Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 23

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 23
Fyrir veiðimenn sem vilja bæta tækni sína og verða öflugri er bókin mikill fengur. Áratugareynsla Sigga sem veiði- manns og leiðsögumanns er hér borin á borð. Lesendur Veiðimannsins þekkja Sigga vel en flugur hans hafa verið til umfjöllunar í blaðinu á undanförnum misserum enda duglegur við að hanna og hnýta veiðnar flugur. Haugurinn er sennilega sú frægasta en hún er þekkt um allan heim. Siggi hnýtti líka Stangó, 80 ára afmælisflugu SVFR, sem mun koma sterk inn næsta sumar að mati fróðra veiðimanna og kvenna. Af flugum, löxum og mönnum er falleg bók sem fer vel í hendi. Þar er farið yfir sviðið, búnað, umhirðu, hvaða flugur er gott að nota, atferli fiska og mismun- andi veiðiaðferðir svo fátt eitt sé nefnt. Stór kostur bókarinnar er að textinn er knappur en lýsandi. Hugsunin er skýr og þegar á þarf að halda geta veiðimenn sótt sér áratugareynslu Sigga með því að grípa niður í valda kafla, til dæmis þegar á að gára upp lax, hvetja hann til töku með því að strippa fluguna, veiða í rólegum bakkahyl undir moldarbarði þar sem sá silfraði leynist eða í straumhörðum foss- hyl þar sem ótrúlegt magn laxa er undir freyðandi yfirborðinu. Sigurður Héðinn hefur verið óspar á ráð til veiðimanna í gegnum árin. „Það eru engin leyndarmál í veiðinni,“ sagði hann í viðtali við Veiðimanninn um árið og undir það skal tekið. Hér er sagt opinskátt frá og húmorinn aldrei langt undan. Í inngangi vísar Siggi í orð Dame Juliana Berners, höfundar fyrstu þekktu bókar- innar um sportveiðar árið 1496, sem hélt því fram að góður veiðimaður þyrfti að hafa þrjá kosti til að bera. Hann þyrfti að vera heimspekingur, náttúrufræðingur og mannvinur. Hverju orði sannara. Veiðimanninum hefur ekki alltaf gengið vel að lesa vatn og átta sig á því hvar laxar geta legið. Hvar vænlegast er að kasta á þá og hvernig mismunandi vatnshæð getur breytt öllu. Frábær veiðistaður í dag getur verið horfinn á morgun ef það rignir duglega yfir nótt. Í bókinni er sér- stakur kafli um að lesa vatn og er hann kærkominn lesning fyrir veiðimenn. Hvernig væri að sjá fleiri laxa í veiði- ferðum næsta sumars? Höfundur og útgefandi voru svo vin- samlegir að leyfa Veiðimanninum að birta kaflann í heild sinni sem fylgir hér á eftir en fleiri skýringarmyndir er að finna í bókinni. Veiðimaðurinn fagnar því þegar nýjar bækur um stangveiði eru gefnar út. Sigurður Héðinn eða Siggi Haugur eins og flestir þekkja hann í veiðiheimum hef- ur ásamt Drápu gefið út eigulega veiðibók þar sem far- ið er yfir allt sem þú þarft að vita til að geta orðið góður laxveiðimaður. Af flugum, löxum og mönnum 22 Veiðimaðurinn 23 Ný veiðibók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.