Harmonikublaðið - 15.09.2021, Page 20
■ y yvj • x x
Minningabrot félagsmanna FHUR
frá liðnu sumri
Kæru félagar!
Við hjá FHUR kveðjum þetta liðna sumar full
af þakklæti og góðum minningum. Snemma í
júní hélt nokkur hópur að Borg í Grímsnesi,
en sá staður er okkur öllum kær. Þar var spilað,
sungið og spjallað að vanda og Guðmundur
borgarstjóri sá vel fyrir öllu, sérstaklega
sóttvörnum og þrifum. Enda sækjum við
þangað aftur og aftur. Gústav og Kristján
skelltu upp hvíta tjaldinu sem fylgir Kristjáni
og félögum. In the mood hljómaði þar ásamt
fleiri góðum lögum. Um mánaðamótin júní
- júlí, þegar halda átti landsmótið, héldu sumir
á Suðurlandið en nokkrir heimsóttu
Þórsnes stendur ú t við eyjar
öldur gjáljra blítt við strönd.
Þar sem Hólmsins matu meyjar
muna œsku draumalönd.
Ljóðið lýsir vel hughrifunum sem við nutum
þessa helgi og horfum við björtum augum til
næsta landsmótsárs og vonum að veðrið leiki
við okkur líkt og í sumar og veiran verði
víðsfjarri. Helgina eftir var svo komið að Hátíð
harmonikunnar í Arbæjarsafni sem Ingi
Karlsson hefur annast. Nokltrir félagar okkar
tóku þátt í hátíðinni. Má þar nefna
hljómsveitina Urkoma í grennd en hana skipa:
en þar hafði einmitt losnað stæði við hlið
Hörpu og Sigga. Daginn eftir mættum við á
Norðfjörð á tjaldsvæðið við Reiðhöllina.
Almennu tjaldsvæðin á Austurlandi voru annars
uppbókuð. Gyða hafði skipulagt skemmtispil
fyrir íbúa á Hulduhlíð á Eskifirði á fimmtudag
með okkur, Úlfhildi og Kristjáni. Þar eignaðist
undirrituð góða vinkonu á tíræðisaldri en hún
þekkti barnaskólakennarann minn og fleira
fólk á Akranesi forðum daga. Einnig lékum við
á hjúkrunarheimilinu Breiðabliki á Neskaupstað
og í Randulfshúsi á Eskifirði þar sem við
snæddum fínan kvöldverð og svo var dansleikur
á eftir. Svo var auðvitað spilað og spjallað en
Hilmar og Elísabet stilla saman í Norðjirði
Víkingur Arnason við Dillonshús
Stykkishólm. í Hólminum var rjómablíða og
huggulegt að vera og spilað að minnsta kosti
tvisvar á dag. Alltaf er gaman að ganga um
þennan fallega bæ og ekki var verra að
Skotthúfudaginn bar upp á þessa helgi og
margar prúðbúnar konur og börn sáust í
fallegum búningum. Andinn kom yfir Boga
Sigurðs, frænda minn og hann samdi lag og
orti ljóð um Stykkishólm. Birti ég það hér með
hans leyfi.
Stykkishólmur
Ofi er bjart á Breiðafirði
brosir Hólmur sólu við.
Er sem fógurfjöllin girði
fagrar sveitir mar og mið.
Hér sem best má andann yngja
örva glóð í sinni sál.
Þar sem svanir kátir syngja
saman kveða mœrðarmál.
Helgafell í fornum sögum
fyllir landið undraóm.
Sveitin fyllist Ijúfum lögum
líflð öðlast töfrahljóm.
Hannes Baldursson, Fróði Oddsson, Gunnar
Gröndal, Eggert Kristinsson en Kristján
Ólafsson hljóp í skarðið fyrir hann, Pétur
Bjarnason, Hans Jensson, sem komst ekki og
Elísabet Halldóra Einarsdóttir. Við lékum fyrir
dansi í gamla íþróttahúsinu og Gústakvartettinn
leysti okkur af. Sigvaldi Fjeldsted og Oddur
frændi hans léku í skúrnum og Palli E1 og
Þorleifur hjá Dillonshúsi. Ungur piltur,
Víkingur Árnason, lék líka við Dillonshús og
vakti mikla athygli. Frá Harmonikufélagi
Reykjavíkur kom Vitatorgsbandið með
Guðrúnu Guðjóns í broddi fylkingar. Léttsveit
HR lék í Lækjargötu 4 og frændur úr
Húnavatnssýslum, Þorvaldur Pálsson og fleiri
léku í tjaldi. Suðurnesjamenn voru að vanda í
Kornhlöðunni. Okkur var boðið upp á kaffi
og kökur. Bæði þátttakendur og gestir skemmtu
sér vel.
Þá var komið að því að leggja land undir fót
og halda á Harmonikuvinahátíðina á Norðfirði,
sem var í umsjón Gyðu Guðmundsdóttur.
Nokkrir fóru suðurleiðina með ýmsum
útúrdúrum, spilamennsku og golfi.
Formaðurinn og maki fóru norður fyrir því
spáin virtist betri þar. Við gistum eina nótt á
Akureyri og gátum kíkt til Núma og Guggu
og fleiri. Við komum á Egilsstaði á miðvikudag
Gyða mun greina frá því í sérpistli.Við erum
afar þakklát Gyðu fyrir frábærar móttökur með
súpu og fínu skipulagi, gönguferðum, siglingu,
mat og dansiballi, sem við munum ekki gleyma.
Eftir góða skemmtun á Norðfirði millilentu
sumir á Egilsstöðum en aðrir á Skjöldólfsstöðum
og undu glaðir við sitt. Þaðan lá leiðin svo í
Ydali á hátíð í umsjá Eyfirðinga og Þingeyinga.
Veðurspáin lofaði góðu og von var um dansleik
án grímu og fjarlægðartakmarkana. Gleðin er
alltaf við völd í Ydölum og þannig var það þetta
sinn. Nú bættust margir félagar að sunnan í
hópinn og allir skemmtu sér og öðrum. Það
var yndislegt að fá að dansa við fína tónlist í
Ydölum og tónleikarnir voru stórkostlegir, hvert
atriði öðru betra. Hertar reglur skullu aftur á
á miðnætti laugardagskvölds og Jón Helgi
tilkynnti korter fyrir tólf að allir yrðu að vera
farnir úr húsi klukkan tólf og gekk það allt eftir.
Flestir héldu heim á sunnudag. Allir komust
heilir heim. Hljómsveit FHUR hafði tekið eina
æfingu í byrjun júlí og stóð til að æfa
miðvikudaginn fyrir Borgarhátíðina. Af því
varð ekki vegna hertra covidreglna. Ferðahugur
var þó enn til staðar hjá félögunum og á
þriðjudag komu fyrstu harmonikugestirnir á
Borg á svæðið sem Guðmundur hafði tekið frá
fyrir okkur. Skemmtunin hófst á fimmtudag
20