Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 47

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Page 47
46 Veiðimaðurinn 47 Norsarinn í Elliðaánum É g flutti til Íslands sumarið 2005. Eins og með flesta Norðmenn sem hér búa þá var það ástin sem dró mig hingað,” segir Odd, sem er giftur íslenskri konu. Þau eru bæði flugumferð- arstjórar og kynntust í Noregi tíu árum áður en þau fluttu til Íslands með dóttur sína og son. „Við komum í miðju partíinu og svo varð náttúrlega hrun á Íslandi.“ Odd er alinn upp bænum Gol í Noregi. „Því miður þarf ég oft að vitna í Geilo þegar ég segi Íslendingum hvaðan ég er því margir þeirra þekkja skíðaskólann þar. Gol er sem sagt skammt frá Geilo en það er mikill rígur á milli þessara litlu bæja sem hvor um sig er með um fjögur þúsund íbúa.“ Bambusstöng með engu hjóli „Ég hef veitt síðan ég var lítill gutti. Gol er miðju landinu og veiddi ég silung í litlum vötnum og lækjum sem runnu á þeirra á milli. Ég veiddi bæði á spún og maðk. Í maðkaveðinni notaði ég bambus- stöng með engu hjóli en það var nokkuð algengt í Noregi. Pabbi kynnti mig fyrir þessari veiði. Við veiddum oft svo mikið að ég var orðinn hundleiður á silungi, borðaði alltof mikið af honum.“ Á níunda áratugnum flutti Odd til Stavan- ger, þar sem hóf nám í tölvufræði árið 1983. „Enginn þeirra sem byrjaði með mér skólanum hafði séð tölvu áður en þeir hófu námið. Þegar ég kláraði námið var niðursveifla í tölvubransanum í Noregi og erfitt að fá vinnu þess vegna ákvað ég að læra flugumferðarstjórn. Að því námi loknu var ég sendur norður í Kirkenes, þar sem ég vann í þrjú ár. Þegar ég kom þangað, árið 1992, var ég í raun ekki búinn að veiða neitt í tíu ár. Kirkenes er mikil útivistarparadís þar eru mjög margar flottar laxveiðiár eins og til dæmis Alta, Tana, Neidenelva og síðast en ekki síst Grense Jakobselv, sem eins og nafnið gefur til kynna liggur við landamæri Noregs og Rússlands.“ Laxveiði á landamærum „Einn samstarfélagi minn í Kirkenes var mikill laxveiðimaður og segja má að með honum hafi ég endurnýjað kynni mín af stangaveiðinni. Grense Jakobselv var í miklu uppáhaldi hjá mér á þessum tíma. Þetta er ekki stór á, kannski örlítið stærri en Elliðaárnar, en það sem er merkilegt við hana er að landamæri Noregs og Rúss- lands eru úti í ánni, þar sem hún er dýpst hverju sinni. Þannig að ég hef líklega mjög oft veitt í Rússlandi á þessum árum, án þess að ég hafi í raun gert mér grein fyrir því. Í Neiden hefst veiði á miðnætti 1. júní. Þar gengur þetta þannig fyrir sig að veiðimenn kaupa veiðileyfi og síðan eru biðraðir við bestu veiðistað- ina. Hver veiði- maður má veiða í korter og þá er skipt. Það er engin s v æ ð a s k ip t i n g eins og á Íslandi. Oft var mikið af Finnum þarna og stundum lá við slagsmálum á milli Norðmannanna og Finnanna, því einhverra hluta vegna voru Norð- mennirnir búnir að á k ve ða að Finnarnir væru hálfvitar og öfugt,“ segir Odd og hlær. „Ég var einu sinni þarna við opnun, þá voru tvö til þrjú þúsund manns að fylgjast með og bein útsending í útvarpinu. Ég og félagi minn höfðum gist í tjaldi nóttina áður til að tryggja að við kæmumst að og ég var sem sagt númer tvö, sem þýddi að ég byrjaði á næstbesta veiðistað árinnar. Þetta var minn fyrsti laxveiðitúr og ég var rétt byrjaður að kasta með tvíhendu. Þarna stóð ég með nokkur þúsund manns að fylgjast með og satt að segja var ég ansi stressaður og eiginlega dauðfeg- inn að setja ekki í fisk. Ég veiddi nokkrum sinnum í Neiden á meðan ég var í Kirkenes en til lengdar þótti mér þetta veiði- fyrirkomulag ekki spennandi.“ „ E f t i r á r i n í Kirkenes f lutti Odd til Tromsø í tvö ár. Á þeim árum veiddi hann tvisvar í hinni rómuðu stórlaxaá Alta og Tana og þá með félaga sínum sem hann kynnt- ist í Kirkenes. Við hittum aldrei a l men n i lega á það í Alta. Í annað skiptið sem við fór um feng um við einn af betri stöðum árinnar. Á þeim veiðistað er klöpp, þar sem laxinn getur bunkast upp. Tveimur dögum áður en við fórum voru aðstæður fullkomnar en þá gerði auðvitað úrhellisrigningu, sem þýddi að það óx mikið í ánni og stað- urinn datt út. Við fengum tvo frekar litla laxa og ég landaði líka sex til sjö punda „Ég var einu sinni þarna við opnun, þá voru tvö til þrjú þúsund manns að fylgjast með og bein útsending í útvarpinu. Ég og félagi minn höfð- um gist í tjaldi nóttina áður til að tryggja að við kæmumst að og ég var sem sagt númer tvö, sem þýddi að ég byrjaði á næstbesta veiðistað árinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.