Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 7

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 7
Fréttir að vestan Hjá Harmonikufélagi Vestfjarða var rólegt framan af ári, öll áform um mót og samkomur voru slegin af. Við héldum okkar aðalfund þann 12. júní og fór hann fram með hefðbundnu sniði, að því undanskildu að hann var fyrir 2019 og 2020, því það náðist ekki að halda fund 2020. Smá endurnýjun varð á stjórn, þær Helga Asgeirsdóttir (Asgeirs og samvinnu við Kvenfélagið Von ár hvert, allt aftur til ársins 1982, um hábjartan dag. Harmonikufélag Vestfjarða lagði hönd á plóg við undirbúning þetta árið og bauð öllum sem mættu upp á frítt kaffi, kleinur og vöfflur með rjóma, sem Kvenfélagið annaðist með sóma. Alls þáðu 97 manns veitingar auk annarra sem litu inn til að dansa, hlusta og hitta mann og samkoma var haldin í Neðsta kaupstað þar sem gestum var boðinn ókeypis aðgangur að Byggðasafninu, þar sem Harmonikusafn Asgeirs S. Sigurðssonar á lögheimili, en því miður staðsett upp í risi og því ekki mjög aðgengilegt. Því miður tókst ekki þetta árið að koma upp sýningu út í bæ, en sjáum til hvað gerist á næsta ári, vonum það besta. Magnús Reynir, Jón Mar, Villi Valli og Baldur Geirtnunds í sumarblíðunni í Neðsta kaupsiat) Dansinn stiginn á bryggjuballinu Messíar) og Karitas Pálsdóttir (fyrrum formaður) gáfu kost á sér og hlutu kosningu. Stjórnin er því þannig skipuð í dag: Hafsteinn Vilhjálmsson formaður, Magnús Reynir Guðmundsson varaformaður, Karitas Pálsdóttir gjaldkeri, Sigríður Gunnarsdóttir ritari og Helga Asgeirsdóttir meðstjórnandi. En samhliða aðalfundi héldum við Harmonikudaginn hátíðlegan, þar sem hann á lögheimili í okkar umdæmi, nánar dltekið í félagsheimilinu á Þingeyri, undir verndarvæng Harmonikukalla og kvenna í Dýrafirði. Þessi samkoma á sér ríka hefð á Þingeyri þar sem Harmonikukallarnir og Lóa ásamt fleirum hafa staðið fyrir balli og kaffiveitingum í annan. Harmonikukarlarnir og Lóa stigu fyrst á svið, 7 talsins, meðalaldur 80 ár og spiluðu hvíldarlaust í klukkutíma og slógu ekkert af. Síðan tóku við þeir Baldur Geirmundsson, Villi Valli og Magnús Reynir (meðalaldur 84 ár) við og spiluðu til kl 17:00 og þar með lauk þessari hátíð. Harmoniku-bryggjuball á Isafirði Þann 1. júlí sl. bauð öldrunarráð Isafjarðar eldri borgurum til bryggjuballs, þar sem félagarnir í harmonikufélaginu, þeir Baldur Geirmundsson, Villi Valli, Magnús Reynir Guðmundsson ásamt Jóni Mar Ossurarsyni léku fyrir gesti í um klukkustund. Þessi Síðan bauð Tjöruhúsið í plokkfisk og súpu á vægu verði. Ballið byrjaði kl 15:00 og var á steyptum húsgrunni við Upplýsingamiðstöðina þar sem á að rísa nýtt hús fyrir Byggðasafnið. Spilamennska þeirra félaga fékk góðar undirtektir. Eftir ballið röltu einhverjir í heimsókn í Dokkuna, bjórverksmiðju staðarins, sem er komin í nýtt húsnæði, í næsta nágrenni. Öldrunarráð stefnir á svipaðar samkomur í hinum byggðakjörnunum. Þökk sé þeim fyrir framtakið. Hafsteinn Vilhjálmsson formaður Harmonikufélags Vestfjarða Myndir: Esther Ósk Storm Duo Nú í september eru væntanlegar til landsins þær Asta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal frá Noregi. Þær slógu eftirminnilega í gegn á tónleikum sem fram fóru á Borg í Grímsnesi um verslunar- mannahelgina 2019. Þær koma fram sem Storm Duo og munu halda tónleika víða um land. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og spannar allt frá norskri og íslenskri þjóðlagatónlist til harmonikuslagara og sígildrar tónlistar. Ekki er vafi að þessi heimsókn verður hvalreki á fjörur tónlistarunnenda. Síðustu helgina í ágúst sl. náði hljómsveit undir stjórn Kristinu öðru sæti í Noregsmóti hljómsveita í gömlu dönsunum. Fyrstu tónleikarnir verða í nýju kirkjunni í Stykkishólmi 9. september. Daginn eftir, föstu- daginn tíunda leika þær síðan í Hvammstangakirkju á Hvamms- tanga. Það kemur sér einkar vel, því þá helgi verður haldinn aðalfundur SÍHU á hótelinu á Laugarbakka í Miðfirði, sem er aðeins snertispöl í burtu. Næstu tónleikar verða svo í kirkjunni á Þórshöfn þann 14. september og daginn eftir þann fimmtánda, leika þær í Húsavíkurkirkju. Þaðan liggur leiðin til Ketilhússins á Akureyri þann 16. september. Þær stöllur leika svo í Segli brugghúsi á Siglufirði 18. september og þann 21. september leika þær í Hjarðarholtskirkju í Dölum vestur. Síðustu tónleikarnir verða síðan í Sigurjónssafninu á Laugarnestanga í Reykjavík miðvikudaginn 22. september. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20:00, nema þeir í Hvammstangakirkju, sem hefjast klukkan 18:00. 7

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.