Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 8

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 8
Harmonikufjör í Austfjarðablíðu Það var á vordögum í sumarbústað austur í sveitum að vinur minn og spilafélagi tilkynnti mér að hann og fleiri vinir okkar væru að fara austur á land á harmonikumót, hann fullyrti við mig að Mekka harmonikunnar væri í Neskaupstað. Því ætti ég að gera helgarprógramm fyrir hópinn. Nú, ég skorast yfirleitt ekki undan því sem að harmonikuvinir mínir biðja mig um svo ég hófst þegar handa. Dagskráin miðaðist við að gestir yrðu mættir ekki síðar en að kvöldi fimmtudagsins 15. júlí. Veit ég að einn hópur fór af stað að sunnan á þriðjudegi og stoppaði á Klaustri og svo lá ferð þeirra á Hornafjörð og þau spiluðu þar á hjúkrunarheimilinu. Síðan var haldið áfram austur. Þegar fór að líða að fimmtudeginum þá voru góð ráð dýr, því öll tjaldstæði eystra voru yfirfull. Sólarstrandarveður búið að vera dagana á undan og spáði vel áfram. A þriðjudegi var útséð með að hægt yrði að nota tjaldstæðið í Neskaupstað þar sem það var yfirfullt. Þá var ekkert um annað að velja en að setja upp plan B og svo plan C til vara. Eg var svo heppin að fá aðstöðu hjá Hestamannafélaginu Blæ á Norðfirði, sem er með reiðhöll og ágætar grasflatir á Kirkjubólseyrum inni í Norðfjarðarsveit. Þar áttum við góða daga, allir ánægðir með staðsetninguna og þá ágætu aðstöðu sem við fengum þar. Fyrsta hjólhýsið kom í bæinn á þriðjudeginum og var það gamli sjóarinn, hann Erlingur, með sína frú. Ekki fengu þau inni á tjaldstæðinu og hvert skyldi þá halda? Þegar hann hringdi í mig voru þau búin að koma sér fyrir við gömlu loðnuþróna sem í dag er búið að fylla upp í og grænt gras yfir öllu. Þar var gamla bræðslan, en hún fór í snjóflóðunum 1974. Eg efa ekki að sjóarinn hafi rifjað upp gamlar minningar frá síldarárunum og eflaust fundið lyktina, sem fylgdi síldarævintýrum þeirra daga. Svo tíndust harmonikuunnendur í bæinn einn af öðrum og fljótlega var komin hjólhýsaþyrping við Reiðhöllina og harmonikan strax þanin í blíðviðrinu. Á fimmtudeginum fékk ég Elísabetu, Ulfhildi og Kristján með mér á Eskifjörð og spiluðum við á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð. Föstudagurinn rann upp bjartur og fagur og fóru þau áðurnefndu með mér á Breiðablik sem eru íbúðir aldraðra í Neskaupstað. Þangað var líka komið með vistmenn af hjúkrunardeildinni. Báðar þessar skemmtanir tókust frábærlega vel og fengum við mjög góðar undirtektir. Klukkan 17:00 mættu svo allir harmonikuvinir og spiluðu við Beituskúrinn í Neskaupstað við mjög góðar undirtektir og fjölmenni. Kvöldið var svo tekið rólega hjá sumum á meðan að aðrir fóru í sjóferð um flóann á skemmtibátnum Einari afa með skipstjóranum Einari Sveini sem gerði siglinguna stórkostlega og ógleymanlega þeim sem í hana fóru. Það var siglt út Norðfjörð og yfir í næsta fjörð sem heitir Hellisfjörður og þaðan í þarnæsta fjörð sem er Viðfjörður. Þaðan kemur stór ætt sem ég tilheyri. Svo var siglt út með Suðurbæjum og þangað liggur ætt mín líka. Pabbi var frá Gerðisstekk og bróðir 8 Veðurblíða var frekar regla en undantekning á Norðfirði í sumar Gestir njóta harmonikutónlistar við Beituskúrinn í Neskaupstað

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.