Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 31

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 31
lá til Hawaii þar sem hann bætti við sig þekkingu í viðskiptafræðum með áherslu á ferðamál. Hann segir það hafa verið afar áhugavert að fara til Hawaii á þeim tíma, Ísland og Hawaii eigi margt sameiginlegt þar sem um eyjur er að ræða með áþekka jarðfræði. „Veðurfarið er auðvitað það sem skilur helst á milli þessara tveggja heima, en það er eitthvað í fólkinu þar og hér sem er líkt og tengir okkur. Hugsunarháttur þeirra er ekki ólíkur okkar hvað það varðar að þeir vilja njóta dagsins og skipuleggja sig ekki langt fram í tímann. Enda vita þeir það eins og við að það þýðir lítið.“ Sigurþór er flökkukind í jákvæðri mynd þess orðs, er tilfinning þess sem þetta skrifar. Rótlaus kannski sem ungur maður. Hann vann lengi sem fararstjóri og segir að það hafi mótað hann. Hann hefur starfað víða, og hefur mikla reynslu af rekstri. Hann starfaði m.a. áður sem markaðs­ stjóri Kringlunnar og síðar stjórnandi hjá Air Atlanta Icelandic, m.a. stöðvarstjóri í Bretlandi og Indlandi. „En að þessu öllu slepptu þá hef ég einstak­ lega gaman að matargerð; að borða góðan mat í góðum félagsskap. Þar er að vissu leyti mín tenging við veiði og veiðiferðir. Ég hef alltaf notið útivistar og var virkur í starfi Skátanna og Flugbjörgunarsveitanna. Veiðin sameinar þessa hluti sem skipta mig máli. Það að vera úti í náttúrunni í góðum félagsskap. Gera vel við sig í mat og drykk, og veiða í þessari ótrúlegu nátt­ úru sem við höfum aðgang að. Maður fer í einhvers konar núvitund þegar maður er úti í á. Það kemst ekkert annað að annað en árniðurinn. Maður er um stund hluti af náttúrunni og kröftunum sem þar búa.“ Í þessu samhengi minnist Sigurþór þess þegar hann sleppti fyrst laxi, en sá gaf sig í Elliðaánum. „Ég aðhyllist ekki verksmiðjuveiði. Ég er alsæll ef ég fæ einn. Að sleppa laxi er ekki ósvipuð tilfinning og þegar maríulaxinn kom á land. Ótrúleg tilfinning og ég fann að það gerðist eitthvað innra með mér. Þess utan er það skylda okkar að standa vörð um þessa auðlind sem árnar eru og að ganga fram af virðingu við bráðina er stór hluti af þeirri mynd,“ segir Sigurþór sem dregur þó ekki dul á þá gleði sem fylgir því að matreiða og borða sína eigin bráð. Veiðieðlið í dvala Veiðiáhugi Sigurþórs kom til snemma. Veiddi þá töluvert t.d. í Þingvallavatni. Honum fannst veiðin alltaf skemmtileg en viðurkennir að langur tími tók við í hans lífi þar sem veiðin komst ekki að. Kannski vegna þess að ferðalögin og nám þurftu sinn tíma. „Það var svo árið 2012 að vinur minn Ólafur Finnbogason bauð mér í ferð í Laxá í Dölum. Þar fékk ég Maríulaxinn minn og þá fór þetta allt í gang aftur. Veiðiáhuginn var alltaf þarna en þessi ferð í Dalina þurfti til að kveikja aftur á forritinu, ef svo má segja,“ segir Sigurþór brosandi. „Kannski komu aðrir veiðitúrar fyrir þennan tíma en ég rek upphafið samt til þessarar ferðar, því það situr mjög í manni að fá fyrsta laxinn – sú upplifun öll sem allir veiðimenn geta rifjað upp í smáatriðum. Þetta var enginn stórlax en á þeim tímapunkti hefði stærðin engu breytt. Það var bara þetta að finna tökuna og landa fyrsta laxinum. Það var ótrúleg upplifun. Leiðsögumaðurinn í það skiptið var Árni Friðleifsson, fyrrverandi formaður félagsins, sem hjálpaði mér að koma þessu í kring,“ segir Sigurþór og má því segja að Stangaveiðifélagið hafi verið allt um kring þennan dag, en Ólafur er eins og félagsmenn þekkja einn stjórnarmanna félagsins. Veiðir of lítið Sigurþór segist ekki veiða nógu mikið, spurður um hans veiðiskap. „Þegar maður er kominn í þennan félags­ skap, og vinnur fyrir félagið, og sér hversu mikið sumir veiða þá verður allt annað frekar lítilfjörlegt. Ég er því ekki mikill veiðimaður við hliðina á mörgum sem eru hér félagsmenn. Ég hef heimsótt Haukadalsána og Langá núna síðustu ár. Við eigum núna okkar föstu daga í Langánni. Svo hef ég veitt hér og þar, en myndi segja að ég veiði frekar lítið. Eða of lítið, réttara sagt. Það má þó við það bæta að þeir sem veljast til starfa hjá félaginu hafa ekki mikil tækifæri til að veiða mikið. Sumarið er einfaldlega álagstími í starfi félagsins og ég veiði því minna en annars væri, kannski,“ segir Sigurþór. Spurður hvort hann hafi falast eftir starfi Á Horninu við Haukadalsá með Ólafi Finnbogasyni. 30 Veiðimaðurinn 31 Góður vinur endurvakti veiðiáhugann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.