúsanna lægi létt á yfirborði landsins. Líkt og sápukúlur sem hver um sig hélt sérstöku lofti, hannaði hann röð átta lífhvolfa í tveimur röðum, hvert og eitt þeirra með fjórum grindum sem tengdust innbyrðis. Til þess að geta smíðað burðarvirkin eins létt og mögulegt væri, vann hann út frá skammlínu-grindinni sem bandaríski hönnuðurinn, uppfinningamaðurinn og umhverfissinninn Buckminster Fuller hafði fengið einkaleyfi á í lok fimmta áratugarins. Skammlínu- reglan vinnur út frá því að tengja flöt yfirborð saman til að geta myndað bogið form. Þannig væri hægt að ná yfir meira svæði en nokkur önnur umgjörð, án burðarsúlna innanhúss, auk þess sem hún gefur óteljandi möguleika við brúnirnar og eftir því sem burðargrindin stækkar verður hún hlutfallslega léttari og sterkari. Með þetta að leiðarljósi, hannaði Nicholas Grimshaw tvö gríðarlega stór lífbelti, 15.600 og 7.000 fer- metra hvort þeirra, sem gróðurhús regnskóganna og hitabeltissvæðis- ins. Fivert lífbelti er gert úr grind úr ryðfríðum stálrörum sem eru saman- sett eins og risastórt Mekkanó úr 625 sexhyrningum. Burðargrindin í heild er gerð úr þrívíðum einingum í tveimur lögum sem eru samtengdar í boga, með 4000 samsetningum og meira en 11.000 slám. Nær því stærra hvolfþakið 200 metrum að lengd, 100 metrum að breidd og 55 metra hæð. ETFE-filman Gríðarleg stærð sexhyrninganna, allt að 11 metrar í þvermál, gerði það ókleift að nota eitt gler til þess að þekja þá. Við athuganir sínar á léttum og þolnum efnum fundu arkitektarnir að þynnan ethyltetrafl- uorethylene (ETFE) byggi yfir ákjósv- anlegum eiginleikum. Þetta iðnaðar- framleidda efni, algengt í dælum og efna- og rafmagnsbúnaði, er gagn- sætt fyrir útfjólubláa geisla, rýrnar ekki við sólarljós, hefur góða einang- run miðað við gler og er 10 sinnum léttara. Filman, þó að hún eigi á hættu að rifna, er auðveld viðgerðar með límbandi úr sama efni, er hægt að endurvinna, hreinsast af sjálfu sér og ber 400 sinnum þyngd sína, þ.e. hún er nægilega sterk til að halda uppi fullorðnum manni. ETFE var greinilega ákjósanlegt efni til þess að móta nokkurs konar púða sem hægt væri að koma þægilega fyrir innan sexhyrninganna og laga þá að mismunandi rúmmáli lífbeltanna. Filman er í þremur lögum en inni í henni er lágþrýstiloft feng- ið frá og viðhaldið af sólarorkunni. Tuttugu og fimm ára líftími efnisins var líka tekinn til greina í hönnuninni og þannig gengið frá að auðvelt væri að skipta á filmum allt eftir þróun nýrrar tækni. Til þess að endurheimta náttúr- una, sem hafði horfið með námu- greftinum, hafði Grimshaw sýnt fram á ótrúlega getu til þess að nýta sól- ina sem aðalorkugjafann við að hita upp hvolfþökin og nýta regnvatnið sem rakagjafa. Auk þess notaði hann endurunnið ál, viðartegundir frá ræktuðum skógum, endurunninn pappír til einangrunar og í veggi voru notuð búr úr ryðfríðu stálneti fyllt muldu grjóti frá staðnum. ■ avs 79

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.