Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 2

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 2
Ávarp formanns Kæru félagar og vinir Sumarið er senn á enda og haustið heilsar okkur brátt með sinni fallegu litadýrð. Sumarið var með eindæmum sólríkt og gott á mínum slóðum og víðar, þó ekki hafi það verið um land allt. En ástandið í þjóðfélaginu hefur verið sveiflukennt, eins og í fyrra fór allt á hliðina hjá okkur fljótlega eftir að covidtakmörkunum var aflétt og við máttum knúsast og kyssast. Þar af leiðandi voru reglur hertar aftur og ekki gekk það eftir að við fengjum varanlegt samkomufrelsi. Já það er best að ganga hægt um gleðinnar dyr. Þannig tókst ekki að halda útihátíðir félaganna nema eina. Það var hátíð Þingeyinga og Eyfirðinga að Ydölum 23.-25. júlí. Hún var líka alveg frábær og veðrið hreint yndislegt. En svo var skellt í lás og hátíð FHUR sem átti að halda að Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina var aflýst. Þar komu þó saman vinahópar en ekkert opinbert skemmtanahald. Eins hefur frést af spilamennsku í stærri og smærri hópum víða, þó ekki hafi verið formlegar skemmtanir og er það alveg frábært því undanfarið eitt og hálft ár hafa harmonikufélögin lítið getað starfað. Landsmót SIHU verður haldið í Stykkishólmi dagana 30. júní — 3. júlí 2022. Það er búið að fresta því tvisvar en nú verður reynt til þrautar. Ég hvet menn til að taka þessa daga frá strax og stefna að því að mæta í Hólminn á næsta ári. Rétt að ítreka það að fyrsti tíminn er bestur til að tryggja sér góða gistingu í Stykkishólmi. Landsmótin eru frábær skemmtun, ég hlakka til að hitta ykkur þar sem flest og njóta tónlistarveislunnar í góðum félagsskap. Gaman að segja frá því að föstudaginn 10. sept. nk. eru þær Asta Soffía og Krisdna með tónleika í Hvammstangakirkju kl. 18:00 og hvetjum við sem flesta til að mæta þar, frábærir tónlistarmenn þar á ferð. Haustfundur SÍHU verður svo haldinn að Hótel Laugarbakka í Miðfirði í boði Húnvetninga og Dalamanna, 11. september nk. Þar hittist stjórn SIHU, formenn og fulltrúar félaganna, málin rædd og starf næstu ára skipulagt. Að sjálfsögðu harmonikurnar þandar þar líka við hvert tækifæri. Þar mun stjórn leggja til að stjórnarkosningar verði með sama hætti og hefðu átt að vera haustið 2020. Þannig verði síðasta ár ekki tekið með í setu stjórnarmanna SIHU, enda var helsta verkefni starfsársins að halda landsmót sem hefur svo þurft að fresta tvisvar. En sama á hverju dynur þá horfum við bara bjartsýn fram á veginn og hlökkum til næstu samverustunda. Hittumst heil við fyrsta tækifæri sem gefst! Alltfórþetta á annan veg en ég hélt í vetur, en þaðfer að lagast það held ég þaðfer að ganga betur. Harmonikukveðj ur, Filippía J. Sigurjónsdóttir Sagnabelgurinn Sagan er fengin að láni úr skemmtilegum endurminningum Svavars Gests sem út komu árið 1992, með góðfúslegu leyfi Mána Svavarssonar. Gefum Svavari orðið: Eitt sinn stakk Konráð veitingamaður á Hótel Sögu því að mér að góðir kunningjar hans, hjón sem þá voru á dansgólfinu, héldu sérstaklega upp á franskan vals, sem hafðu verið leikinn í brúðkaupi þeirra. Við vorum með lagið á efnisskrá okkar og lékum það strax og laginu lauk sem við vorum að spila. Eg kannaðist við manninn en ekki konuna. Þau litu þakklát til mín þegar þau heyrðu fyrstu tóna lagsins og klöppuði óspart þegar því lauk. Þau komu nokkuð oft í Súlnasalinn og fengu ætíð uppáhaldslag sitt. Svo sá ég þau ekki í nokkurn tíma en eitt kvöldið sá ég ekki betur en þau væru komin á dansgólfið og við lékum strax franska valsinn þeirra. Ég sá að maðurinn leit undrandi í áttina til mín og sendi mér hvasst augnaráð. Þá kom Konráð hlaupandi til mín og sagði: Nú þýðir ekki lengur að spila þetta lag. Hjónin eru skilin og þetta er nýja kona mannsins. Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. vðttsafn Sími 456 3291 - byggdasafn@isaljordur.is - www.nedsti.is 2

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.