AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Qupperneq 26
Blikastaðir og Btikastaðaiand, séð iátt til þéttbýlis i Mosfellsbæ, Vesturlandsvegur fyrir miðri mynd og
Hamrahlíð til hægri. / Blikastaðir farm and the BHkastaðir area, looking towards Mosfellbær, Vesturtands
road goes through the centre of the picture, Hamratlið to the right.
haldnir í húsakynnum ÍAV í apríl og
maí sl. og stýrði greinarhöfundur
fundum en fulltrúi ÍAV kynnti ramma-
skipulagið.
Unnið var með fjóra
rýnahópa:
1. Fólk á aldrinum 24-38
ára sem búsett er í nág-
renni Blikastaðalands, þ.e.
í Grafarvogs-, Árbæjar- og
Grafarholtshverfum í Reykjavík og
í Mosfellsbæ, 10 manns.
2. Fólk á aldrinum 40 til 55 ára
búsett á svipuðum slóðum og í
hópi 1,13 manns.
3. Fólk á aldrinum 30-45 ára búsett
vítt um höfuðborgarsvæðið, 10
manns.
4. Fagfólk í skipulagsmálum: þrír
arkitektar, einn landslagsarkitekt,
þrír verk- eða tæknifræðingar,
tveir fasteignasalar og einn þygg-
ingameistari, 10 manns. í heildina
tóku því 43 aðilar þátt í matsverk-
efninu í rýnihópum, álíka margar
konur og karlar. Valið í rýnihópana
byggðist m.a. á því að talið var
að hverfið höfðaði mest til yngra
fólks sem byggi í úthverfum í ná-
grenni Blikastaðalands.
í meginatriðum var ofangreindu
MST likani fylgt í þessu matsverk-
efni. Lögð var mikil vinna í að móta
spurningalista með um 40 spurn-
ingum. Þar af voru 10 spurningar
um bakgrunn þátttakenda, 5 um
núverandi húsnæðisaðstæður, 20
um húsnæðis- og búsetuóskir og
5 spurningar um Blikastaðalandið
og skipulag þess. í síðustu spurn-
ingunum var verið að leita eftir fyrstu
viðbrögðum fólks við skipulagi
Blikastaðalands og skipulagi þess
án þess að nokkur kynning hefði
farið fram. (Aðeins ein Ijósmynd
af svæðinu og yfirlitsuppdráttur
af rammaskipulaginu fylgdu með
spurningalista).
Vel tókst til með seinni hluta
fundanna þar sem skipulagstillagan
var kynnt og miklar umræður voru
í öllum hópunum um kosti og galla
hennar. Á fundunum var mikið lagt
upp úr því að allir kæmust að með
sínar ábendingar og að allar ábend-
ingar væru jafnréttháar. Flöfðu marg-
ir þátttakendur orð á því að fundirnir
hefðu bæði verið skemmtilegir og
lærdómsríkir. Bæði úr spurninga-
þætti og umræðuþætti komu fram
margar ágætar ábendingar sem
landeigendur (ÍAV), skipulagsyfirvöld
í Mosfellsbæ og þeir sem vinna að
deiliskipulagi á einstökum hlutum
Blikastaðalands munu nýta sér.
Sem dæmi um atriði sem mikið
var rætt um voru: umferðaröryggi
við tengibraut sem gengur í gegn-
um hverfið, stærð á hverfistorgum
og æskilegt val á þjónustu við þau,
mismunandi aðkoma og frágangur
lóða við fjölbýlishús og fjölbreytni
í húsagerðum. Eins og við mátti
búast kom fram töluverður munur
á viðhorfum fólks bæði eftir kyni og
aldri.
Greinarhöfundur tók saman
greinargrðir fyrir ÍAV um svör og
ábendingar einstakra hópa sem og
samantekt um helstu ábendingar
hópanna í heild. Þá vann greinar-
höfundur forsögn að deiliskipulagi
næstu 5 reita á Blikastaðasvæðinu
(svæðinu er skipt upp í 24 reiti til
deiliskipulags) sem byggðist að
stórum hluta á niðurstöðum á mati
rýnihópanna af rammaskipulagstil-
lögunni.
Lokaorð
Það er mat greinarhöfundar og
þeirra sem tóku þátt í matsvinnunni
á skipulagi Blikastaðalands að þessi
vinna hafi verið mjög vel heppnuð.
Ekki vegna þess að rammaskipu-
lag Teiknistofunnar Arcus hafi verið
slæmt og komið hafi verið í veg fyrir
meiriháttar skipulagsmistök. Heldur
að um er ræða stórt íbúðasvæði þar
sem í framtíðinni munu búa um 6
þúsund manns og mikilvægt er því
að leita sjónarmiða bæði almennings
og annarra fagmanna á vinnslu-
stigi áður en slíkar tillögur eru festar
í sessi í deiliskipulagi. Þarna hefur
einkafyritækð ÍAV riðið á vaðið og
lagt í kostnað við að móta þessi
vinnubrögð sem nýtast munu öðrum
aðilum sem vilja vanda til skipulags
fyrir ný íbúðahverfi. Það var álit þeirra
fagmanna sem tóku þátt í þessari
vinnu að þessi vinnubrögð ættu að
vera fastur liður við skipulag nýrra
íbúðahverfa og ekki síður við endur-
skipulag byggðar í grónum hverfum. ■
26 avs