Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 80
„Við félagarnir höfum brennandi áhuga
á veiði og langaði að koma með ferskar
áherslur og ný sjónarhorn inni í fræðslu-
kvöld félagsins,“ segir Hrafn Ágústs-
son, ný formaður fræðslunefndar SVFR
í spjalli við Veiðimanninn, en flestir
stangveiðimenn þekkja Hrafn fyrir
ódrepandi áhuga sinn á þurrfluguveiði og
kannski ekki síst fyrir starf sitt í Laxárdal.
Hrafn, ásamt Óla bróður sínum, hefur
veitt í Laxárdalnum frá árinu 1983 og
fáir þekkja svæðið betur en einmitt þeir.
Þeir eru þekktir sem Caddis-bræður og
hafa veiðimenn notið leiðsagnar þeirra í
dalnum um árabil í þeirri perlu sem neðri
hluti Laxár í Mývatnssveit vissulega er.
Hrafn hefur verið ódrepandi í að kynna
veiðimenn fyrir svæðinu og þurrflugu-
veiði. Fjölmargir hafa notið þess að kasta
í fyrsta sinn á þessu svæði undir vök-
ulu auga hans. Því lá beinast við fyrir
„kennarann“ að færa út kvíarnar og
fræðslunefndin var tilvalinn vettvangur.
Hrafn segir fræðslunefndir fyrri ára
hafa byggt upp skemmtilegt starf innan
félagsins.
„Það verður áskorun fyrir okkur félagana
í nýrri fræðslunefnd að feta í fótsporin
og enn erfiðara að gera betur en við
ætlum að taka þeirri áskorun að lyfta
fræðslustarfinu enn hærra en fyrr,“ segir
Hrafn. Það er ekki erfitt að sjá eldmóðinn
í augum nýja formannsins, sem veit upp
á hár hvaða verkefni bíða.
„Sérstaklega langar okkur langar að
stuðla að dýpri þekkingu veiðimanna
á lífríki og veiðitækni. Nördast með
veiðiáhugamálið út frá sem flestum sjón-
arhornum og þannig auka upplifunina á
þeim allt of fáu stundum sem við stígum
dans við veiðigyðjuna.“
Ný fræðslunefnd er að skipuleggja fimm
„mögnuð“ kvöld frá janúar til maí, þar
sem nefndin fær marga meistara til
opna nýjar leiðir, kenna nýjar aðferðir
og segja frá leyniaðferðum og stöðum.
Veita upplýsingar sem að sjálfsögðu fara
ekki lengra.
„Við ætlum að leggja meiri áherslu en
áður á silungsveiðar og hjálpa ungu
veiðifólki að stíga dýpra inn í áhugamálið
með hjálp eldri og reyndari meistara.
Við verðum til dæmis með veiðikennslu
í vorsilungsveiðinni í Elliðaánum og
síðan verður hinn klassíski barna- og
ungmennadagur á laxatímanum næsta
sumar,“ segir Hrafn og það er ljóst að
spennandi tímar eru framundan.
„Við vonum sannarlega að félagsmenn
verði duglegir að sækja kvöldin á nýju
ári fram til vors og taki með sér gesti. Það
er stefnan að gamli samfélagsmiðillinn
„Maður er manns gaman“ komi sterkur
inn á fræðslukvöldunum,“ segir Hrafn.
Ný fræðslunefnd SVFR
„Viljum stuðla
að dýpri þekkingu
veiðimanna“
Ný fræðslunefnd SVFR hefur tekið til starfa og það
er óhætt að segja að þar séu engir aukvisar á ferð sem
eru í fyrsta sinn að kasta agni fyrir fiska. Formaðurinn
segir spennandi tíma framundan.
Eɷir
Steingrím Sævarr Ólafsson
Veiðimaðurinn 81