Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 19
Jenni Jónsson
Höfundur lagsins í blaðinu er Jenni Jóns.
Hann fæddist í Olafsvík 1. september 1906
en fluttist ungur til Patreksfjarðar og
Barðstrending kallaði hann sig alla tíð. Hann
var aðeins átta ára gamall þegar hann eignaðist
fyrstu harmonikuna. Tónlistin virðist hafa
verið honum í blóð borin og sextán ára var
hann farinn að leika á dansleikjum fyrir vestan.
Það var upphafið á löngum og farsælum
tónlistarferli sem stóð næstu áratugina. A
þriðja og fjórða áratugnum var ekki alltaf
mikið um vinnu og þá bjargaði margur
harmonikuleikarinn sér á spilamennsku.
Þannig var það með Jenna Jóns. Hann átti
aldrei í erfiðieikum með að fá meðspilara enda
maðurinn ákaflega góður liðsmaður,
reglusamur og góður félagi. Meðal
harmonikuleikara sem léku með Jenna á
þessum árum má nefna Gretti Björnsson,
Agúst Pétursson og Jóhann Eymundsson, en
þeir tveir síðastnefndu léku með Jenna árum
saman. Og hljómsveitirnar hans Jenna kunnu
svo sannarlega að koma fólkinu til. Fræg er
sagan af þorrablóti Barðstrendingafélagsins
einhvern tíma á sjötta áratugnum. Það þótti
svo skemmtilegt að það var endurtekið mánuði
seinna! Ekki er vitað nákvæmlega hvenær
fyrstu lög Jenna Jóns urðu til en það hefur
líklega gerst fljótlega eftir að hann fór að leika
á dansleikjum. Ekki var þessum lögum
sérstaklega haldið til haga og það var ekki fyrr
en 1953 er lagið Vökudraumur vann til
verðlauna að Jenni Jóns kemst á blað meðal
dægurlagahöfunda. En lagið var tileinkað
Svövu eiginkonu hans. Og eins og með vin
hans Agúst Pétursson var það eiginkonan sem
eggjaði hann til að senda lagið í danslagakeppni
S.K.T. Næstu árin komu fjölmörg lög frá
þessum lífsglaða Barðstrendingi og náðu mörg
þeirra miklum vinsældum. I óskalagaþáttum
þess tíma voru lög eins og Vökudraumur,
Brúnaljósin brúnu og Ommubæn fastir liðir
eins og venjulega og á Hótel Sögu dönsuðu
menn Lipurtá í jenkatakti, eða skottístakti,
þangað til þeir stóðu ekki á fótunum. Það var
1954 að Jenni komst á toppinn. Brúnaljósin
brúnu unnu fyrstu verðlaun hjá S.K.T. Árið
1956 vann lagið Viltu koma önnur verðlaun.
Það var svo í danslagakeppni Ríkisútvarpsins
1966 að tvö lög eftir Jenna Jóns unnu til
verðlauna, sigurlagið Lipurtá og Ólafur
sjómaður, vals, sem tileinkaður var Ólafi
Sveinssyni sem var mágur Jenna. Fjölmargir
söngvarar hafa sungið lög Jenna inn á plötur
og má þar nefna Hauk Morthens, Alfreð
Clausen, Ellý Vilhjálms og Einar Júlíusson.
Fyrstu árin í Reykjavík var hans aðalstarf hjá
Hreyfli en síðustu árin hjá K.R.O.N. En þó
síðustu K.R.O.N. búðinni hafi verið lokað
verða lögin hans Jenna Jóns alltaf til. Þessar
perlur í íslenskri dægurlagagerð fá í besta falli
nýjar útsetningar með nýjum mönnum, það
verður það eina sem breytist. Jenni var
tvíkvæntur, fyrri kona hans var Sigfríður
Sigurðardóttir en seinni konan Svava
Sveinsdóttir. Jenni Jónsson lést 11. janúar
1982.
9. október
6. nóvember
8. janúar
29. janúar
12. mars
23. apríl
Skemmtanir Félags harmonikuunnenda
í Reykjavík veturinn 2021 - 2022:
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Árshátíð og þorrablót í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Allir dansleikir FHUR byrja klukkan 20:00
og standa til miðnættis nema samkomutakmarkanir
segi til um annað.
19