AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 22
i/
Alaskalódin. / The
Alaska" building site.
Þétting byggðar
Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræöingur, forstm. Skipulags- og byggingarsviðs, Rvk.
Þétting byggðar er dálítið tísk-
uorð í skipulagsumræðu nútímans.
En hvað þýðir það í raun? Þétting
byggðar felst í því að hemja land-
bruðl (sprawl), en helstu einkenni
þess eru stórar lóðir og gisin þyggð.
Þær borgir sem byggst hafa þann-
ig einkennast af því að stór hluti
íbúa býr í úthverfum og sækir ver-
slun og þjónustu í stórar miðstöðvar
þar sem gert er ráð fyrir auðveldri
aðkomu bíla og nægum bílastæð-
um. Þessar miðstöðvar hýsa ýmist
verslanir, skrifstofur og/eða þjónustu,
s.s. heilsugæslu og skóla. Til að allt
gangi hratt og örugglega fyrir sig
þurfa samgöngumannvirki að vera
umfangsmikil til þess að geta tekið
við sífellt auknum umferðarþunga.
Landnýting af þessu tagi hefur
verið hafin til ákveðins vegs og
virðingar enda er hún að miklu leyti
í samræmi við það sem lengi hefur
verið talin eðlileg framþróun, þ.e.
þróun sem byggist á aukinni fram-
leiðslu og neyslu. Þetta er að mörgu
leyti rökréttur og stefnufastur lífs-
stíll, og í raun lækning á ímyndaðri
eða raunverulegri firringu sem af
sumum er talin fylgja nútímalifnaðar-
háttum. Einstaklingurinn hefur þarna
ákveðna gerð af „frelsi" vegna þess
að fátt getur heft hann, svo fremi
hann haldi sig innan vefs framleiðsl-
ukerfisins.
En því miður hefur komið í Ijós
að þetta lífsmynstur er afar óvist-
vænt því að landbruðl er í raun eins
konar sjálfseyðingarvél. Land á
stóru svæði er brotið til bygginga,
aðaláherslan í samgöngumálum er
á notkun einkabíls og í kjölfarið stór-
aukast umferðarvandamál, jafnframt
því sem félagsleg mismunun og ein-
angrun eykst. Nýlegar vísbendingar
benda jafnvel til þess að gisin borg-
arbyggð hafi bein neikvæð áhrif á
heilsu og holdafar Vesturlandabúa.
Viðbrögð við þessari þróun hafa
meðal annars birst í stefnu sem
kennd er við „ný-borgarvæðingu“
(new urbanism) en samkvæmt
henni er talið hollt að líta til fortíðar
og skipulags borga fyrri alda þar
sem hús standa þétt og samskipti
nágranna og borgaranna almennt
verða óhjákvæmilega meiri en þegar
helsti vettvangur fyrir samskipti fólks
eru stórmarkaðir. Samkvæmt þess-
ari stefnu er ekki nauðsynlegt fyrir
fólk að eiga einkabíl til að nálgast
nauðþurftir eða komast á vinnustað
og því verður hlutur almennings-
samgangna augljóslega mikill. Þá er
leitast við að blanda saman íbúða-
gerðum og búsetumöguleikum,
þannig að ólíkar stéttír geti búið hlið
við hlið og ekki verði til félagsleg ein-
angrun sem jafnan eykur á fordóma
og skilningsleysi í samfélaginu.
Endurlífgun miðborga hefur um
langt skeið verið viðfangsefni skipu-
lagsfræða. Þetta viðfangsefni er tor-
leyst og verður það á meðan land-
bruðl er réttlætt með því að það sé
nauðsynlegur og eðlilegur hluti
framþróunar. Mörgum miðborgum
í hinum vestræna heimi, sem lengi
voru djásn hverrar borgar, hefur
hnignað á síðustu öld en miklum
fjármunum er nú varið til endur-
reisnar þeirra, bæði af menning-
arsögulegum ástæðum og með
þeim rökum sem gilda um þéttingu
byggðar.
Til þess að hægt sé að standa
vörð um þau gæði sem felast í
lifandi miðborg þarf samstöðu
bæði borgara og sveitarfélaga.
Verslunareigendur leitast auðvitað
við að hámarka ágóða starfsemi
sinnar og kjósa því gjarnan að
setjast að þar sem land er ódýrt,
með miklu og góðu aðgengi stór-
bíleigenda. Á meðan verð- og
skattlagning lands tekur ekki tillit til
menningarlegra og vistfræðilegra
þátta heldur skipulagsfræðín áfram
erfiðri baráttu sinni við landbruðl og
hnignandi miðborgir.
í gildandi aðalskipulagi
Reykjavíkur er lögð áhersla á að
þétta byggð í borginni.
Hér er tekið mið af svæðisskipu-
lagi höfuðborgarsvæðisins 2001 -
2024 en megináhersla svæðisskipu-
lagsins er á þéttingu byggðar og
að miðlæg svæði njóti forgangs í
uppbyggingu.
Eins og lesendum má vera Ijóst
af umfjöllun í fjölmiðlum er þétting
byggðar vandasamt verkefni því
með því er verið að breyta umhverfi
sem fólk hefur hugsanlega búið
við árum eða áratugum saman.
Athugasemdir íbúa og mótmæli við
þéttingu byggðar eru nánast regla
fremur en undantekning í Reykjavík.
Ekki þarf að undra að íslenskir
borgarbúar vilji hafa víðsýnt í kring-
um sig og eiga góðan garð til að
heyja ilmandi töðu á sumrin. Þjóð
sem lengst af hefur lifað í dreifbýli
kann að meta þessa kosti sveita-
lífsins. En vandi okkar er sá að þessi
gæði standa varla til boða þeim sem
búa vilja í þéttbýli. Rökin fyrir því
eru tilgreind hér að ofan. Skilningur
á tilgangi þéttingar byggðar er því
nauðsynlegur ef við virkilega viljum
búa til borgarsamfélag á íslandi. ■
22 avs