Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 12

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 12
Hefði ekki mátt grípa til mildari aðgerða? Með hliðsjón af samráði okkar við okkar færustu vísindamenn má ljóst vera að raunveruleg hætta hafi verið til staðar að Elliðaánum hafi hnignað enn frekar. Félagið skoðaði ýmsar útfærslur en taldi þær ekki líklegar til árangurs. Minnkun á kvóta úr 2 löxum á stangarvakt í 1 hefði t.d. engu breytt, þar sem meðal- veiði á stangarvakt hefur verið undir 1 laxi undanfarin ár og var 0,6 laxar á stöng síðastliðið sumar. Minnkun maðka- svæðis eða maðkveiðitíma hefði heldur ekki dugað, því staða stofnsins er orðin of veik. Að mati vísindamanna þarf 1.000 hrygnur að hausti í ánum til að nýta fram- leiðslugetu ánna á hverjum tíma, sem er langt umfram raunfjölda undanfarin ár. Eiga maðkveiðimenn samleið með SVFR? Allir veiðimenn eiga samleið með SVFR, svo fremi sem þeir sýna ábyrgð og umgangast náttúruna af virðingu. Margir maðkveiðimenn hafa stundað Elliðaárnar og sótt sér fisk í soðið, t.d. í Sjávarfossi. Þeim stendur að sjálfsögðu til boða að veiða á flugu í ánum og njóta leiðsagnar okkar bestu manna ef þeir kjósa, en einnig býðst félagsmönnum maðkveiði í Gljúfurá, Korpu og Leirvogsá, sem er komin í umsjá SVFR að nýju. Verður áfram efnt til barna- og unglingadaga við Elliðáárnar? Svo sannarlega, enda er barna- og ung- lingastarf félagsins afar mikilvægt í starf- semi félagsins. Á barnadögum á liðnu sumri var stór hluti (og líklega meirihluti) barnanna eingöngu að veiða á flugu. Sum voru að kasta flugu í fyrsta sinn, en virt- ust hafa tæknina í blóðinu. SVFR mun því áfram leggja rækt við barna- og ung- lingastarfið, efla það enn frekar og taka þannig þátt í því að ala upp fluguveiði- menn framtíðarinnar. Til áréttingar hefur SVFR tekið saman nokkrar spurn- ingar og svör, sem kunna að brenna á félagsmönnum. Hafir þú spurningar þá vinsamlega sendu þær á svfr@svfr.is og við gerum okkar besta við að veita svör. Hofsá og Sunnudalsá er enn ein perlan í bókaflokknum um laxveiðiár á Íslandi. Hérna er í fyrsta sinn fjallað um Hofsá og Sunnudalsá, og veiðisvæðunum lýst á einstaklega skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Almennt verð 9700 krónur. SÉRTILBOÐ TIL FÉLAGSMANNA SVFR! Tilboðsverð 5900 krónur og bókin um Langá fylgir með í kaupbæti. HOFSÁ OG SUNNU- DALSÁ HOFSÁ OG SUNNUDALSÁ Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og er stangaveiðihefðin rík á bökkum hennar. Laxveiðisaga árinnar er litrík og nær langt aftur. Þannig eru til skrifaðar veiðiskýrslur árinnar aftur til ársins 1900. Í þessari bók, sem er önnur bókin í nýrri ritröð um íslenskar lax­ veiði ár, tekur Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri fyrri bókarinnar, um Laxá í Kjós og Bugðu, saman fjölbreytt efni um ána. Veiðistaðalýsingu og ágrip af sögunni auk þess að skrá hugleiðingar og veiðisögur all margra veiðimanna sem komið hafa við sögu á bökkum Langár. Bókin er ríkulega skreytt myndum Einars Fals Ingólfssonar, ljósmyndara á Morgunblaðinu, sem hefur m.a. sérhæft sig í stangaveiðiljós­ myndun. Einnig er að finna í bókinni fjölda eldri mynda í sérköflum sem tengja bókina fortíð inni þótt hún komi út í nútíðinni. Langá á Mýrum L angá á M ýrum Eftir Guðmund Guðjónsson Ljósmyndir eftir Einar Fal Ingólfsson E ftir G u ð m u n d G u ð jó n sso n Ljó sm y n d ir eftir E in a r Fa l In g ó lfsso n Langá á Mýrum Litróf Vatnagörðum Reykjavík www.litrof.is + Hofsá í Vopnafirði er ein þekktasta laxveiðiá landsins og hliðará hennar Sunnudalsá er einnig góð laxveiðiá og eru þær oft nefndar í sömu andrá. Hofsá á sér óvenjulega sögu sem laxveiðiá, en á sjötta áratug síðustu aldar hófu breskir veiðimenn að venja komur sínar í Hofsárdal og bundust þeir ánni og sveitinni sterkum böndum. Stóð viðvera þeirra í áratugi og komu þeir mörgu þarfaverkinu af stað, eins og til dæmis vegagerð með ánni og veiðihúsabyggingu í Árhvammi, sem seinna var endurbætt af öðrum með þeim árangri að húsið er nú með þeim glæsilegri á landinu. Bændur fóru þó að nýta ána lítillega uppúr aldamótum tuttugustu aldar og um 1920 var fyrst reynd stangaveiði í ánni og þá af heimamanni. Bók þessi er sú sjötta í ritröð um íslenskar laxveiðiár, en áður hafa komið út bækur um Laxá í Kjós og Bugðu, Langá á Mýrum, Grímsá og Tunguá, Þverá og Kjarrá, Selá og nú Hofsá og Sunnudalsá. Umsjónarmenn eru hinir sömu og áður, Guðmundur Guðjónsson ritstjóri votnogveidi.is og veidislod.is sér um ritstjórn ritaðs efnis og Einar Falur Ingólfsson, myndlistarmaður, ljósmyndari og blaðamaður á Morgunblaðinu er ljósmyndari allra nýrri mynda. Texti bókarinnar er fjölbreyttur og bókin er jafnframt skreytt fjölda glæsilegra ljósmynda, en eitt af sérsviðum Einars Fals er einmitt stangaveiðiljósmyndun. Eldri myndir eru einnig í bókinni, m.a. frá fyrstu árum bresku veiðimannanna og færa þær söguna nær lesendum og tengja bókina fortíðinni þótt hún komi út í nútíðinni. Hofsá og Sunnudalsá Sími 563 6000 • www.litrof.is LITRÓF LITRÓF Hofsá og Sun dalsáH ofsá og S unnud alsá ISBN 978-9935-9220-9-0 G u ð m u n d u r G u ð jó n sso n E in a r Fa lu r In g ó lfsso n Vatnagörðum 14 • 104 Reykjavík Sími 563 6000 • www.litrof.is 12 Elliðaárnar fá sjálfar sig í afmælisgjöf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.