AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 38
Byggingarkostnaður íbúða og byggingareftirlit Stefán Ingólfsson, verkfræöingur og aöjunkt viö Tækniháskóla íslands Fasteignaverð hækkar af ýmsum ástæðum. Þessi grein fjallar um áhrif opinberra aðgerða og starfs- hhátta yfirvalda á fasteignaverð. Yfirvöld geta sé vilji fyrir hendi beitt aðgerðum sem lækka fasteignaverð. Skortur á lóðum, auknar kröfur til bygginga og þunglamalegt bygg- ingareftirlit hafa hins vegar leitt af sér hækkun fasteignaverðs. Hér verður sýnt hvernig þetta hefur gerst. í upp- hafi skulum við líta á tvo grunnþætti fasteignaverðs: efnisleg verðmæti mannvirkja og lóðarverð. Samanlagt mynda þeir markaðsverð. Hlutdeild lóðar er mjög breytileg. í verðmætu verslunarhúsnæði er lóðarhlutinn allt að 50% verðmætis en minna þegar ódýrari fasteignir eins og íbúðar- húsnæði eiga í hlut. Lóðin var þann- ig árið 2000 11 % af markaðsverði meðalíbúðar í fjölbýli í Reykjavík. Efnisleg verðmæti íbúðarhúsnæði voru samkvæmt því 89% af heildar- verði. Lóðarskortur hækkar fasteignaverð Lóðarverð fer stöðugt hækkandi. Greinarhöfundur hefur rannsakað þróun landverðs á höfuðborgar- svæðinu tímabilið 1975-2000. Á þessum aldarfjórðungi hækkaði landverð um 65% að raunvirði, það er 2% á ári. 1975 var lóðarverð 7% af markaðsverði miðlungsíbúðar en hafði hækkað í 11 % árið 2000. Hækkun lóðarverðsins leiddi til 4% hækkunar á húsnæðisverði á tím- abilinu. Hækkun lóðarverðs á sér nokkrar ólíkar ástæður. Verð á landi hefur hækkað að raunvirði síðustu áratugi. Greinilegust er hækkunin á höfuðborgarsvæðinu og landsvæð- um sem liggja innan áhrifa þess, svo sem Suður- og Vesturlandi. Gengið hefur á aðgengilegt bygg- ingarland á höfuðborgarsvæðinu og framboð á byggingarlandi ekki mætt eftirspurn í minnst tvo áratugi. Þörf fyrir nýbyggt íbúðarhúsnæði hefur af þessum sökum ekki verið mætt í langan tíma. Árlega þarf að byggja nýjar íbúðir sem svarar til fjölgunar heimila. Heimilum fjöl- gar mun meira en nemur almennri fólksfjölgun. Sífellt færri einstaklingar eru í heimili svo að íbúðaþörfin vex liðlega helmingi hraðar en fólki fjöl- gar. Skipulagsyfirvöld á höfuðborg- arsvæðinu vanmeta þennan þátt og sjá ekki þörfina fyrir. Við náttúrlega fólksfjölgun svæðisins bætist að fjöl- di fólks flyst af landsbyggðinni og erlendis frá. Til að mæta þörf fyrir nýbyggingar hefði þurft að reisa 1.300 íbúðir á ári síðustu 15-20 ár í stað 1.100 eins og raunin er. Afleiðingin er uppsöfnuð eftirspurn og hækkandi lóðarverð. Efnisleg verðmæti Efnislegir þættir húsnæðis, þ.e. byggingarkostnaður að frádregnum afskriftum, mynda 89% húsnæðis- verðs. Til lengri tíma litið er bygg- ingarkostnaðurinn mikilvægasti þátturinn í myndun fasteignaverðs. Hann hefur síðustu áratugi hækkað um 1 % á ári umfram almennar verð- hækkanir. Byggingarkostnaði má skipta í tvennt. Nálægt 3/4 hlutar hans er svokallaður beinn kostnaður sem er tilkominn vegna kaupa á efni og vinnu og annars sem færa má beint á tiltekna byggingarhluta. Um 1/4 hluti tilheyrir byggingunni óskiptri og nefnist samkostnaður. Yfirvöld hafa afgerandi áhrif á fjárhæð beggja þessara þátta. Lítum á beina kostnaðinn. Efniskostnaður mann- virkja er að miklu leyti ákvarðaður af opinberum fyrirmælum. Magn bygg- ingarefna, svo sem steinsteypu og stáls, fer eftir kröfum byggingarregl- ugerða. Því strangari sem kröfurnar 38 avs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.