AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 64

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 64
gengið um Þjóðminjasafnið endurnýjað Sólver Hafsteinn Sólversson Guðbjargarson Við Hríngbraut í Reykjavík stendur kunnugleg norð- urhlið Þjóðmínjasafnsins í taktföstu formí fúnkisstíls. Ferhyrningar og bogalínur sívalnings eru á sínum stað en horfinn er hinn þungi stigi sem lá upp að inngangi safnsins á annari hæð, og hefur gegnum tíðina reynst mörgum mikil hindrun. Meðfram nýmótuðu taktföstu og stölluðu landslagi í beinum og bogadregnum línum, sem enduróma vel upprunalegan stíl safnsins, opnast fyrir gestum lágreistar tröppur, sem liggja skáhallt upp framhjá nýjum veitingaskála úr gleri með þríbrettu kop- arþaki og að nýjum inngangi á suðurhlið. Þar er komin hálf sívalningslaga viðbygging í sömu breidd og áferð og upprunalegt safnhús ásamt ferhyrningslaga inngangi úr gleri með yfirgripsmiklu flötu koparþaki. Við fyrstu sýn renna glerveggir og glerhurðir inngangsins saman í eina heild, sem aðgreinist þegar gengið er nær. Innan úr þrengslum glerinngangsins opnast rýmið í hálf sívaln- ingslaga látlausan en virðulegan forsal með terrezzo- gólfi, bogadregnu afgreiðsluborði á austurhlið og kunn- uglegum suðurgafl í nýrri mynd. Búið er að umbreyta gaflinum með því að taka út fyrir ferhyrniningslaga opum í mismunandi stærðum á nokkrum stöðum til að opna fyrir flæði safngesta. í gaflinn miðjan er komin há dyra- gætt sem veitir umgjörð fyrir mikinn sívalningslaga stiga sammiðja viðbyggingunni sem marka innganginn í aðal sýningarrýmið á annari hæð og ýtir undir minni fyrri inngangs. Austan megin á gamla suðurgaflinum hefur verið tekið út fyrir opi sem er það fyrsta sem blasir við gestum þegar þeir snúa sér frá afgreiðsluborðinu. Þar er veitingaaðstaða safnsins í nýrri viðbyggingu og og innan af henni er gangur að geirlaga fyrirlestrarsal sem nær þvert í gegnum aðalbygginguna og nýtur dagsbirtu bæði að austan og vestan. Vestanmegin við stigann inn af forsalnum er gengið í gegnum eitt af opum suðurg- aflsins framhjá lyftu fyrir hreyfihamlaða og safnbúð undir stiganum. Þar innan af er bjartur sýningarsalur með Ijós- myndasýningu. Salurinn hefur verið grafinn niður til að auka rýmið og langur milliveggur með vesturhlið hangir yfir gólffletinum og hleypir dagsbirtunni undir sig og gefur rýminu létt yfirbragð. í salnum standa kunnuglegir sýn- ingarskápar Sveins Kjarvals úr tekki sem áður geymdu fornar gersemar en veita Ijósmyndasýningu nú virðulega umgjörð. Miðdepill í arkitektúr safnsins er án efa stiginn í gegnum miðjan suðurgaflinn. Stiginn þrengjast í áttina að miðþrepinu sem er eina þrepið sem er heill hringflötur. Á þessu þrepi mitt í ferhyrnda opinu í gamla suðurgaflinum opnast rýmið aftur eins og staðið sé á orchestrugólfi í forngrísku leikhúsi þar sem afgangur þreppanna upp í safnrýmið eru sæti sýningargesta. Stiginn og umgjörð hans er einkar heillandi upplifun á formum og rými, og ná að tengja upprunalegt safnhús og endurbreytta gerð þess í ákveðna taktfasta heild. Stiginn leiðir gesti að dempuðum sýningarsal og ilmi af eikargólfi sem hefur rutt eldri safnlykt úr vegi. Rýmið er orðið stærra, milli- veggir hafa verið fjarlægðir og grunnsýningin nýtir rýmið til fullnustu. Kunnuglegir munir hafa nú nýja og aðgengi- legri umgjörð sýningarhúsgagna úr plexigleri og oregon furu en hún vekur upp minni leiðandi manna í norænni hönnun og arkitektúr og gefur því grunnsýningunni „nor- rænan“ undirtón. Sýningin veitir háum jafnt sem lágum aðgengi þar sem safngestir geta jafnvel gengið aftur í barndóm. En í hliðarherbergi er hvatt til þess að taka á hlutum svo sem vopnum og verjum. Gamli klassíski forsalurinn í norðurenda er óbreyttur með upprunalegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.