Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 13
12 Veiðimaðurinn 13 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing
Laugardalsá, sem nú er komin í fóstur
hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
næstu árin, er lítið vatnsfall, en
heldur þó vatnsmagni sínu allvel,
jafnvel á þurrkasumrum. Hún er
dragá, á upptök sín í vötnunum á
Skötufjarðarheiði upp undir Glámu
sem er einhver mesta fjallaprýði á
sunnanverðum Vestfjörðum. Ofan af
heiðinni fellur áin til norðurs, í átt til
sjávar í Ísafjarðardjúpi um Efstadal
sem er framan við Laugardal. Þar er
Efstadalsvatn, fallegt veiðivatn og
ríkt af silungi. Það er nokkru minna
umfangs en Laugabólsvatn sem er
nokkru neðar, en fóstrar einnig býsn
af urriða – og laxi reyndar líka
Á milli vatnanna rennur efri hluti
Laugardalsár og stundum má
finna þar lax á stangli, þótt
enginn sé þar veiðistaður merktur. Lax
gengur vísast alla leið upp í Efstadalsvatn
og sjást þar laxar þegar áliðið er sumars.
Aðal laxveiðisvæðið er þó neðan Lauga-
bólsvatns sem hefst í Affallinu sem er
veiðistaður sem sagt er frá hér að neðan.
Laugardalsá er hæglát ásýndum. Frammi
í dalnum skiptast á kyrrlátar breiður,
kátir strengir, fljót og svolitlir dammar
sem þó ná ekki máli í samanburði við
vatnsmeiri ár. Þegar áin nálgast Djúpið
breytir hún um stíl, hraðar sinni för
og breytir um háttu, verður æstari og
ákafari, rétt eins og hún geti ekki beðið
eftir faðmlagi sjávarins sem bíður í
Djúpinu. Rétt undir hið síðasta verður
hún feimin og kyrrlát á ný og fellur svo
í fang hafsins sem tekur á móti henni
mildilega, eins og við er að búast.
Hér eftir mun ég lýsa Laugardalsánni eins
og ég þekki hana, en auðvitað kann að
vera að einhverjir hafi aðra sögu að segja.
Ég hef þó veitt í ánni oftsinnis síðustu
hálfa öld, venjulega miðsumars og hafa
allar þessar ferðir skilið eftir minningar
og þekkingu sem ég reyni að miðla í text-
anum sem á eftir fylgir. Í mínum huga er
Laugardalsáin drottning Vestfjarða og ber
henni virðing og nærgætni sem slíkri.
700
600
500
400
300
200
100
0
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2015 2016 2017 2018
Veiði í Laugardalsá 2008 – 2018 Meðalveiði: 336
Greinarhöfundur með fallega veiði úr Blámýrarfljóti.
Ljósmynd úr safni höfundar.