Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 37
að byrja efst, fara til dæmis með Sun Ray
Shadow, eða annari girnilegri flugu, hratt
yfir allan staðinn og finna fiskinn. Þegar
maður rekst á fisk, en atlagan heppnast
ekki hjá laxinum, þá hvíli ég staðinn og
fer yfir í seinna rennsli með Silver Sheep.
Getur ekki klikkað!
Þó svo að Haukadalsá hafi gott forðabúr
í Haukadalsvatni þá er hún ekki ónæm
fyrir þurrkum. Long Strong verður þó
aldrei óveiðanlegur en í sæmilegu vatni
þá býður þessi langi staður upp á frábært
rennsli fyrir fluguna og auðveldlega hægt
að gleyma stund og stað. Að sjá fluguna
skauta niður hylinn og bíða eftir því að
kröftugir fiskar ráðist á agnið er engu líkt.
Eitt og aðeins eitt er út á Long Strong að
setja. En það er að aðstaða til þess að tylla
sér niður og njóta þess að horfa yfir stað-
inn er bágborin frá náttúrunnar hendi. Vil
ég því nota tækifærið og skora á árnefnd
Haukadalsár að koma þar fyrir eins og
einum trébekk sem hægt væri að tylla
sér á og bíða þess að veiðifélaginn drulli
sér neðar og neðar og komi að lokum
upp úr svo ég komist aftur út í og geti
endurtekið ævintýrið!
93 sm hængur sem féll fyrir Silver Sheep nr. 14 í fyrstu ferð Halldórs í Haukadalsá. Eftir spennandi viðurgeign var ein
mynd tekin og höfðingjanum síðan sleppt.
JEEP® GRAND CHEROKEE
FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA
35” BREYTINGU
ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF - ALVÖRU VEIÐIBÍLAR
GLÆSILEGT ÚTLIT, NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI, S.S.
12” UPPLÝSINGA- OG SNERTISKJÁR, 360° MYNDAVÉL, SKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN,
FJARSTÝRÐ OPNUN AFTURHLERA. FÁANLEGUR Í CREW CAB OG MEGA CAB ÚTFÆRSLUM.
BJÓÐUM UPP Á 35” TIL 40” BREYTINGAPAKKA.
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING
AÐ AFTAN, LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI,
RAFDRIFINN AFTURHLERI OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI.
UMBOÐSAÐILI RAM
Á ÍSLANDIRAM 3500
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS
ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
37” BREYTTUR
CREW CAB
36 Uppáhaldshylur