AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 61
t.d. farartæki. Þessi tækni var tals-
vert almenn þegar fyrir 20. öldina og
notuð m.a. til að knýja lestir, en hún
hefur vikið fyrir annarri tækni.
Franski verkfræðingurinn Guy
Negre hóf hins vegar fyrir nokkru
þróun á bílvél sem er mikil nýjung
á þessu sviði og hefur vakið mikla
athygli erlendis að undanförnu. Hún
er knúin af lofti sem er þjappað
saman í geymi með rafmagni. Þessi
vél getur knúið 5 sæta bíl allt að
200 km án endurhleðslu, en vega-
lendin fer mikið eftir ökuhraða. Þetta
er meira en flestir bíleigendur keyra
daglega, t.d. á höfuðborgarsvæðinu.
Geymarnir eru 90 I og úr trefjaplasti,
sem þegar eru notaðir fyrir jarðgas
(metan) og þola 300 bara þrýsting
og eru því taldir vera alveg öruggir,
líka við árekstur.
Nú er búið að hanna einkabíl,
leigubíl, sem tekur 5 farþega, pallbíl
og sendiferðabíl. Það er hægt að
nota t.d. bensín, dísilolíu eða gas
sem viðbótarorkugjafa og orkan,
sem myndast þegar bremsað er,
er notuð til að bæta lofti á tankinn.
Loftfylling á tankinn tekur 2 mínútur
á loftþjöppunarstöð en einnig er
hægt að stinga honum í samband
á heimili eða vinnustað, en þá tekur
hleðslan um þrjár klst.
Loftþrýstivél er mun léttari en
venjulegar bílvélar og ódýrari í fram-
leiðslu og rekstri. Hönnuðir bílsins
segja að orkunýting sé 70 - 80%.
Þannig verður orkukostnaður minni
en ein króna á hvern ekinn kílóm-
etra. Afl vélarinnar er um 25 kW
við 3500 snún/mínútu og uppgef-
inn hámarkshraði er 110 km/klst.
Vélarnar menga auk þess mun
minna en þegar þær ganga fyrir
venjulegum orkugjöfum og ekki neitt
þegar þær ganga fyrir þjöppuðu
lofti.
Bílarnir eru mjög léttir þar sem
grindin er úr áli, húsið úr trefjaplasti
og vélin mjög létt. Rafkerfi bílsins
er þannig úr garði gert, að það
noti sem minnsta orku. Reiknað er
með, að söluverð bílsins verði um
800.000 kr.
Loftmengun á höfuðborgar-
svæðinu er oft yfir viðmiðunar-
mörkum til að uppfylla skilyrði til að
vera umhverfisvænt. Þar voru talin
árið 1998 um 87.000 bensínknúin
ökutæki, sem notuðu um 87.000
tonn af bensíni, sem skilar sér í um
200.000 tonnum af koldíoxíðmeng-
un. Ef skipt væri út 20.000 bifreiðum
í stað þeirra bensínknúnu, þá gæti
koldíoxíðmengunin minnkað um
60.000 tonn, sem dygði til að upp-
fylla umtalin skilyrði og gera höfuð-
borgarsvæðið umhverfisvænt að
þessu leyti.
Stefna hönnuða bílsins er að
selja framleiðsluleyfi til að framleiða
þá í smáum verksmiðjum, af stærð
(3.000 bílar á ári), sem vel kæmi til
greina hér á landi.
Notaður er adiabatískur ferill í
vélunum, sem leiðir til þess að við
útþenslu loftsins verður útblástur
þess sem er hreint loft um - 15 C°
kalt. Þetta leiðir hugann að því, hvort
svona véltækni myndi ekki henta
mjög vel fyrir fiskibáta og fiskiskip,
þar sem loftþrýstitönkunum yrði
komið fyrir í holrýmum fyrir ofan kjöl
skipanna og útblásturinn notaður til
að kæla aflann.
Það er stórmál á íslandi að nota
rafmagn í stað olíu til að knýja farar-
tæki og skip, bæði til að lækka kost-
nað og skapa öryggi í rekstri. Bíllinn
á að fara í framleiðslu í desember
2004, en þegar er búið að panta
15.000 bíla. Æskilegt er að fá til
íslands 5-10 bíla til prófunar sem
allra fyrst, en beinir hagsmunaaðilar
hér á landi væru: rafveitur, sveitar-
félög, FÍB, Umferðarstofa, stórir
mengunaraðilar svo sem álver og
svo náttúrlega allur almenningur. ■
Ecological cars - The vehicle
of the 21 st century?
Ásgeir Leifsson, Engineer
During the last months we have
been reminded of how our economic
system is sensitive to increasing
oil prices. The use of oil products in
lceland is all together some 800,000
tons a year made up of three main
parts; fuel for cars, ships and air-
planes. The price of oil products has
increased a lot recently and most
factors indicate that this develop-
ment will continue.
Oil will be used up within a few
decades and it can be considered
a crime against coming genera-
tions to burn this valuable material
in engines that only return 20%
efficiency. As a result many peo-
avs 61