AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Qupperneq 74
SKOÐUN / OPINION
Stjórnmál og
skipulags-
ákvarðanir
Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og dóms- og
kirkjumálaráöherra.
Stjórnmálastarf hefur mismunandi yfirbragð eftir þeim
viðfangsefnum, sem við er fengist á hverjum tíma. Það
er til dæmis rmikill munur á því að bjóða sig fram til sveit-
arstjórnar eða alþingis, þótt á sama stað sé. í sveitar-
stjórnarmálum eru frambjóðendur í Reykjavík mun nær
umbjóðendum sínum en þegar tekist er á um þjóðmál í
þingkosningunum.
Málefni til úrlausnar snerta einnig að jafnaði persónu-
legan hag borgara meira, þegar tekið er á þeim í bor-
garstjórn og nefndum hennar, en þegar um þau er fjallað
á alþingi. Þetta á ekki síst við, þegar fjaliað er um skipu-
lagsmál. Ákvarðanir í þeim málaflokki vekja einnig oft
hörð viðbrögð, þegar með þeim er gengið nærri skýrum
og augljósum hagsmunum borgaranna.
í lögum og starfsreglum sveitarstjórna hefur verið leit-
ast við að setja ákvörðunum um skipulagsmál þau skil-
yrði, að allir, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, eigi
þess kost að segja álit sitt og koma sjónarmiðum sínum
á framfæri. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki ágreining
en markmið reglnanna er hins vegar, að ferlið stuðli að
sáttum eftir því sem kostur er. Mér hefur á hinn bóginn
oft komið á óvart, hve mál eru langt á veg komin, þegar
ágreiningur kemur upp á yfirborðið.
Á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur eru skipu-
lagsmál að sjálfsögðu mikið rædd og umræðurnar
mótast oft af ólíkum grundvallarsjónarmiðum. Má þar
nefna, að af hálfu sjálfstæðismanna er því haldið fram,
að viðhorf andstæðínga þeirra mótist meira af eigin
óskhyggju en því, sem borgararnir sjálfir vilji. í hugsjón
vinstrsinna felist forræðishyggja, sem aldrei sé góð - og
síst í skipulagsmálum. Þar eigi að leggja sig sérstaklega
fram um að koma til móts við óskir borgaranna. Þessi
grundvallarágreiningur er oft kjarni umræðna í bor-
garstjórn en kemst ekki alltaf til skila vegna næsta inni-
haldslítilla deilna um það, hvort minnihluti hafi samþykkt
skipulagsákvörðun á undirbúningsstigi hennar eða
ekki. Til að forðast slíkt orðaskak hafa sjálfstæðísmenn
í borgarstjórn mótað sér þá stefnu, að hafa almennan
fyrirvara í skipulagsmálum, þar til frestur í auglýsingu er
á enda runninn og unnt að taka afstöðu til málsins með
hliðsjón af öllum sjónarmiðum, sem fram eru komin eftir
hann.
Styrkleika samstarfs í sveitarstjórn má ráða af því, hve
auðvelt henni er að taka ákvarðanir (skipulagsmálum.
Sé meirihluti sundurleitur er líklegt, að hann treysti sér
ekki til að taka umdeildar ákvarðanir í skipulagsmálum
og kjósi oft heldur að gera ekki neitt en að láta reyna á
samstöðu innan meirihlutans.
í Reykjavík er auðvelt að benda á nýleg dæmi um slík
mál. Um mitt sumar 2002, skömmu eftir borgarstjórn-
arkosningar, boðaði borgarstjóri til blaðamannafundar
og tilkynnti að þá um haustið yrði hafist handa við að
gera bílastæði undir Tjörninni, þetta væri einstaklega
hagkvæm og brýn framkvæmd. Síðan hefur ekkert gerst
í þessu máli annað en að það hefur velkst á milli nefnda
og sérfræðinga innan borgarkerfisins. Haustið 2003
sagði varaborgarfulltrúi R-listans af sér, vegna þess að
sagt var, að ákveðið hefði verið, að Austurbæjarbíó skyl-
di víkja fyrir íbúðabyggð þvert á vilja varaborgarfulltrúans,
sem bannað var að viðra skoðun sína í borgarstjórninni.
Hinn 11. ágúst 2004 var hins vegar skýrt frá því, að
R-listinn hefði sameinast um, að Austurbæjarbíó skyldi
standa áfram.
Þessi tvö nærtæku dæm, en unnt er að nefna mörg
fleiri, sýna, að skortur á pólitískri samstöðu leiðir til van-
dræða og stefnuleysis í skipulagsmálum. Eitt er svo,
að ákvarðanir sveiflist á þennan hátt, annað að engar
ákvarðanir séu teknar og áhugasamir framkvæmdamenn
þurfi að bíða í óvissu. Mörg dæmi eru einnig um það í
Reykjavík. í öllum tilvikum er þó verst, að vita ekki, hvar
maður stendur. Betra er að fá neikvætt svar en hvorki já
né nei.
Niðurstaðan er sem sagt sú, að ekki sé unnt að
skjóta sér undír stjórnmálaábyrgð á ákvörðunum í skipu-
lagsmálum, ákvarðanir verður að taka og þeim þarf að
fylgja fram af einurð og með skýrum rökum, um leið og
eins ríkt tillit er tekið til þeirra, sem hafa hagsmuna að
gæta, og frekast er unnt. ■
74 avs