Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 99
Ó hætt er að segja að þetta
hafi gengið eftir. Kvenna-
deildin hefur nú starfað
í sex ár og á þeim tíma
vaxið fiskur um hrygg.
Margar nýjar konur
Anna Þórunn Reynis, viðskiptafræðingur
og forstöðumaður hjá Vegagerðinni, er
formaður Kvennadeildarinnar í dag. Hún
segir að félagsstarfið blómstri. Hátt í þrjátíu
konur hafi mætt á síðasta opna hús, sem sé
algjör metþátttaka. Kristín Ósk og Harpa
hafi einmitt mætt á þann fund og mjög
skemmtilegt hafi verið fyrir þær að sjá
hversu vel starfið gangi.
Að sögn Önnu er stefnt að því að halda
þrjá fundi eða opin hús á nýju ári, auk
þess sem Kvennadeildin muni taka þátt í
árlegum vorfagnaði Stangaveiðifélagsins
og standa fyrir haustfagnaði. Þá sé einnig
stefnt að því að bjóða konum upp á kast-
kennslu í maí.
„Það er allir velkomnir þegar við erum með
opið hús, líka karlmenn,“ segir Anna. „Við
miðum samt við að þessir viðburðir henti
konum, bæði byrjendum í stangaveiði
sem og þeim sem lengra eru komnar. Við
reynum líka helst að hafa kvenfyrirlesara.“
Anna segir að á þessu ári hafi mjög
margar nýjar og ungar konur látið sjá sig
og sérstaklega hafi þær verið áberandi í
kvennaferðinni sem farin var í Langá í
lok sumars.
„Dagskráin hjá okkur í vetur mun svolítið
taka mið af þessu. Margar þessara kvenna
eru byrjendur og við viljum koma til móts
við þær þegar við verðum með opið hús.
Við munum kenna hvernig á að bera sig
við að landa laxi, fræða þær um veiðibún-
aðinn; línur, hjól og veiðistangir. Á vorin
erum við líka með veiðistaðalýsingar, þar
sem við fáum kunnáttufólk til að segja
okkur frá nokkrum ám.“
Happy hour-taskan
En það eru líka önnur praktísk mál sem
farið er yfir á opnum húsum Kvenna-
deildarinnar.
„Við förum vandlega yfir það hvað á að vera
í happy hour-töskunni og auðvitað hvernig
á að taka mynd af sér með laxi. Margar
kvennanna hafa mjög sterkar skoðanir á
því hvernig laxinn á að vera þegar mynd er
tekin og helst á gædinn ekki að vera með,“
segir Anna og hlær.
Anna segir nokkuð algengt að konur, sem
hafi kannski um árabil stundað veiði með
maka sínum, láti sjá sig á opnum húsum og
í kvennaferðum Kvennadeildarinnar. Þetta
þýði ekki að þær hætti að veiða með mak-
anum heldur séu þær að sækja í öðruvísi
félagsskap — vilji kynnast öðrum konum
sem stunda stangaveiði. Þessi staðreynd
„Við förum vandlega
yfir það hvað á að vera
í happy hour-töskunni
og auðvitað hvernig
á að taka mynd af
sér með laxi.“
María Hrönn Magnúsdóttir, sem situr í stjórn
Kvennadeildarinnar, með lax.
Alls veiddu átta konur maríulaxinn sinn í kvennaferðinni í Langá síðasta sumar. Hér má sjá sex af þeim.
Kristín Ósk Reynisdóttir, einn af stofnendum Kvenna-
deildar SVFR, með lax sem hún veiddi í Langá.
98 Veiðimaðurinn 99 „Tímir varla að sofa það er svo gaman“