Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 100
„Það voru mörg ný andlit
í ferðinni síðasta sumar,
sem var mjög gleðilegt.
Stemmingin var ótrú-
lega góð og sem dæmi þá
var byrjað að dansa fyrir
kvöldmat og eftir mat var
haldið áfram.“
endurspegli meðal annars vel hversu tíma-
bært það hafi verið stofna sérstaka deild
fyrir konur innan Stangaveiðifélagsins.
„Ég held að sífellt fleiri konur séu að fá
áhuga á stangaveiði. Konur eru minna
uppteknar af kampavíninu og hafa orðið
meiri áhuga á veiðinni sjálfri,“ segir Anna
og brosir. „Áhuginn er smitandi og oft er
þetta þannig að kona í veiði fær vinkonu
sína með sér og þannig koll af kolli. Þetta
getur verið fljótt að gerast.“
Ótrúleg ferð í Langá
Kvennadeildin stendur árlega fyrir kvenna-
veiðiferð. Í lok síðasta sumar var farið í
Langá á Mýrum og óhætt er að segja að sú
ferð hafi verið eftirminnileg.
Anna segir að útlitið hafi nú ekki verið sér-
staklega gott fram eftir sumri. Viðvarandi
hlýindi og vatnsleysi hafi sett sitt mark á
ár á Vesturlandi. Guðirnir hafi aftur á móti
verið með þeim liði og aðstæðurnar orðnar
frábæra þegar þær hafi mætt um mánaða-
mótin ágúst- september. Á endanum hafi
ferðin verið fullkomin. Íslandsmet ef ekki
heimsmet hafi verið sett í löndun Maríu-
laxa en alls hafi átta konur veitt sinn fyrsta
lax í ferðinni. Ekki nóg með það heldur
hafi hollið landað 36 löxum í tveggja daga
veiðiferð. Eftir því sem Veiðimaðurinn
kemst næst landaði ekkert holl fleiri löxum
síðasta sumar í Langá.
„Það voru mörg ný andlit í ferðinni síð-
asta sumar, sem var mjög gleðilegt,“ segir
Anna. „Stemmingin var ótrúlega góð og
sem dæmi þá var byrjað að dansa fyrir
kvöldmat og eftir mat var haldið áfram.
Það er alveg hrikalega gaman í þessum
kvennaveiðiferðum - maður tímir varla
sofa það er svo gaman. Í þessu ferðum þá
erum við alltaf með vana gæda og það er
ómetanlegt. Þeir eru ekki bara að leiða
okkur á góða veiðistaði heldur eru þeir líka
kennarar. Byrjendur fá því mjög mikið út
úr þessum ferðum.“
Biðlisti fyrir næstu ferð
Leikurinn verður endurtekin næsta sumars
þegar Kvennadeildin fer með hóp í Langá
30. ágúst.
„Það er gaman að segja frá því að það þegar
orðið fullt í þessa ferð og kominn biðlisti.
Það hefur aldrei gerst áður.“
Anna segir að konur vilji oft vera þrjár
saman á stöng en venjan hér á landi er
að tveir veiði saman á stöng. Spurð hvers
vegna þetta sé svona svarar hún: „Þegar
ein er úti í á að veiða þá er nauðsynlegt að
sú sem bíði hafi félagsskap á bakkanum.
Þetta er ekki vegna þess að það sé ódýrara
að vera þrjár á stöng heldur einfaldlega
vegna þess að við viljum góða stemmn-
ingu.“
Anna, sem hefur gegn formennsku í
Kvennadeildinni í nokkur ár, segist ætla að
víkja úr formannssætinu í vor. „Ég tel mjög
mikilvægt að endurnýja í stjórnum reglu-
lega og þess vegna vil ég hleypa nýjum að.“
Það var stemming í Langárbyrgi síðasta sumar
og byrjað að dansa fyrir kvöldmat.
Anna Þórunn Reynis með lax sem hún landaði
við Efra horn í Langá síðasta sumar.
100 Veiðimaðurinn 101 „Tímir varla að sofa það er svo gaman“