Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 23
22 Veiðimaðurinn 23 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing
sjó fram. Á bakkanum þeim megin sem
við komum að hylnum er myndarlegur
klettur þar sem ágætt er að tylla sér til
að kasta mæðinni um stund og horfa út
á hylinn. Ekki er ósennilegt að einhver
þeirra laxa sem í hylnum bíða, heilsi
komumanni með myndarlegu stökki –
og kannski fleiri en einn.
Hérna rennur áin í léttum og líflegum
streng en neðan hans opnast hún í fal-
legan og nokkuð langan hyl, uns hún
þrengist á ný og hylnum sleppir. Best er
að byrja efst í strengnum. Hérna liggur
laxinn jafnan mjög ofarlega og örlítið
nær hinu landinu. Þar dýpkar aðeins
og er laxinn þar gjarnan í kantinum.
Gárutúpur eða flugur með slíku bragði
fara hér ákaflega vel og það er falleg og
æsandi sjón að sjá laxinn koma upp á eftir
flugunni og hvolfa sér yfir hana. Margar
slíkar minningar á ég frá Grímhólshyl.
Ein sú eftirminnilegasta – og þar kom
gáruhnúturinn reyndar ekki við sögu
– er frá árinu 1972. Þá hafði faðir minn
heitinn gleymt flugustönginni sinni við
Grímhólshyl og ég var sendur gangandi
ofan úr veiðihúsinu Tvísteinum til að
sækja hana. Kvöldsett var orðið, en laxar
gerðu vart við sig í hylnum. Með von um
að einhverjar mínútur lifðu af veiðitím-
anum þegar á staðinn væri komið, hafði
ég sett flugubox í vasann og hnýtti nú á
tauminn tveggja tommu lúru úr smiðju
Kristjáns Gíslasonar. Branda hét hún og
hafði gefið góða veiði á Iðu sem ég var
farinn að reyna mig við á þeim árum,
þrátt fyrir ungan aldur. Ég slæmdi þessu
veiðarfæri efst í strenginn og það var ekki
að sökum að spyrja, stærðar lax var á í
fyrsta kasti. Í minningunni var baráttan
æsileg. Það var farið að rökkva þegar ég
kom loksins heim í veiðihús, dröslaði með
mér 14 punda hrygnu sem ég hafði glímt
við í góða stund. Mér skildist að foreldrar
mínir hefðu verið farnir að hafa áhyggjur
af mér, en þegar sást í sjónauka hvers
kyns var, var látið kyrrt liggja. Rögnu
Aðalsteinsdóttur á Laugabóli mætti ég á
leið minni upp í veiðihús. Hún var að líta
eftir kindum og hrósaði mér fyrir afrekið.
Mér þótti vænt um það.
Laxinn liggur einnig um miðbikið í Grím-
hólshyl. Það getur verið gaman að þenja
köstin á þeim slóðum – og sjálfsagt að
reyna sig þar – en sannast sagna er efsti
parturinn gjöfulli. Þegar straumurinn er
orðinn hægur er neðar dregur, er sjálfsagt
er að reyna að draga fluguna inn hratt, eða
reyna gáruflugur sem kveikir stundum
ærlega í fiskum sem þarna liggja.
Sigurjónshylur
Þegar áin rennur úr Grímhólshyl sveigir
hún til norðurs og rennur til þeirrar áttar
nokkurn spöl. Sigurjónshyl er að finna á
þeim kafla, en hann dregur nafn sitt af
fyrrnefndum Sigurjóni á Hrafnabjörgum.
Skammt ofan við Sigurjónshyl getur að
líta grunnt sefgróið lón vestanmegin ár
sem á sér farveg út í ána. Þegar hves-
sir í Laugardal gruggast þetta lón upp
og litar ána fyrir neðan. Skammt neðan
afrennslis lónsins gengur lítill garður út í
ána og stöku sinnum má finna lax þar við.
Spottakorn þar fyrir neðan er Sigurjón.
Þetta er ekki með gjöfulli hyljum árinnar,
þótt stöku sinnum auðnist mönnum að
setja þarna í fisk. Þar er vænlegast að
standa aðeins frá bakkanum og kasta í
straumröstina , en einnig getur fiskur
legið út af steini þar neðan við.
Hylurinn er smá spöl frá veginum sem
liggur fram Laugardalinn og líklegt er að
margir telji eftir sér þann göngutúr. En
þótt enginn fáist laxinn þar, er oft hægt
að lenda í góðri urriðaveiði í Sigurjónshyl.
Hagakotsfoss
Hagakotsfoss blasir við frá akveginum
og auðvelt að leggja bíl á lítið stæði sem
þar er að finna. Þetta er nettur foss sem er
reyndar frekar brött flúð sem fellur ofan
í lítinn en djúpan pott og í framhaldinu í
rennu þar neðan við sem grynnist út í átt
að stóru grjóti.Venjulega liggur laxinn í
rennukantinum fjær og hann getur einnig
verið að finna niður undir steininum
og í lænunum beggja vegna við hann.
Vatnsmagn í ánni ræður hér nokkru um.
Straumlagi er þannig háttað í rennunni að
laxinn snýr að veiðimanninum og liggur
þannig skáhallt á straumstefnuna. Haga-
kotsfoss á sinn stað í hjarta mínu, því þar
veiddi ég minn fyrsta lax sumarið 1969.
Og annan skömmu síðar.
Vekja má athygli á tveimur litlum pyttum
rétt ofan við Hagakotsfoss þar sem lax
getur staldrað stutt við þegar hann er í
göngu. Ég hef sjaldan séð lax stökkva í
Hagakotsfossi, enda virðist hann renna
upp heftir klauf í miðju fossberginu. En
þegar vart verður við göngulax í fossinum
er sjálfsagt að skoða vel pyttina ofan hans
sem áður er um getið.
Nokkuð neðan við Hagakotsfoss má segja
að Laugarsalsá breyti um stíl. Í stað þess
að áin sé umlukt lyngmóum og burkna-
grónum ásum þar sem hún rennur kyrrlát
út dalinn, þá herðir hún nú nokkuð á sér
og taka nú við klettar og klungur sem eru
umgjörð árinnar – og er svo langleiðina
til sjávar.
Laugardalsá er hæglát ásýndum. Frammi í dalnum
skiptast á kyrrlátar breiður, kátir strengir,
fljót og svolitlir dammar sem þó ná ekki
máli í samanburði við vatnsmeiri ár.