Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 99

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 99
Ó hætt er að segja að þetta hafi gengið eftir. Kvenna- deildin hefur nú starfað í sex ár og á þeim tíma vaxið fiskur um hrygg. Margar nýjar konur Anna Þórunn Reynis, viðskiptafræðingur og forstöðumaður hjá Vegagerðinni, er formaður Kvennadeildarinnar í dag. Hún segir að félagsstarfið blómstri. Hátt í þrjátíu konur hafi mætt á síðasta opna hús, sem sé algjör metþátttaka. Kristín Ósk og Harpa hafi einmitt mætt á þann fund og mjög skemmtilegt hafi verið fyrir þær að sjá hversu vel starfið gangi. Að sögn Önnu er stefnt að því að halda þrjá fundi eða opin hús á nýju ári, auk þess sem Kvennadeildin muni taka þátt í árlegum vorfagnaði Stangaveiðifélagsins og standa fyrir haustfagnaði. Þá sé einnig stefnt að því að bjóða konum upp á kast- kennslu í maí. „Það er allir velkomnir þegar við erum með opið hús, líka karlmenn,“ segir Anna. „Við miðum samt við að þessir viðburðir henti konum, bæði byrjendum í stangaveiði sem og þeim sem lengra eru komnar. Við reynum líka helst að hafa kvenfyrirlesara.“ Anna segir að á þessu ári hafi mjög margar nýjar og ungar konur látið sjá sig og sérstaklega hafi þær verið áberandi í kvennaferðinni sem farin var í Langá í lok sumars. „Dagskráin hjá okkur í vetur mun svolítið taka mið af þessu. Margar þessara kvenna eru byrjendur og við viljum koma til móts við þær þegar við verðum með opið hús. Við munum kenna hvernig á að bera sig við að landa laxi, fræða þær um veiðibún- aðinn; línur, hjól og veiðistangir. Á vorin erum við líka með veiðistaðalýsingar, þar sem við fáum kunnáttufólk til að segja okkur frá nokkrum ám.“ Happy hour-taskan En það eru líka önnur praktísk mál sem farið er yfir á opnum húsum Kvenna- deildarinnar. „Við förum vandlega yfir það hvað á að vera í happy hour-töskunni og auðvitað hvernig á að taka mynd af sér með laxi. Margar kvennanna hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig laxinn á að vera þegar mynd er tekin og helst á gædinn ekki að vera með,“ segir Anna og hlær. Anna segir nokkuð algengt að konur, sem hafi kannski um árabil stundað veiði með maka sínum, láti sjá sig á opnum húsum og í kvennaferðum Kvennadeildarinnar. Þetta þýði ekki að þær hætti að veiða með mak- anum heldur séu þær að sækja í öðruvísi félagsskap — vilji kynnast öðrum konum sem stunda stangaveiði. Þessi staðreynd „Við förum vandlega yfir það hvað á að vera í happy hour-töskunni og auðvitað hvernig á að taka mynd af sér með laxi.“ María Hrönn Magnúsdóttir, sem situr í stjórn Kvennadeildarinnar, með lax. Alls veiddu átta konur maríulaxinn sinn í kvennaferðinni í Langá síðasta sumar. Hér má sjá sex af þeim. Kristín Ósk Reynisdóttir, einn af stofnendum Kvenna- deildar SVFR, með lax sem hún veiddi í Langá. 98 Veiðimaðurinn 99 „Tímir varla að sofa það er svo gaman“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.