Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 59
allt sitji vel á sínum stað. Dýrmætar og
framandi fjaðrir leika svo lykilhlutverk
í að búa til rétt mynstur og hlutföll. Að
hnýta eina flugu getur tekið allt að þrjá
daga og tímakaupið því ekki hátt. Flugur
Harðar eru fyrst og fremst sýningargripir
og augnakonfekt. Hann vill hafa búkinn
þykkan eins og á klassísku flugunum hér
áður fyrr þó svo í dag hnýti menn og veiði
á mun rennilegri flugur.
Uppruninn
Á 19. öldinni má segja að stangveiðin
hafi tekið stórt stökk fram á við. Nýjar
stangir, betri línur og öflugri hjól komu
fram á sjónarsviðið. Liprari búnaður létti
mönnum lífið, það var hægt að kasta mun
lengra en áður og laxaflugurnar urðu
litríkari eins og lesa má um í hinni ágætu
bók Fluguveiði sem Almenna bókafélagið
gaf út árið 1992.
„Tengslin milli hinna bosmamiklu laxa-
flugna og Viktoríuskeiðsins í breskri
sögu eru augljós og athyglisverð. Áhugi
kvenna á stórkostlegum búningum og
fjaðurskrýddum höttum gerði innflutning
framandlegra fjaðra að arðbæru starfi.
Hefðarmenn sem stunduðu laxveiði lögðu
síðan sitt af mörkum til að stækka notk-
unarsviðið. Tilteknar flugugerðir, t.d.
Thunder and Lightning, Black Dose, Silver
Doctor, Black Doctor og fleiri fullklæddar
laxarflugur, urðu til á þessum árum þegar
ofskrúð var í tísku.“
Í kjölfarið tóku menn til við að létta flug-
urnar og einfalda til að gera þær veiði-
legri. Veiðistangir urðu líka meðfærilegri.
Í Bandaríkjunum hóf Orvis nokkur að
fjöldaframleiða gæðastengur og skömmu
síðar kollegi hans Hardy á Englandi. Nöfn
þeirra lifa enn í dag.
Stangveiði á Bretlandseyjum var langt
frá því að vera almenningsíþrótt á 19.
öld og segja má að aðalsmaður nokkur,
Majór John P. Traherne, hafi breytt leik-
reglunum þegar hann mætti með glæsi-
legar laxaflugur sínar á stóra fluguveiði-
sýningu í Lundúnum árið 1883.
„Hann setti allt á annan endann, vann öll
verðlaun sem hægt var að vinna og sló í
gegn. Þetta var allt öðru vísi en annað
sem hafði verið í boði - eins og að koma
með kúbisma inn í klassíska málun. Það
var alltaf litið svo á að því litríkari fjaðrir
sem þú notaðir að því meiri listamaður
værir þú. Traherne lagði áherslu á að nota
eingöngu náttúrulegar ólitaðar fjaðrir og
hann hnýtti listaverk sín úr afgöngum. Úr
fjöðrum sem sátu eftir þegar búið var að
hnýta hefðbundnar laxaflugur 19. aldar-
innar. Úr fjöðrum sem þóttu of litlar eða
of stórar fyrir flugur samtímans. Hann
hugsaði út fyrir kassann.“
Traherne mætti til leiks með 18 flugur
og fleiri bættust í safnið á næstu árum.
„Megnið af Traherne seríunni er það sem
heillar mig einna mest.“ Traherne hann-
aði og hnýtti alls 28 flugur svo vitað sé og
þykir hann einn frjóasti fluguhönnuður
allra tíma. Hann bjó til sín eigin mynstur
og samsetningar - fetaði ótroðnar slóðir.
Traherne veiddi á Írlandi, í Skotlandi og
Noregi þar sem hann átti sínar drauma-
stundir. „Hann var feykilega góður veiði-
maður,“ segir Hörður og veiðiskýrslur
hans bera þess glöggt vitni. Árið 1865
veiddi hann í ágúst 165 laxa á fimmtán
„Ég hnýtti fyrst bara fyrir mig en svo fór ég að hugsa
hvort ekki væri skemmtilegt að flugurnar væru upp
á vegg einhvers staðar svo fleiri gætu notið.“
Dali stærð 6/0
58 Veiðimaðurinn 59 Litríkar listaverkaflugur