Harmonikublaðið - 15.09.2021, Síða 17

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Síða 17
Það voru síðan harmonikusalarnir Einar Guðmundsson og Gunnar Kvaran, sem hófu leikinn og þurftu gestir ekki frekari hvatningu til að hefja dansinn. Það var BRAZ bandið sem tók við af þeim og lék góða blöndu af danstónlist, enda vant fólk á hverjum pósti. Ekki var heldur neinn byrjendabragur á Dansbandinu, sem keyrði upp fjörið sem aldrei fyrr, undir öruggri stjórn söngkonunnar frábæru Ragnheiðar Júlíusdóttur. Það mátti greina að nú voru að fara í hönd síðustu dansar sumarsins, því nú var dansað sem aldrei fyrr og voru flestir sótraftar á sjó dregnir. Til að ljúka ballinu settust þær með hljóðfærin að lokum Hildur Petra og Guðný Kristín. Það var lítið farið að draga af dönsurunum þegar þær hættu stuttu fyrir miðnætti. Mér telst til að 34 hamonikuleikarar hafi komið við sögu á skemmtunum í Ydölum þessa helgi. Þeim til fulltingis við undirleik má nefna gítarleikarana Hauk Má Ingólfsson, Pálma Helga Björnsson, Andrés Einarsson, Jóhann Möller og Bjarna Gunnarsson. Bassaleikarana Eirík Bóasson, Marinó Björnsson og Gunnar Möller, trommuleikarana Magnús Kristinsson og Arna Ketil Friðriksson og hljómborðsleikarann Ingólf Jóhannsson. Mótsstjórnin á mikið hrós skilið, en hennar framganga var til mikillar fyrimyndar, við mjög svo krefjandi aðstæður. Að leikslokum kvaddi Jón Helgi Jóhannsson formaður Þingeyinga, fyrir hönd mótsstjórnar, með þessari vísu Friðriks Steingrímssonar. Þá er úti þetta geim, það varð hvorki slys né tjón. Með von þið komist klakklaust heim, kveðja Agnes og hann Jón. Síðan hélt hópurinn út í sumarnóttina og við tóku hefðbundin eftirpartý að sið harmoniku- unnenda, enda kvöldið ekki nema rétt hálfnað miðað við undanfarin ár og bar margt til tíðinda að venju. Sunnudagurinn fór aðallega í samantekt, kveðjur og brottför til allra átta. Hittumst að ári. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar NorSfirSingar hófu leikinn í Ýdölum Samtaka nú £ '1 — j__- T _ ^ m KcmvdiL nú ctð kueðaÁÍ á (íafipÍMi eJ^ joú qxJtuA Hagyrðingakvöld og dansleikur verður haldið að Smyrlabjörgum 30. október 2021. Skemmtun hefst kl. 18:30 með Hagyrðingar kvöldsins verða: Andrés Björnsson Kristín Jónsdóttir Kristjana Björnsdóttir Snorri Aðalsteinsson Stjórnandi: Hjálmar Jónsson 2ja rétta kvöldverði. Félagar úr FHUR leika fyrir dansi Matur og skemmtun kr. 9.500 pr.mann Gisting kr. 8.000 pr.mann Miðapantanir í síma 478 1074 Félag harmonikuunnenda á Hornafirði w 17

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.