Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 76

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 76
76 Veiðimaðurinn 77 Að gera tómstundagaman sitt að vinnu Ein fyrsta netverslunin Að sögn Ólafs er verslunarrekstur á Íslandi almennt krefjandi því markað- urinn er lítill. Hann segir að fyrstu árin hjá þeim hjónum hafi verið erfið en með mikilli vinnu hafi hjólin farið að snúast. Þau hafi lagt áherslu á að lengja sölu- tímabilið og flytja inn meira sjálf til að ná betri verðum og það hafi skilað árangri. Einnig hafi þau stofnað netverslun árið 1999 en Ólafur segir að þá hafi einungis örfáar verslanir selt vörur á netinu. „Við fundum amerískt sölukerfi á netinu. Ég þýddi þetta og strákurinn minn, sem þá var fimmtán ára, sá um tæknimálin,“ segir hann. „Veltan á netinu er samt bara brot af heildarveltunni hjá okkur. Ég held að það helgist af smæð markaðarins og þeirri staðreynd að það er stutt fyrir við- skiptavininn að fara út í búð. Á Íslandi held ég að fólk skoði vörur á netinu, geri samanburð á milli verslana, og fari síðan smá rúnt til á milli þeirra til að berja þær augum og prófa. Þetta er svolítið annar veruleiki en blasir við víða úti í heimi. Það tekur gott vinafólk okkar, sem býr í San Fransisco, þrjá klukkutíma að keyra í næstu veiðiverslun. Af þeim sökum kaupa þau mest allan sinn búnað á netinu.“ Þegar kreppan skall á með hvelli Hjónin ráku verslunina í Hafnarstræti til ársins örlagaríka 2008. „Ég hafði það á tilfinningunni í mars 2008 að bankapartíið væri að verða búið. Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég fékk þessa tilfinningu. Ég var að lesa Moggann um borð í flugvél á leiðinni heim af byssusýningu. Þá sá ég að það var mikið flökt á gengi krónunnar og hugsaði með mér að nú væri eitthvað verið að fikta og fegra ársfjórðungsupp- gjörin. Það væri eitthvað að fara að gerast. Auðvitað vonaði maður að það myndi bara leka hægt úr blöðrunni frekar en að hún myndi springa. Við vorum með sex mánaða uppsagnarfrest á leiguhús- næðinu og ákváðum að segja leigunni upp um mánaðamótin mars - apríl og sluppum því út rétt áður en kreppan skall á með hvelli.” Á þessum tíma voru þau hjón búin að reka verslunina í Síðumúla frá árinu 2001. Og um tíma voru þau líka með verslun í Kringlunni í tvö og hálft ár. En eftir að leigunni var sagt upp í Hafnarstrætinu færðist þungamiðja rekstursins upp í Síðumúla, þar sem hún hefur verið síðan. Árið 2007 keypti Veiðihornið rekstur Sportbúðarinnar við Krókháls. Í upphafi var verslunin rekin að Krókhálsi 5. „Við gerðum fimm ára húsaleigusamning, sem var mjög óhagstæður undir lokin. Við reyndum að semja um betri kjör en eigendur húsnæðisins voru ekki til í það. Á sama tíma var Harðviðarval, sem er hinum megin við götuna við Krókháls 4, að minnka við sig og við ákváðum að færa okkur yfir og leigja verslunarrými þar.” Verslunin við Krókháls var um tíma rekin undir nafninu Veiðilagerinn. „Markaðurinn gjörbreyttist eftir hrun. Það hægðist á sölu á dýrari vöru en sprenging varð í sölu á ódýrari vöru. Fólk hafði meiri tíma. Það var ekki að fara mikið til sólarlanda heldur eyddi fríinu innanlands og þá var vinsælt að fara í veiði. Það varð til fullt af nýjum veiði- mönnum á þessum árum. Í Veiðilagernum sveigðum við okkur í átt að þessum nýja markaði og þar buðum við upp á ódýrar veiðivörur. Þetta gekk mjög vel á sumrin en var rólegt yfir vetrartímann.“ Á vormánuðum 2016 var farið í miklar breytingar á húsnæðinu við Krókháls. Í byrjun maí það ár opnaði ný og endurbætt verslun undir merki nafni og merki Veiði- mannsins. Veiðiverslunin Veiðimaðurinn lifir því enn góðu lífi og fagnar á næsta ári 80 ára afmæli sínu. Albert Erlingsson, stofnandi Veiðimannsins, ásamt Paul O’Keefe, virða fyrir sér forláta Hardy-stöng þegar verslunin flutti í húsnæði Ingólfsapóteks á horni Nausta og Hafnarstrætis við Hafnarstræti 5 árið 1987. Myndin birtist í Vikunni í desember það ár. Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu í janúar árið 1947.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.